BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 11
bílnum. Hann lætur ekki að stjórn. 4. Fari allt viðnám barða við veg í það að vega upp á móti miðflóttaaflinu og/eða öðrum öflum sem verka á hlið (t.d. stormur o.fl.), er sama hvernig stýri er snúið, bíllinn lætur ekki að stjórn, þar eð ekkert viðnám er til lengur fram og aftur. Auk hraðaaukningar, hemlunar og miðflóttaafls, sem við framköllum með akstri okkar, er ýmislegt annað, sem áhrif getur haft á bíl og akstur hans, öfl, sem við oft sjálf ekki framköllum og ráðum stundum ekki yfir. Hið helzta er: Hliðarvindur, hallandi braut til hliðar, hjólför, misjafnt viðnám hjóla sökum misjafns yfirborðs vegar eða misslit- inna barða, slæm stilling hemla eða bilun í þeim, ójafn þrýstingur í börð- um. Hraði hefur áhrif á viðnámið. Það er mest þegar hjólin snúast ekki, þar næst er hjólin renna jafnt og hægt án hemlaverkunar eða hraðaaukningar. 5é hraðinn aukinn verulega, minnkar •viðnámið einnig verulega (spól) Við mikla hemlun eða hraðaaukn- ingu breytist hið eðlilega og jafna við- nám hjólanna innbyrðis. Við hemlun eykst þrýstingurinn á framhjólin, við hraðaaukningu er þetta öfugt. Hin áminnstu öfl geta mjög auð- veldlega, einkum sé viðnámið lítið á vegi, og einkum komi margt saman, orðið viðnámi því, sem við höfum vfir að ráða yfirsterkari, þannig að ekki ráðist við bíl, t.d. í hvassviðri. Svo dæmi sé tekið. Ef við ökum beygju svo hratt, að allt viðnám, sem til staðar er, fer í það að jafna upp miðflóttaaflið, verður ekkert viðnám eftir til að stýra í beygjunni með. Undir bílstýri borgar sig ekki að ætla sér að taka út meira en menn eiga inni. M.ö.o. er öfl þau, er við framköllum með hraðaaukn- ingu, hemlun, stýrishreyfingum eru orðin jafn mikil og það viðnám hjóla við veg, sem við höfum yfir að ráða hverju sinni, og sem oft er (t.d. hálka, hvassviðri, lausamöl o.s.frv.) rauna’ega lítið, má engu við bæta, svo ekki verði skrik. Viðnámið eins og hjólin renna. Mikilsvert atriði, sem er grund- völlur þess, hve vel við ökum í verrar- færð, er það, að hjól, sem rennur 'aust, veitir mest viðnám, eins gott og um er að ræða, miðað við yfirborð vegar og ástand barða. Með „laust rennandi hjóli" er átt við, að það verði hvorki fyrir áhrifum frá hreyfli eða hemlum. Laust rennandi hjól tryggir bezt að bíllinn haldist á réttri leið, það fer auð- veldast upp á þrúnir og mishæðir, upp úr hjólförum, veitir mest viðnám hlið- aröflum, svo sem miðflóttaafli, vindi, halla o.s.frv. Þetta viðnám laust renn- andi hjóla minnkar hve lítið, sem áhrif eru á þau höfð með hemlum eða hrað- aaukningu, möguleikinn til að stjórna þeim minnkar. Þetta á ekki aðeins við hjólin, sem stýrið verkar á, heldur líka afmrhjólin. Af þessu sjáum við, að er okkur liggur sem mest á að hafa vald á bíln- um, t.d. við það að stýra framhjá hindrun á vegi, komast í gegnum slæma beygju eða ná okkur úr skriki, er það bezta, sem við gerum að kúpla frá og sleppa benzíni (sé ekki um frí- hjól að ræða). Með þessu losum við hjólin við áhrif hemlunar eða hraða- aukningar og veimm þeim þann mesta BFÖ-BLAÐIÐ II

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.