Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 44
September 1993
IBM 370 tölva með segulbanda-
stöðvum og þokkalegum segul-
diskum.
Aðalmati fasteigna lauk formlega
1971 og matsnefndir hættu störf-
um. Næstu árin á eftir var Fast-
eignamatið deild innan fjármála-
ráðuneytisins. Tölvukerfið var
þá notað til að endurmeta eignir
og ný hús en breytt lítilsháttar svo
að það réði við fáar eignir í
einu. Engu að síður varð að
framkvæma matsreikninga í tölvu
Reiknistofnun, frumskrá gögn og
villuleita hjá fasteignamatinu og
framfæra skrár í tölvu SKÝRR. í
kerfismynd sem greinarhöfundur
gerði af þessari "dreifðu" tölvu-
vinnslu 1973 var að finna óvana-
legt tákn. Það var "sendibifreið"
og kom fyrir sem samskiptatákn á
5 stöðum og táknaði flutninga á
gataspjöldum á milli staða.
Arið 1976varðFasteignamatrík-
isins síðan að sjálfstæðri stofnun
og hannað var nýtt tölvukerfi árið
eftir. Það byggði á mörgum bestu
hugmyndum gamla matskerfisins
og þeirri reynslu sem aflast hafði
síðar. Nýja kerfið notaði upplýs-
ingar úr gamla upplýsingasafninu
til að meta allar íbúðir í Reykja-
vík.
Þá kom í fyrsta sinn í ljós afrakstur
þess mikla verks sem unnið var
viðhönnungamlakerfisins. Upp-
lýsingar voru enn í nýja kerfinu
frumskráðar á gataspjöld með
IBM spjaldagöturum en lesnar af
þeim inn á tölvuskrár á segul-
diskum í Data General tölvu
fyrirtækisins ÍTÖLU hf. Umrædd-
ir spj aldagatarar voru keyptir 1964
eða 1965 og notaðir samfellt í 18
ár. Þeir eru nú í vörslu Þj óðminj a-
safnsins en þangað voru þeir
fluttir sama dag og hætt var að
notaþáhjáFasteignamatinu 1982.
Þeir voru síðustu hlutar gamla
upplýsingakerfisins. Segjamáað
það sé dæmi um hversu hratt
upplýsingatæknin breytist. Hlutar
kerfis sem var áratug á undan
sinni samtíð enduðu tveimur ára-
tugum síðar sem safngripir.
Stefán Ingólfsson er
verkfrœðingur.
Punktar...
Fyrsta rafeindatölvan (ENI-
AC) var smíðuð við raf-
magnsverkfræðideild háskól-
ans í Pennsylvaníu á árunum
1943 til 1964 undir stjórn J.
P. Echkert og J. W. Mauchly.
Bandaríkjaher stóð að smíð-
inni, enda var tölvan fyrst og
fremst gerð til að reikna út
brautir fallbyssukúlna og
sprengna. Það sem einkenndi
þessa tölvu var að rafrásir
eins og eru í útvörpum eða
sjónvörpum, voru notaðar til
að geyma tölur í tölvunni og
stjórna og framkvæma reikn-
inga með þeim.
Almanak Þjóðvinafélagsins
1968.
Hreinlæti borgar
sig ekki
Heimsstyrjöldin fyrri, sem
brauzt út skömmu eftir stofn-
un Hagstofunnar, hafði í för
með sér mikla verðhækkun
áöllumnauðsynjavörum. Er
styrjöldin hafði staðið
skamma hríð, tók Hagstofan
að safna skýrslum um verð á
nauðsynjavörum hjá kaup-
mönnum í Reykjavík, er
verzluðu með vörur þessar.
Voru það um 60 vöruteg-
undir, sem um var spurt, mest-
allt matvörur, en að auki kol,
steinolía og sápa.
Hagtíðindi, febrúar 1964,
kafli um vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
Vélar þær, er Hagstofan tók í
notkun haustið 1949, voru
aðeins til töluúrvinnslu, enda
voru þær ætlaðar til hag-
skýrslugerðar eingöngu. Til
þess að koma á fót og starf-
rækja spjaldskrá með nöfnum
og heimilisfangi mannaþurfti
hins vegar "alfabetískar"
skýrsluvélar, þ.e. vélar, sem
skrifa mælt mál. Slíkar vélar
komu til landsins á fyrri hluta
árs 1952, að frumkvæði Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, sem
hafði fyrir nokkru ákveðið
að hefja notkun skýrsluvéla
til útreiknings og skriftar á
rafmagns- og hitaveitu-
reikningum.
Hagtíðindi, febrúar 1964,
kafli um þjóðskrána.
44 - Tölvumál