Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 41
September 1993
Tölvuvæðing fasteignamats
Stefán Ingólfsson
Árin 1965 til 1971 voruallarfast-
eignir á Islandi skoðaðar og
metnar. Það var mikið og dýrt
verk, unnið eftir sérstökum lögum
um svonefnt aðalmat fasteigna
sem sett voru 1963. Framan af
þessari öld voru allar fasteignir á
landinu metnar í aðalmötum á 10
til 20 ára fresti. Menn gerðu sér
grein fyrir því 1963 að verkefnið
var mun viðameira en síðasta
aðalmat sem lauk 1942 þvíþjóðin
hafði stækkað og mikið verið
byggt. Þess vegna var ákveðið
að nýta nýjustu tækni í upplýs-
ingavinnslu. Verkið var gríðar-
lega stórt, mannfrekara, kostnað-
arsamara og tók lengri tíma en
menn óraði fyrir í upphafi. Laus-
lega áætlað tók aðalmatið hátt í
300 mannár og kostaði tæplega
600 milljón krónur á núgildandi
verðlagi.
Við framkvæmd þess var tölvum
beitt í ríkara mæli en áður þekktist
í hliðstæðum verkum. Yfirfast-
eignamatsnefnd hafði yfirumsjón
með framkvæmd matsins á öllu
landinu en í hverri sýslu og kaup-
stað störfuðu fasteignamats-
nefndir sem mátu eignir hvert í
sínu umdæmi. Fasteignamats-
nefnd Reykjavíkur hafði tals-
verða sérstöðu því erfiðustu
vandamálin við skráningu og mat
fasteigna var að finna í höfuð-
borginni auk þess sem matsum-
dæmið var það langstærsta.
Menn stefndu frá upphafi að því
að tölvuvæða skráningu eign-
anna. Sú reynsla sem aflast hafði
við vélvæðingu og vinnslu þjóð-
skrárinnar nýttist vel í þeim til-
gangi. Skráning og mat fasteigna
er þó flóknara en íbúaskráning
svo leysa þurfti mörg vandamál
sem menn höfðu ekki tekist á
við áður. Fasteignamatsnefnd
Reykjavíkur ákvað að ganga enn
lengra og láta tölvu reikna út
matsverð alls íbúðarhúsnæðis í
borginni.
Upplýsingasöfnun var miðuð
við að tölvuskrá svo ítarlega lýs-
ingu á hverju íbúðarhúsi að tölva
gæti á hverjum tíma reiknað út
matsverð þess. Matið mætti
þannig endurskoða hvenær sem
væri miðað við breyttar verð-
lagsforsendur. Þetta var afar metn-
aðarfull ákvörðun því nánast
engar fyrirmyndir var að hafa
erlendis frá svo þróa þurfti að-
ferðir frá grunni. Hliðstæð við-
fangsefni voru líklega ekki leyst
fyrr en liðlega áratug síðar í
Bandaríkjunum.
Til þess að leysa verkefnið stóðu
nefndinni tvær tölvur til boða.
Tölva Reiknistofnunar Háskól-
ans, IBM 1620, hafði nægilega
mikið reikniafl og minni til að
framkvæma matsreikningana.
Innra minni hennar var 20 K og
að auki hafði hún seguldiska að
stærð 1 MB. Tölvan réði hins
vegar ekki við skráavinnslu. Hún
gat lesið hin hefðbundnu gata-
spjöld og gatað út ný spjöld með
upplýsingum en slíkt dugði að
sjálfsögðu ekki. Afkastageta
prentara Reiknistofnunar var
einnig takmörkuð, 100-200 línur
ámínútu. I Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar var tölva
af gerðinni IBM 1401 með 4 K
minni en enga seguldiska. Við
hana voru hins vegar tengdir af-
kastamiklir prentarar. Öll skráa-
vinnsla hjá SKÝRR var þá fram-
kvæmd í sérstökum spjalda-
vinnsluvélum því skrár voru ekki
enn varðveittar á segulböndum
heldurgataspjöldum. Skráamálin
breyttust þó því á meðan vinnsla
fasteignamatsins stóð yfir fékk
SKÝRR öflugri tölvubúnað, IBM
360/30 með segulbandastöðvum
og 1 MB seguldiskum. Reikni-
í kerfismynd sem
greinarhöfundur
gerði af þessari
"dreifðu"
tölvuvinnslu 1973
var að finna
óvanalegt tákn.
Pað var
"sendibifreið"
getan var þó enn of lítil til að
tölvan gæti annað útreikningi
fasteignamatsins.
Fyrir þennan tölvubúnað, IBM
1620 og IBM 1401 með tilheyr-
andi jaðartækjum, var hannað
tölvukerfi sem reiknaði mat fast-
eigna hliðstætt því sem enn er
gert hjá Fasteignamati ríkisins.
Segja má að kerfið byggðist upp
41 - Tölvumál