BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 19

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 19
hjóla, sem hemlast (4 við fóthemlun, 2 við hreyfilhemlun) skipting bíl- þungans á hjólin, barðar, vegur, halli vegar, gerð hemla og vönduileiki, ásamt ýmsu fleiru, svo sem hinni svo nefndu „fading". Sé hraði aukinn um helminng (mið- að við sömu aðstæður), fjórfaldast hemlunarvegalengdin. Sé hann bre- faldaður, nífaldast hemlunarvegalengd- in. Eins verðum við að vera vakandi yfir því, hve slæmt viðnám barða við veg, svo sem á hálum vegi, eykur heml- unarvegalengdina. Er þetta sérstaklega áberandi, er viðnám er orðið mjög lít- ið, t.d. 0,2 eða 0,1. Jafnvel þó við með negldum snjóbörðum getum aukið verulega viðnámið á ísvegi, er bó sú hemlunarvegalengd miklu lengri en á sumarvegi. Ökumenn: forðizt hraðan akstur á hálum vegum. Gerið ykkur grein fyrir því, að hálka getur líka myndast á veg- um að sumarlagi, t.d. blautu malbiki. Hugsaðu um bílinn þinn. (Örfá atriði í stuttu máli.) 1. Hafðu hemlabúnaðinn í lagi. Hemlar, sem taka verulega misjafnr í, eru hættulegir. Láttu athuga þá af fag- mönnum a.m.k. á hverju hausti. Góðir hemlar eiga að taka mjúkt í við litla hemlun. 2. Gáðu að höggdeyfunum. Þeir eru ekki bara til að gera aksturinn þægi- legri. Bilaðir, eða ónýtir höggdeyfar, valda því að bíll verður laus á vegi, liggur illa. Bíll, sem farinn er að „svífa", er hættulegur. Að auki eru fjaðrirnar í hættu. 3. Láttu stilla hjólin, caster, camber og toe in. Það er illt að aka bíl, sem er með alla hjólastillingu úr lagi. I.ika er mjög gott að láta „afballansera" hjóL Slæm hjólastilling kemur fram á börðunum. Líttu á þá við og við. Letid- irðu hart utan í gangstéttarbrún rceð framhjól, þá farðu á verkstæði með bílinn, a.m.k. ef þú finnur breytingu á honum á eftir. 4. Hlaup í stýri má ekki fara tram úr ca. 3 sm. 5. Gáðu að ökuljósunum, að 'pau séu eðlilega björt. Perur slitna, leiðslur fara að leiða verr. Perur loga ekki vel meira en ca. 200 tíma. Eftir það fara þær að dofna og eyða meiri straum. 6. Gáðu vel að því að eiturloft (kolsýr- ingur) komist ekki inn í bílinn. Gáðu vel að „púströri" og hljóðdunk. Hætt- an er mest á vetrum, er mikið er ekið með lokaða glugga. Loftaðu strax vel út, ef þú eða farþegar þínir fara að kenna höfuðverkjar, og láttu athuga bílinn. 7. Fáðu þér öryggisólar í bílinn. Þær hafa bjargað mörgum frá örorku og dauða. Notaðu þær. 8. Gáðu vel að móðunni, sem vill <etj- ast innan á bíkúður, einkum í rign- ingu og þoku. Það verður að haf.i loft- ræstinguna í bílnum í lagi, opna glugga. Raki í bíl skemmir áklæði og veldur ryði í boddíi. Notaðu frost- og móðueyðandi vökva á vetrum. 9. Mundu að handhemillinn getur fros- ið fastur. Það getur verið rétt að lesgja bíl þannig, að ekki þurfi að setja hann á í miklum kuldum. Leggðu hílnum aldrei í poll. Barðarnir geta frosið fast- ir við veginn. 10. Aktu yfirleitt á vetrum með mikið á benzíngeymi. Hægt er líka að nota frostvara á geymi og einnig á rúðu- sprautur. BFO-BLAÐIÐ 19

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.