Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 49
September 1993
tengdir voru tölvum Reikni-
stofnunar Háskóla Islands. Með
góðum stuðningi starfsmanna
RHÍ var málið undirbúið og hafist
handa af fullum þunga 1990 með
fjárstyrk frá Kennarasambandi
íslands og í rninna mæli frá
menntamálaráðuneyti. Tæp 80%
grunn- og framhaldsskóla eru
tengdir íslenska menntanetinu í
maí 1993 og Kennaraháskóli
íslands nýtir menntanetið fyrir
nær 100 manna hóp sem stundar
almennt kennaranám í fjarnámi
árin 1993-1996.
Og hvar stöndum viö
nú?
Vorið 1991 könnuðu Náms-
gagnastofnun og Fræðsluskrif-
stofur eign grunnskóla á tölvu-
búnaði og notkun hans. 179 skólar
áttu þá a.m.k. 1 tölvu. 127 gáfu
upp notkun á skrifstofu, 155 notk-
un kennara, 85 notkun kennslu-
forrita, 102 kennslu á notendafor-
rit (allir ritvinnslu, 41 töflureikni
og 35 gagnagrunna) og47 kennslu
forritunarmála (32 Lógó og 15
Basic). Hér er hins vegar ekki
aðstaða til að fjalla nánar um
eðli notkunar og í hve miklum
mæli hún hefur áhrif á skólastarf.
Nokkur munur kom fram á áhersl-
um milli landssvæða, t.d. var
kennsla forritunarmála algengust
í Reykjavík, en kennsluforrit voru
algengust í kennslu á Norðurlandi
eystra.
Kannanir af þessum toga veita
ekki aðeins almennar og fræð-
andi upplýsingar heldur hafa þær
haft áhrif á skólayfirvöld. Þannig
kom í ljós í ofanskráðri könnun
að fjöldi nemenda á hverja tölvu
á Austurlandi var 22 (lægsti fjöldi
þar) en í Reykjavík voru 57
nemendur á tölvu. Skólayfirvöld
Reykjavíkurborgar tóku myndar-
lega á þessu máli árið 1992 og
1993 með því að veita samtals
15 milljónum króna í tölvukaup
haustið 1992. og 25 milljónum
krónaárið 1993. Meðþvíbreytist
staða Reykjavíkurskóla í að vera
28 nemendur á tölvu. Jafnframt á
þar sér stað inikil fræðsla fyrir
kennara og umræða og skoðana-
skipti.
Eins og lesa má af þessu sögulega
yfirliti hefur tölvunýting í vaxandi
rnæli fléttast inn í eðlilegt skóla-
starf og má sjá þess merki t.d. í
ársskýrslu Fræðsluskrifstofu
Norðurlands eystra fyrir skóla-
árið 1991-1992. Þess eru einnig
farin að sjást merki í skrifum og
stefnumörkun einstakra skóla. En
áheildargrundvelli erþessi þróun
of hægfara, of ómarkviss og ekki
nógu sýnileg. Mannaráðningar
til þessa málaflokks hafa verið
stopular og ekki nóg hugað að
skipulegu samstarfi þeirra stofn-
ana sem annast námstjórn, náms-
elnisgerð og kennaramenntun.
Þegar nýbreytnistarf er í gangi er
samstarf af þeim toga afar mikil-
vægt og stuðningur við þá sem
eru aðfetanýjarslóðir. Ný stefnu-
markandi rit senr konrið hafa út á
undanförnum 5 árum, Mennt er
máttur. Skólastefna Kennarasam-
bands íslands (1988), Aðal-
námskrá grunnskóla (1989), Til
nýrrar aldar. Framkvæmdaáætlun
menntamálaráðuneytisins í skóla-
málum til ársins 2000 (1991) og
skýrsla nefndar um mótun
menntastefnu, Áfangaskýrsla
(1993) koma lítið sem ekkert inn
á það hvernig tölvunotkun utan
og innan skóla muni breytanáms-
aðstæðum og formi náms og er
vart hægt að segja annað en að
það beri nokkru ábyrgðarleysi
vott. Skoða þarf námsskár og
önnur stefnumótandi skrif fyrir
skóla með hliðsjón af þeirri tækni
sem við búum við og með þekk-
ingu áþví hvernig nýta megi hana
sem best. Slíka endurskoðun þarf
að vanda mjög en ekki verður
unnt að komast hjá henni ef skólar
eiga að geta sinnt hlutverki sínu
vel.
í skýrslu starfshóps undir forystu
dr. Odds Benediktssonar til
menntamálaráðuneytis haustið
1982 var minnt á nauðsyn þess
að kennarar og yfirvöld yrðu
samstíga í uppbyggingu þessa
málaflokks og að yfirvöld tækju
ekki fram fyrir hendur kennara
þannig að skilningur þeirra á
mikilvægi væri tryggður. Nú, 11
árum síðar, má segja að alhliða
stefnumörkun sé ekki enn í
sjónmáli. En nú er hins vegar
vaxandi hópur manna innan ísl-
enskra skóla og kennaramennt-
unar sem hefur góða þekkingu á
málinu og því tímabært að hefja
alhliða stefnumörkun varðandi
tölvunotkun í menntakerfi
þjóðarinnar.
Hérer valinn sákosturað sleppa
heimildalista, þar sem hann er
talsvert langur. Bent erhins vegar
á að höfundur vinnur að gerð
lista yfir íslensk skrif urn tölvu-
væðingu í skólum og geta þeir
sem hafa áhuga haft samband og
falast eftir honum.
Anna Kristjánsdóttir er
prófessor við Kennara-
háskóla Islands og vara-
formaður Skýrslutœkni-
félags Islands.
Punktar...
"Reiknivélin getur ekki átt
frumkvæði að neinu. Hún
getur gert allt það, sem við
erum fær urn að skipa henni
að gera."
Haft eftirLady Lovelace, sem
var uppi á síðustu öld.
L
49 - Tölvumál