Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 24
September 1993 1984 8. febrúar voru samningar undir- ritaðir við EJS. Agúst, breytt viðhorf: frelsi og samkeppni í vaxtamálum og fleiri bankamálum. 1985 22. nóvember hófst notkun bein- línuafgreiðslukerfis í Breiðholts- útibúi Landsbankans. 1986 A sumardaginn fyrsta, 24. apríl, flutti RB úr Kópavogi á Kalk- ofnsveg 1. í nóvember var fyrsta stórtölvan tekin í notkun, IBM 3090/150. 1987 13. mars - nýtt stýrikerfi, MVS, tekið í notkun. 1988 I júní, 2. áfangi skjalalausra greiðsluskipta, innlestri tékka hætt í RB. Þá höfðu um 250 milljón tékkar runnið í gegnum OCR-lesarana á 12 árum, samtals um 2.000 milljón umferðir með röðuninni. I júlí samþykkti stjórnin eignar- aðild VISA-íslands, Greiðslu- miðlunar hf. 1989 31. janúar, samþykkti stjórnin Stefnumótun fyrir Reiknistofu bankanna, sem síðan var endur- skoðuð og breytt lítillega á síðasta ári. 1990 í mars var kerfissvið og skrif- stofa flutt í Ármúla 13. I apríl fengum við þá tölvu, sem við enn höfum, IBM 3090/200J, og dugar hún til að anna af- greiðslu og fyrirspurnum alla daga, nema fyrstu daga hvers mánaðar. Þá segja menn, að hún "svitni" aðeins. 1992 Pöntuð ný kortagerðarvél, og hafinn annar undirbúningur debet- kortavæðingar. Sérhverþátturíþessum snubbótta annál er í raun heill kafli í sögu RB, og væri þess verður að vera rakinn, en það verður að sjálf- sögðu ekki gert í stuttri tíma- ritsgrein. Aðeins verður að undirstrika þá þróun, sem orðið hefur í bankakerfinu á þessum árum, því að sú þróun endur- speglast ljóst í umfangi þess starfs, sem RB innir af hendi. Þegar RB var í undirbúningi og safnað var Fyrsta heila starfsárið, 1976, reyndist færslumagnið 13,6 millj., og var þá aðeins um tékka- kerfið eitt að ræða, en bókunar- svæðið var meira en Reykja- víkursvæðið eitt, náði frá Akra- nesi og austur á Hvolsvöll. Á síðasta ári, 1992, voru færslur í tékkakerfinu einu 59,7 millj. eða 4,4 sinnum fleiri en 1976, og samtals námu runuvinnslufærslur 83,3 milljónum. Til þess að veita alla þessa þjón- ustu, störfuðu 2829 bankamenn í árslok 1992, en 1634 í árslok 1976,þarafíRB 109núámóti27 þá. Til þess að anna meira verki á mann er stuðst við beinlínukerfi til afgreiðslu og fyrirspurna. Skráðir notendur þess kerfis eru 4092, þar af skráðir sem gjald- kerar með afgreiðslutæki 954. Nokkur hluti þeirra eru fyrirtæki, sem hafa upphringimöguleika til fyrirspurna og millifærslna. Eru það allverulega hærri tölur en talað var um í fyrsta (og eina) beinlínutækjaútboðinu 1982, en þá var um að ræða 305 gjaldkera upplýsingum um færslumagn í bönkum, kom í Ijós að bóka yrði a.m.k. 7 millj. færslur, sem til féllu á Reykjavíkursvæðinu. og allt að 100 skjáum til fyrir- spurna, enda er notkunin mikil, 139,2 millj. beinlínuaðgerðir 1992, og enn stefnir til aukningar á þessu ári. 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.