Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 10
September 1993 Sigurðardóttir og Hrafnkell Gíslason sem þá voru í tölvunar- fræðinámi. 1983 Sigurjón Pétursson var kosinn for- maður félagsins. Félagsfundur haldinn um tölvunet á íslandi. Á félagsfundi um almenn gagnanet flutti Jón Á. Skúlason fyrirlestur um áform Pósts og síma og Gunnar Ingimundarson um spá um þörf á gagnaneti. Leif Ortman flutti fyrirlestur um verkefna- stjórnun við gerð tölvukerfa. 1984 Fyrsta útgáfaTölvuorðasafns var gefið út. Ritstjóri var Sigrún Helgadóttir. Og orðanefnd Skýrslutæknifélagsins lét ekki þar við sitja því 1986 kom Tölvu- orðasafnið út í aukinni og endur- bættri útgáfu. Orðanefndina skip- uðu þá Baldur Jónsson, Sigrún Helgadóttir (formaður), Þorsteinn Sæmundsson og Örn Kaldalóns. Við gerð safnsins var lagður til grundvallar staðallinn ISO 2382 "Data processing - Vocabulary". Haldið var námskeið um gagna- safnskerfi og var Jóhann P. Malmquist kennari. 1985 Félagið, með Jóhann Gunnars- son í broddi fylkingar, hlutaðist til um að útfærsla íslenskunnar var samræmd á IBM PC sam- hæfðum tölvum. Hallgrímur Snorrason flutti erindið: "Endurskipulagning þjóðskrár". Hallgrímur greindi frá því að hið svonefnda nafn- númer Hagstofunnar yrði lagt niður og kennitalan yrði eina auðkenni einstaklinga. Haldin var námsstefna um tölvunet í samvinnu við Háskóla Islands. Þorbjörn Broddason og Þórarinn Eldjárn fluttu fyrirlestra á fundi um áhrif tölvutækni á menningu og líf. John Gilbert frá Cornell Uni- versity flutti fyrirlestur sem nefndist "What is analysis of algorithms". 1986 Helgi Jónsson var skipaður full- trúi félagsins í nýstofnað staðla- ráð um upplýsingatækni á vegum Iðntæknistofnunar íslands. Oddur Benediktsson var for- maður ráðsins. Snorri Agnarsson flutti fyrirlestur um einingaforritun. Haldin var alþjóðleg ráðstefna, ísDATA’86. Þátttaka í ráðstefn- unni var ekki nægjanleg til þess að næðist upp í kostnað. Jörgen Pind flutti fyrirlestur sem hann nefndi "Orðabókargerð á tölvuöld". 1987 Páll Jensson varkosinn formaður félagsins. Félagsfundur var haldinn um sölu- skatt á hugbúnaði. Framsögu- menn voru Hjörtur Hjartar og Vilhjálmur Þorsteinsson. Haldinn var ET-dagur. Fjallað var um einmenningstölvur. Ragnar Pálsson flutti erindi um rekstur tölvudeilda. Haldið var námskeið í hug- búnaðarverkfræði. Fyrirlesarar voru þeir Oddur Benediktsson og Bjarni Júlíusson. Jón Sigurgeirsson og Knútur Bruun fluttu fyrirlestra um höf- undarétt. 1988 Á tuttugu ára afmæli félagsins var haldin ráðstefna um "framtíð- arsýn og þróun í upplýsingatækni og staða Islands í þeim efnum". Haldin var ráðstefnan: "Ein- menningstölvur. Björt framtíð." Erindi fluttu: Haukur Oddsson, Friðrik Sigurðsson, Páll Jensson, Jóhann Þór Magnússon, Pálmi Hannesson, Friðrik Friðriksson og Árni Jónsson. 1989 Halldór Kristjánsson var kosinn formaður félagsins. Grenville Edwards flutti fyrir- lestur á félagsfundi um Open System Foundation. Eftirtaldar ráðstefnur voru haldnar 1989 og voru allt að átta fyrirlesarar á þeim: "Hagnýt tölvusamskipti" , "Hugbúnaðar- gerð, bætt vinnubrögð - breytt viðhorf" og "Einmenningstölvur, afl til átaks". 1990 Haldinn var félagsfundur um Unix stýrikerfið. Maríus Ólafsson flutti erindið "Er Unix valkostur" og Douglas Brotchie erindið "Sjónarmið SKÝRR". Haldin var námsstefna um upp- lýsingahagfræði. Guðmundur Magnússon flutti inngangserindi og Marilyn M. Parker frá IBM í Bandaríkjunum var aðalfyrir- lesari. Haldinn var félagsfundur um gæðastjórnun í hugbúnaðargerð. Þeir Gunnar H. Guðmundsson, Oddur Benediktsson og Daði Jónsson fluttu fyrirlestra. Á félagsfundi fjölluðu þeir Jóhann Gunnarsson, Stefán Ingólfsson og Jón Þór Þórhallsson um verkefni RUT-nefndarinnar. 1991 Skýrslutæknifélagið gerðist full- gildur aðili að Nordisk Data- union og hafði verið aukaaðili frá 1982. Lilja Ólafsdóttir var formaður samtakanna um skeið. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.