Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 38
September 1993 Ur júragarðinum Gurmlaugur Jónsson Á miðju ári 1959 var stofnuð ný deild hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, sem nefndist Skýrsluvéladeild SÍS. Ég lenti í því af tilviljun að starfa í þessari deild. Ég ætla nú að reyna að rifja upp eitthvað um skýrslu- vélarnar sem notaðar voru og hvernig þær voru notaðar. Ég er fyrir löngu búinn að týna öllum prentuðum leiðbeiningum og lýsingum áþessum vélum, þannig að það sem ég skrifa er eingöngu eins og mig minnir að þetta hafi verið. Vélarnar voru allar frá IBM, svokallaðar "Unit Record" vélar. Þetta voru stór tæki, þær stærstu yfir 1 tonn að þyngd. Þær unnu með 80-dálka gataspjöld, sem nrargir muna efalaust eftir eða hafa heyrt um. Á þessum tíma voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar búnar að hafa svona vélar í fáein ár, en ekki aðrir hérlendis, ef ég man rétt. Fræðslu um vélarnar var því helst að fá hjá vönum mönnum hjá SKÝRR eða úr handbókum. Að vísu þurfti ekki mikla fræðslu til að keyra vélarnar. Það fólst helst í því, að ganga með spjaldabunka um vélasalinn milli hinna ýmsu véla og mata þær á spjöldunum. Fingralangir (íbókstaflegri merk- ingu) stóðu þar vel að vígi og ég minnist þess að ég öfundaði félaga minn, sem hafði þúsund spjalda lúkur. Þetta er auðvitað mikil einföldun. Það þurfti ná- kvæmni og vakandi athygli við þessa vinnu. Til dæmis þurfti að stokka spjöldin vel, svo að þau böggluðust ekki í vélunum og alls ekki mátti missa þau í gólfið. Ennfremur var höfuðsynd að víxla spjaldabunkum. Því má skjóta hér inn strax, að heitin sem notuð voru um vélarnar sjálfar og ýmislegt annað, sem laut að þessari starfsemi, voru oftast ensku nöfnin með íslenskum framburði og beygingum. Ég minnist þess, að einu sinni sem oftar átti ég erindi til SKÝRR og þá höfðu "óperatorarnir" verið óvenju lengi inni í kaffistofunni. Forstjórinn vildi lýsa vanþóknun sinni á þessu með því að fara sjálfur að mata vélarnar, en ruglaðist auðvitað á spjalda- bunkum. Hann hefur þó fljótlega áttað sig á þessu og lét sig hverfa inn á skrifstofu sína. Þegar við- komandi "óperator" kom loks fram í vélasal, skildi hann hvað hafði skeð og bölsótaðist yfir þeim asna sem þarna hafði verið að verki, svo hárri röddu að heyrðist um allt húsið. Þetta kom víst ekki fyrir aftur. Ég ætla nú að lýsa stuttlega helstu vélunum. Götunarvélar voru notaðar til skráningar og voru þær á ýmsum stöðum í fyrir- tækinu. Þó var yfirleitt einn gatari í vélasal til að gera við spjöld, sem skemmdust í vinnslu. Venju- lega þurfti að raða spjöldunum sem bárust áður en þau fóru í frekari vinnslu. Vélar til þess kölluðust einfaldlega raðarar. Það var aðeins hægt að raða á einn dálk í einu og var því mjög tímafrekt að raða á stór númer, og reyndar þurfti tvær umferðir á dálk ef raðað var á bókstafi. Of langt mál væri í þessu greinarkomi að fara nánar út í þetta. Ef maður hafði tvær spjaldaskrár í sömu röð á eitthvert ákveðið lykil- númer, þá var hægt að "mergja" þeim samaní "kollator" (collator). Þetta verkfæri, sent kallaðist samraðari ef rnenn vildu vanda sig, var með inntak fyrir spjöld á tveimur stöðurn og sameinuðust skrárnar í einn vasa út. Auk þess hafði hann fleiri vasa og var hægt að beina spjöldum með sérstök- unt einkennum í þá. Þess má geta hér að á þeim tíma senr SIS hafði þessar vélar (um það bil 5 ár að mig minnir), þá þróuðust þær flestar og var oftar en einu sinni skipt um sumar þeirra. Ein vélin var kölluð "interpreter". Hún prentaði á spjöld það sem var gatað í þau og var notuð til að búa til læsilegar spjaldskrár. Svokallaður "repródjúser" (repro- ducer) var meðal annars notaður til að afrita spjöld og var þá hægt að velja ákveðin svið og setja þau á annan stað í nýja spjaldinu en þau voru á því gamla. Einnig var hægt að tengja "repródjús- erinn" við útskriftarvélina og láta hann gata í spjöld summur úr teljurum hennar. Útskriftarvélin (IBM nafnið var Accounting Machine, að mig minnir) v ar náttúrulega aðal vélin. Hún var næstunr alltaf kölluð "tabúlator" í daglegu tali. Öll útprentun á pappír átti sér stað í tabúlatornum. Hann hafði dálítið minni, að vísu hlægilega lítið á nútíma mælikvarða, en nóg til 38 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.