Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 33
September 1993 síðan aðalvinnan við hugbúnað- argerð færðist frá því að skrifa forrit eins og lýst var hér að framan. Húsbyggingar- hugbúnaðargerð, sambærileg þróun? Þróunin á þessu sviði er ef til vill ekki ólík þróuninni í byggingar- iðnaði. Þegar afi minn byggði sér íbúðarhús í sveit í kringum 1930 ákvað hann sjálfur í stórum dráttum hvernig húsið ætti að vera. Svo byrjaði hann á því að finna verslun sem seldi timbur af hæfilegri lengd, þar næst réði hann smið og svo var bærinn byggður. Nánari útfærsla varleik- in af fingrum fram á staðnum. Nú er byrjað á því að skilgreina sem best hvemig nota á húsnæð- ið. Arkitekt teiknar svo bygging- una út frá þeirri skilgreiningu og verkfræðingar reikna út burðar- þolið. Allar teikningar eru yfir- farnar og samþykktar. Þegar allt hefur verið ákveðið er byggingin boðin út. Smíðin er síðan í hönd- um verktaka með nokkra undir- verktaka á sínum snærum. Oft er fenginn einn aðili til að stýra verkinu og hafa yfirumsjón með öllum þáttum. Þróunin í gerð upplýsingakerfa hefur orðið með svipuðum hætti. Áður var gjarna hafist handa við að tölvuvæða hand- virkar aðgerðir án þess að huga að því hvort betra væri að gera hlutina öðruvísi. Minna var horft á heildina og tölvukerfi voru stundum byggð hálfgert frá botni og upp úr. Nú er öldin önnur. Greining viðfangsefna og hönnun heildarkerfis erforsendaþess að hagræði verði af smíði nýs upplýsingakerfis. Mestu máli skiptir að fá heildar- yfirsýn yfir viðfangsefnin og upplýsingastreymið. Mikil- vægt er að byrja á því að greina þarfirnar og skilgreina vinnuferlið upp á nýtt áður en farið er að hanna kerfið. Framhaldið er gjarna boðið út og verktaki, oft með undirverktaka, framkvæmir verkið eftir hinni frágengnu og samþykktu forskrift. Einn aðili, með góða yfirsýn, hefur yfirumsjón með fram- kvæmdinni. Áfram streymir Næsti aldarfjórðungur Skýrslu- tæknifélagsins á án efa eftir að færa okkur margar, stórstígar framfarir sem okkur órar vart enn fyrir. Garnan verður fyrir þá, sem setjast niður á fimmtíu ára afmælinu til að stikla á stærstu breytingunum, að bera þróunina saman við þessi skrif. Lilja Ólafsdóttir er aðstoð- armaður forstjóra Skýrr. Úr vélasal Skýrr 1972 Punktar... í hreppsnefndarkosningum vorið 1954 voru kjörskrár í fyrsta sinn byggðar á skrám frá þjóðskránni. Lét hún hverri hreppsnefnd í té nokkur eintök af kjörskrárstofni, sem sveitarstjómir áttu að gera úr fullgilda kjörskrá. Við allar síðari kosningar til sveitar- stjórna og Alþingis, og við flestar prestskosningar, hefur þjóðskráin látið í té slíkar skrár til kjörskrárgerðar. Fiagtíðindi, febrúar 1964, kafli urn þjóðskrána. 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.