BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 13
Er framhjól Iæsast, t.d. við harða fót- hemlun, rennur vagninn beint áfram án þess að hlýða stýri. Tapi afturhjólin viðnáminu, t.d. við mikla hreyfilhemlun (þó ekki bílar með framhjóladrifi), þá skrikar aftur- endi bílsins til annarrar hvorrar hliðar, í samræmi við halla vegar, miðflótta- afl, hliðarvind o.s.frv. og sækir í að snúast þar til afturendinn er kominn á undan. Ójafnir hemlar kippa bíl úr aksturs- línu. Tapi öll fjögur hjólin samtímis við- námi, verða áhrifin þau sömu og er framhjólin gera það. Eins og allir vita eru þrjár aðalleiðir til að hemla bíl: a: með fóthemli, sem verkar á öll hjólin. b: með handhemli,, sem yfirleitt verkar aðeins á afturhjól. c: með hreyfli, sem verkar á „drifbjól- in", þ.e. yfirleitt á afturhjól. Nota má fleiri en eina af þessum aðferðum í senn. Létt hlaðinn bíll læsir hjólunum auðveldar við hemlun, en mikið hlað- inn bíll. Þetta skyldu þeir athuga, sem mikið aka einir. Á framhjóladrifnum vagni, sé frí- hjól ekki notað (frá kúpplað), getur sameiginleg hreyfilhemlun og fót- hemlun valdið mjög mikilli hemlun framhjóla og þar með því, að bíllinn gani beint áfram þrátt fyrir stýris- hreyfingar. Þetta getur orðið mjög var- asamt á hálum eða lausum vegi. Því skyldi ætíð nota fríhjól í vetrarakstri. Handhemill kemur vart til greina við akstur. Þessi hemlun hefur sömu áhrif og hreyfilhemlun, en er varasam- ari. Þó má nota hana við æfingar í hálkuakstri. (sjá síðar). Að aka lausum hjólum. Mikið hefur verið deilt um aðferðir til að aka örugglega að vetri til. Það eru tiltölulega fá ár síðan að laushjóla- aðferðin kom fram sem nýjung á þessu sviði. Áður var það kennt, að hreyfilhemlunin væri hið eina rétta á hálum vegi. Danir og Englendingar héldu því hins vegar einkum fram, að öruggast væri í hálku að kúpla frá og hemla með fóthemli. Umræður um þetta urðu all heitar á tímabili. Án efa er mjög margt sem mælir með laushjólaaðferðinni. Hins vegar er það ekki rétt að fordæma hreyfil- hemlunina í öllum tilvikum. Sá, sem hefur æft sig í því að hreyfilhemla mjúklega, gefa mátulega benzín um Ieið, hefur áreiðanlega mikil not af þessari kunnáttu og ætti að halda þessu áfram. En fyrir hinn færa ökumann er einnig nauðsynlegt að þekkia laus- hjólaaðferðina vel, því hún er það ör- uggasta í ýmsum tilvikum. Eftir miklar tihaunir og umræður í m'lli sérfræðinea frá MHF, (sænska BFÖ), M og KAK í Svíþjóð, gáfu bessi félög sameignilega út bók, sem nefnist „MOTORORGANISATTONERNAS VINTERKÖRNINGSRÁD", og hafa þær reglur, sem þar eru fram settar náð verulegri hylli ökumanna. Verður þeim fylgt hér á eftir. Með laushjólaaðferðinni er einfald- lega átt við það, að kúplað er frá og vagninn látinn renna „frítt". Með þessu móti losar maður hjólin við oft óæskileg áhrif frá hreyfli og hemlum. Hemlun sker með fóthemli. Fylgjendur „gömlu aðferðarinnar", hreyfilaðferðarinnar ef svo mætti segja, telja hins vegar Iaushjólaaðferð- BFO-BLAÐIÐ 13

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.