Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 30
September 1993
Frá skýrsluvélum
til upplýsingamiðstöðvar
Lilja Ólafsdóttir
Þegar ævi Skýrslutæknifélagsins
fyllir fjórðung úr öld er við hæfi
að rifja upp þróun þeirrar tækni
sem félagið dregur nafn sitt af.
Nafnið sjálft er út af fyrir sig
ábending um hve hröð þróunin
hefur verið. Hugtakið skýrslu-
tækni hefur fyrir löngu vikið fyrir
tölvutækni, en það orð þykir
jafnvel orðið nokkuð þröngrar
merkingar og miklu oftar heyrist
orðið upplýsingatækni notað um
vettvang félagsins. Stundum hefur
verið rætt um að breyta nafni
félagsins, en sem betur fer hefur
ekki orðið af því. Reyndar voru
fyrstu eiginlegutölvurnarkomnar
í notkun hér á landi þegar Skýrslu-
tæknifélagið var stofnað og ný-
yrðið tölva komið fram í dags-
ljósið.
Það er ekki aðeins nafn Skýrslu-
tæknifélagsins sem minnir á fyrri
daga. Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgarberalíka íheiti
sínu merki um árdaga gagna-
vinnslunnar. í raun er saga tækni-
væðingar í úrvinnslu gagna hér á
landi fyrstu áratugina um leið
saga Skýrr. Með því að rifja upp
helstu atriði hennar má því fá
yfirlit yfir sögu stórtölva eða
móðurtölva á landinu.
Saga tæknivæðingar
Skýrr
Árið 1949 fékk Hagstofa íslands
svonefndar U nit-Record vélar frá
IBM. Sama ár hafði Rafmagns-
veita Reykjavíkur gert samning
við IBM um leigu á gagna-
vinnsluvélum en fékk ekki gjald-
eyrisleyfi fyrir leigunni. Árið
eftir stóð til að Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin tæki þátt í
berklarannsóknum hér á landi og
þurfti gataspjaldakerfi við skrán-
ingu og úrvinnslu gagna. Stóð þá
til að Hagstofan, Rafmagnsveitan
og Heilsuverndarstöð ríkisins
hefðu samvinnu um vélasam-
stæðu svipaða þeirri sem Hag-
stofan hafði þegar tekið í notkun.
I framhaldi af þessu voru Skýrr
stofnaðar árið 1952. í millitíð-
inni hafði íslendingum tekist að
ráða niðurlögum berklanna og
varð ekki úr að Heilsuverndar-
stöð ríkisins yrði stofnaðili.
Gömlu
skýrsluvélarnar
Fyrstu gagnavinnsluvélar Skýrr
komu haustið 1951. Allar upp-
lýsingar voru gataðar í pappa-
spjöld. Þessar vélar voru fuli-
komnari en þær sem Hagstofan
hafði fengið 1949, m.a. réðu
þær við bókstafi en ekki aðeins
tölustafi eins og þær fyrri höfðu
gert. Nú þætti bókstafanotkun
þeirra ófullnægjandi. M.a. varð
að nota tölustafinn 2 fyrir Z, núll
fyrir O og W varð að víkja til að
koma einhverjum séríslensku
stafanna að.
Staríbæf vélasamstæða saman-
stóð af svonefndum tabulator
(útskriftar- og talningavél) og
hjálparvélum, en þær voru collator
(samröðunarvél), multiplier
(reiknivél), interpreter (spjalda-
áritari), reproducer (fyrir spjalda-
götun), raðari og götunarvélar og
endurgatarar. í daglegu tali
notuðu menn ensku heitin og því
eru þau notuð hér. Vélarnar voru
háværar og þeim hætti talsvert
við bilunum. Minnast frum-
kvöðlarnir þess að Ottó A.
Michelsen hafi tíðum staðið
með verkfærin yfir þeim og jafn-
vel fleygt sér smástund um lág-
nættiðundireinhverjavélinafyrir
kríublund til að getahaldið áfram.
Fá fyrirtæki höfðu bolmagn til
að kotna sér upp búnaði af þessu
tagi. Meðal þeirra fáu má nefna
að SÍS stofnaði skýrsluvéladeild
fyrir 1960 og IBM annaðist
gagnavinnslu fyrirýmis fyrirtæki.
Fyrstu tölvurnar
Þessi fyrsta kynslóð gagna-
vinnsluvéla, sem yfirleitt voru
nefndar skýrsluvélar, var einráð
á landinu þar til árið 1964. Það ár
fengu bæði Háskólinn og Skýrr
sínar fyrstu tölvur. Tölvan sem
Skýrr fengu var af gerðinni IBM
1401. Hún hafði 4 kb kjarnaminni
og öll gögn og forrit voru geymd
í gataspjöldum. Tveir starfsmenn
Skýrr, Óttar Kjartansson og Jón
Zóphoníasson, voru sendir til
Danmerkur og Noregs að læra
að forrita tölvuna. Þegar heim
30 - Tölvumál