Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 21
September 1993 alltaf í viðbragðsstöðu og með símann við rúmið því eitthvað gat bilaði hvenær sem var sólarhringsins. Oft kom það fyrir, þegar ekki gafst tími til að fara heim að kveldi, að ég fór úr viðgerðarsloppnum, braut hann sarnan, lagði undir höfuðið og sofnaði á milli vélanna. En það voru fleiri en ég sem unnu mikið t.d. Guðmundur Sveins- son starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem hafði, ásamt Áka Péturssyni fulltrúa hjá Hag- stofunni, lært að keyra vélarnar. Ég kallaði Guðmund ávallt 07 vegna þess að dugnaði hans og útsjónarsemi mátti Ieggja að jöfnu við dugnað og útsjónar- semi James Bond! Guðmundur var mikill atorku- maður og vann oft sólarhring- unum saman án þess að faraheim. Oft hafði hann þann háttinn á, þegar prenta þurfti út, að hann hlóð vélina með 3000 spjöldum og lét prentarann mala en það gaf vissan takt í herbergið. Síðan lagði hann sig út í horni en hrökk ávallt upp þegar prentarinn stoppaði, hlóð þá aftur með 3000 spjöldum og svona gat þetta gengið í langan tíma. Maöur getur lokast... Það var oft erfitt að vera aleinn með vissa sérþekkingu og hafa í rauninni engan til að ræða við þegar upp komu flóknar bilanir. Eitt sinn varð bilun í vélasam- stæðu og lá ég yfir henni í sólar- hring og baslaði við að reyna að finna hvað var að en fann það ekki. Það endaði með því að ég pantaði sérfræðing frá Dan- rnörku til að gera við þetta. Sá kom fljótt og var aðeins 5 mínútur að sjá hvað var að. Mér þótti þetta heldur neyðarlegt, ég hafði algjörlega lokast og ekki komið auga á tiltölulega einfaldan hlut. MestitölvukaMinn Á þessum fyrstu árum tölvu- tækninnar á íslandi voru margir menn með mikla tölvudellu, en Gunnlaugur Björnsson í Útvegsbankanum bar þó höfuð og herðar yfir aðra. Hann var svo fljótur að tölvusetja að undrun sætti. Gunnlaugur tölvu- setti t.d. spjaldskrárkerfi fyrir víxla á einni helgi en það verkefni var talið nokkurra vikna verk og umboðsmenn vélarinnar í Dan- mörku töldu að verkefnið passaði vélinni alls ekki. Þessi lausn kom sér vel því að í kjölfarið seldi ég 13 vélar af sömu gerð sem heita mátti undan- tekning á mínu markaðssvæði. Punktar... Upphaf upplýsingatækni á íslandi "Sá bóndi mundi harla ófróð- ur þykja um sinn hag og lítill búmaður, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks, eða kynni tölu á hversu margt hann ætti gangandi fjár. En svo má og hver sá þykja harla ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir nákvæmlega fólkstölu á landinu eða skipt- ingu hennar eða tölu gangandi tjár eða sérhverja grein í at- vinnu landsmanna. I fáum orðum að segja, sá sem ekki þekkir ásigkomulag landsins eða sem vér köllum hagfræði þess í öllum greinum sem glöggvast og nákvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gagn og nauðsynjar; hann veit ekkert, nema af ágizkun, hvort landinu fer frarn eða aftur, hann getur ekki dæmt unr neinar uppástungur annarra í hinum merkilegustu málum, né stungið sjálfur upp á neinu nema eftir ágizkun, hann getur ekki dæmt um neinar afleið- ingar viðburðanna, sem snerta landsins hag, nemaeftir ágizkun." Upphaf formála, sem Jón Sigurðsson ritaði í fyrsta hefti af "Skýrslum um lands- hagi á íslandi", sem Bók- menntafélagið gaf árlega út 1855-1875. Hagtíðindi, febrúar 1964. 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.