Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 11
September 1993 Félagið er aukaaðili að IFIP (International Federation for Information Processing). Haldnar voru eftirtaldar ráð- stefnur á árinu: "Framtíðarsýn stjórnenda", "Tölvunotkun í námi", "Opin kerfi", "Stöðluð notendaskil" og "Einmenningstölvur-gluggað í framtíð", "Námstefna um siða- mál og viðskiptahætti" og "Hug- búnaðargerð - nýir straumar". 1992 Félagið tók þátt í stofnun "Fagráðs í upplýsingatækni" á vegum Staðlaráðs íslands og var Halldór Kristjánsson kosinn í stjórn fagráðsins. Jóhann Gunn- arsson var fyrsti formaður ráðs- ins. "Tölvumál" rit félagsins birtist í nýjum og vönduðum búningi. Ritstjórnina skipuðu þau Agúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri og ábm., Daði Jónsson, ritstjóri, Björn Þór Jónsson og Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir. Félagið samþykkti siðareglur fyrirfélagsmennsína. Isiðanefnd eiga sæti Gunnar Linnet, Oddur Benediktsson (formaður) og Sigurjón Pétursson. Haldnar voru ráðstefnurnar: "Upplýsingatækni - Island - Evrópa", "Ríkið og tölvumálin - hvert stefnir", "Vinnubrögð í hugbúnaðargerð" og "Tölvu- samskipti ’92". Haldinn var ET dagur. Fjallað um einmenningstölvur. 1993 Námsstefnan "Nettengdur sýndar- veruleiki" var haldin í samvinnu við Félag tölvunarfræðinga og Háskóla íslands. Carl E. Loeffler frá Carnegie Mellon University var fyrirlesari. Með orðum hans sannaðist það er Jónas kvað: Ég kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað, og samt að vera að ferðast. Haldin var ráðstefnan "Fjarskipti - grunnur framtíðarinnar" þar sem K.H. Rosenbrock, yfirmaður ETSI staðlastofnunarinnar, og Guðmundur Olafsson höfðu framsögu. Haldin var fjölsótt ráðstefna sem nefndist "Tölvuvæðingíkieppu". Fyrirlestra fluttu Guðjón Guðmundsson, Jóhannes Jóns- son, Jakob Sigurðsson, Þorkell Sigurlaugsson, Kjartan Olafsson og Gylfi Aðalsteinsson. Oddur Benediktsson er prófessor í tölvunarfrœði við Háskóla Islands og heiöursfélagi SI. Afmælisráðstefna Hvað ber framtíðin í skauti sér? Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu A-sal föstudaginn 10. september kl. 13 -17. Litið er til framtíðar í íslensku þjóðfélagi og fjallað um hlut upplýsingatækni í sjávarútvegi, stjórnun fyrirtækja, hugbúnaðargerð og þátt menntunar í því að vel takist til við að byggja upp slíkan atvinnuveg og um þróun íslensk þjóðfélags, byggðastefnu og atvinnuvegi. 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.