Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 8
September 1993
þessarar nýju tækni og voru
félögin með svipuðu sniði og
Skýrslutæknifélagið.
Starfsemi félagsins
í félagasamþykkt Skýrslutækni-
félagsins segir svo: "Tilgangur
félagsins er að stuðla að hag-
rænum vinnubrögðum við
gagnavinnslu í hvers konar rekstri
og við tækni- og vísindastörf.
Þessum tilgangi hyggst félagið
ná með því að gangast fyrir
sýningum, fyrirlestrahaldi, um-
ræðum, upplýsingamiðlun og
námskeiðum ... samræmingu og
stöðlun..."
Nú verður drepið á nokkur atriði
úr annálum félagsins.
Fyrstu árin mótaðist starfsemin
af kynningar- og fræðslustarf-
semi. Þávareinniglagðurgrund-
völlur að norrænu samstarfi á
þessu sviði á vettvangi Nordisk
DataUnion. Orðanefndfélagsins
hóf störf á þessum tíma. Gögn
sem varðveist hafa um starfsemi
félagsins fyrstu árin eru mjög
slitrótt og ber annállinn merki
þess.
1968
Stjórn félagsins hlutaðist til um
stöðlun á segulræmum og gat-
ræmum. Hluti af samþykkt um
þetta efni hljóðaði svo: "Með
tilliti til þess að gera má ráð fyrir
mjög aukinni notkun segulræma
og pappírsræma við gagna-
vinnslu í rafeindavélum, vill
stjórn Skýrslutæknifélagsins ein-
dregið mæla með því, að allir,
sem þessi tæki nota, hafi sömu
stærðir. Stjórnin mælir með því
að notaðar séu ræmur með átta
(8) rásum..."
Ný vélarsamstæða IBM 360/30
hjá SKÝRR var kynnt ásamt
nýjungum í þjóðskrárvinnslu.
Erindi héldu Bjarni P. Jónasson,
Einar Pálsson, Jón Zophoníasson,
Max Rosen, deildarstjóri frá IBM
Danmörku, og Ottar Kjartansson.
1969
Ráðstefna var haldin um
"fræðslumál, að því er snertir
gagnavinnslu með rafeindavél-
um". Efnisflokkar voru þessir:
"Menntun og þjálfun starfs-
manna", "Fræðsla fyrir forstöðu-
rnenn og yfirmenn", "Undirbún-
ingur verkefna" og "Líkanagerð
fyrir rafreikna".
Oddur Benediktsson hélt erindi á
félagsfundisemhét "Uppbygging
og úrvinnsla skráa fyrir rafeinda-
vélanotkun".
1972
Á félagsfundi flutti Ólafur T ómas-
son erindið "Fjarvinnslukönnun
á vegum CEPT" og Rolf
Ammundsen erindið "Um að-
ferðir við áætlun um fjarvinnslu-
þörf á sviði tölvutækni". Haldinn
var félagsfundur með pallborðs-
umræðum um "Ýmis viðhorf
gagnvart tölvutækni". Við pall-
borðið sátu Sigurður Þórðar-
son, Bjarni Grétar Ólafsson, Ottó
A. Michelsen, Ásmundur Brekk-
an, Hjörtur Torfason, Þórhallur
Halldórsson og Gunnar Gunn-
arsson. Ýmsar spurningar voru
reifaðar svo sem: Hver er
réttarstaða borgaranna gagnvart
notkun tölvutækni? Hver er höf-
undaréttur eða upprunaréttur að
forritum? Hver er staða tölvu-
tæknimanna í þjóðfélaginu?
Hver er helsti ávinningur af hag-
nýtingutölvunnar? Erlistsköpun
hugsanleg með tölvu?
Á félagsfundi var fjallað um
hagnýtingu tölvuvinnslu. Haukur
Pálmason flutti erindið "Notkun
stýritölva við dreifingu raf-
magns", Þorgeir Pálsson erindið
"Notkun stýritölva við flugum-
stjóm", Elías Davíðsson erindið
"Gagnamiðstöð og gagnavinnsla
á sjúkrahúsum" og Jóhann
Gunnarsson erindið "Nýjungar á
sviði tölvutækni".
1973
í febrúar 1973 voru alls 63 fyrir-
tæki, félög og stofnanir skráð í
Skýrslutæknifélaginu og aðild
höfðu alls 181 einstaklingar.
Poul E. Hjulmand, forstjóri hjá
Bankernes EDB Central í Dan-
mörku, hélt fyrirlestur er hann
nefndi "Samarbejde paa data-
processing omraadet".
Haldin var ráðstefna í samvinnu
við Stjórnunarfélag íslands um
"Gildi stórrar tölvumiðstöðvar
fyrir þróun tölvutækni hér á landi''.
Kristen Nygaard, forstöðumaður
Norsk Regnecentral, og Oddur
Benediktsson voru frummæl-
endur.
Bent Rosenkranz, frá IBM í
Danmörku, hélt fyrirlesturinn
"Nýjungar á APL-SVIÐINU".
Helgi Sigvaldason hélt fyrirlestur
um hæfnismat tölvusamstæða.
1974
Orðanefnd Skýrslutæknifélags-
ins gaf út "Skrá yfir orð og hugtök
varðandi gagnavinnslu", 2. út-
gáfa. Þá var nefndin skipuð þeim
Bjarna P. Jónassyni, Jóhanni
Gunnarssyni, Jóni Skúlasyni og
Þóri Sigurðssyni.
1975
Einar Pálsson, forstjóri Reikni-
stofu bankanna, var kosinn for-
maður félagsins.
Elías Davíðsson vakti máls á
nauðsyn þess að sett verði lög
um meðferð persónuupplýsinga
í tölvum.
8 - Tölvumál