Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 47

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 47
September 1993 Afstaða kennara og skólastjóra til tölvuvæðingar skóla var á þess- um árum mjög jákvæð sem t.d. kemur fram í skoðanakönnun kennaranema sem send var í grunnskóla vorið 1985 en þar sést að nær 60% aðspurðra töldu efnið mjög mikilvægt, um 30% töldu það mikilvægt og um 10% í meðallagi mikilvægt. Engir töldu að það skipti ekki máli eða að ónauðsynlegt væri að fjalla um það. Kennarasamtök ályktuðu einnig um efnið eins og hér er dæmi um: "3. þing Kennarasambands íslands haldið 1.-4. júní 1984 leggur áherslu á að tölvunám, þ.e. bæði kennsla á tölvur og um tölvur verði þáttur í almennu kennaranámi og mjög mikilvægt er að starfandi kennurum sé sköp- uð aðstaða til endurmenntunar á vegum KHI. 3. þing Kennarasambands íslands telur það grundvallaratriði að tölvufræði og notkunarmögu- leikar tölva verði hluti af skyldu- námi fyrir nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla og þar með eðlilegur þáttur í skólastarfinu." Hið íslenska kennarafélag, ályktaði einnig um þessi mál vegna framhaldsskólans. Og vorið 1983 skrifuðu urn 600 grunnskólakennarar í Reykjavík undir ályktun þar sem skorað var á menntamálaráðherra að hann sæi til þess að kennurum á grunnskólastigi verði hið fyrsta gefinn kostur á námskeiðum í undirstöðuatriðum tölvunotk- unar og hvemig tengja megi töl vur námi í grunnskólum. I fram- haldsskólum virtist almenn krafa kennara um námskeið ekki jafn hávær og má e.t.v. telja að þar hafa hugmyndin um tölvufræði sem námsgrein verið mun sterkari en í grunnskólanum þar sem fleiri voru þeirrar skoðunar að þessi mál vörðuðu alla kennara. Menntun kennara Háskóli íslands hóf 1982 að bjóða 2 námskeið um ýmsa þætti upplýsingatækni og skólastarfs fyrir þá sem stunduðu uppeldis- og kennslufræði. Hvort nám- skeið um sig var 60 tíma langt. Hvorugt námskeiðið var skylda. Kennaraháskóli gerði 24 stunda grundvallarnámskeið á sviði tölvufræðslu að skyldu fyrir alla nema vorið 1984. Námskeiðið var síðar lengt í 36 stundir. Jafn- framt var í einstökum valgreinum farið að sinna þessum þætti betur en áður auk þess að bjóða stutt valnámskeið fyrir alla. Ekki eru fyrirliggjandi tölur um endurmenntunarnámskeið á þessu sviði fyrir framhaldsskóla- kennara eftir 1984 en nær 500 grunnskólakennarar sóttu sumar- námskeið eða námskeið með starfi á þessu sviði á árunum 1984-1986. Mun fleiri sóttu þó um en komust að vegna takmark- aðra fjárveitinga til endurmennt- unar Kennaraháskóla íslands og skorts á heimild til að selja nám- skeið og afla þar með tekna til starfseminnar. Margir kennarar leituðu því í námskeið ýmissa tölvuskóla en þar var áhersla oftast á aðra þætti en tölvunotkun í námi og kennslu. Síðarnefndu námskeiðin hafa líklega mótað nokkuð viðfangsefnaval kennara og hvernig tölvum var komið fyrir í skólum allt eins og hin eiginlegu kennaranámskeið. Með aukinni menntun kennara jókst skilningur á því hve nauð- synlegt væri að saman færu vél- búnaðaröflun, hugbúnaðaröflun og menntun kennara. Þessi sjónarmið kom fram í skýrslu vorið 1987 frá nefnd sem menntamálaráðherra skipaði árið áður. Hugbúnaður og kennsluefni Hugbúnaðargerð og þýðing á erlendum hugbúnaði óx skóla- mönnum skiljanlega í augum og virtist lengi illyfirstíganlegur þröskuldur. Einkum átti það við um grunnskólann þar sem fólk taldi þurfa sérstakan hugbúnað og hann á íslensku. I framhalds- skóla var hins vegar algengara að fengist væri við erlend fomt, for- ritunarmál eða notendahugbúnað ýmsan og skrifuðu allmargir framhaldsskólakennararkennslu- bækur og handbækur fyrir nem- endur. Þessar bækur nýttust marg- ar hverjar á almennum markaði, langt út fyrir raðir skólanna. í grunnskóla var aðstaðan hins vegar önnur. Skyldur Náms- gagnastofnunar varðandi náms- gögn fy rir grunnskóla virtust lengi vel ekki ætla að ná til hugbúnaðar og fylgigagna með honum svo sem handbóka og nemendaverk- efna. Hugbúnaðarskortur var því farinn að há allri þróun mjög alvarlega. Árið 1988 varloksund- irritaður samningur milli mennta- málaráðuneytis og Reiknistofn- unarHáskólaíslands um samstarf á sviði hugbúnaðargerðar. Síðar gerðist Námsgagnastofnun aðili að þessurn samningi. 1992 dró Reiknistofnun sig út úr þessu sam- starfi og má segja að verkefnið sé nú alfarið innan Námsgagna- stofnunar þótt sérstök fjárveiting hafi verið ætluð til þess. Það varð samstarfi menntamála- ráðuneytis og Reiknistofnunar til happs að tveimur árum áður en samstarfssamningur var undir- skrifaður hafði verið komið á 47 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.