Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 25
September 1993 Beinlínukerfið og þessi mikla notkun þess, hafa að sjálfsögðu valdið síaukinni þörf fyrir fleiri og stærri tæki. Sjálf megintölvan, IBM 3090/200J, sem hefur 128 Mb innra minni, 45 MIPS hraða og 128 Mb ytra minni (expanded storage), kom í apríl 1990 og er í dag "keyrð áfelgunum" tvo fyrstu afgreiðsludaga í mánuði, en dugar vel aðra daga. Mælingar sýna sífellt fleiri 10 mín. bil með 100% CPU-notkun þessa 2 fyrstu daga hvers mánaðar. Hámarks- Meðalfærsluverð 1976-1992 framreiknað til meðalverðlags 1992 (skv. veröstuöli ríkisskattstjóra) afköst eru væntanlega á bilinu 32-33 aðgerðir á sekúndu, en meðalfærslufjöldi á sekúndu á afgreiðslutíma fyrstu 6 mánuði þessa árs var 22,16. Svartíminn innan vélar var á sama tímabili að meðaltali 0,32 sekúndur, sem er nokkur aukning frá ársmeðal- talinu 0,27 sek. 1992. Fjarskiptatölva RB er nú IBM 3745/410. Diskarými RB verður væntanlega, þegar þetta er lesið, 195,5 Gb eftir aukningu um 31,5 Gb í ágúst 1993. Þóvður Siguvðsson ev fovstjóvi Re i k n i s t ofu bankanna. Punktar... Mannekla á Hagstofunni í Hagtíðindum, febrúar 1964 er kafli um fyrstu ár Hag- stofunnar. Þar kemur fram að Hagstofan hafi tekið til starfa í ársbyrjun 1914 "í tveimur herbergjum" og voru ráðnir tveir menn til starfa auk eins sem var í hlutastarfi. Svo segir: "Nokkuð bætti það þó úr skák, að við stofn- un Hagstofunnar voru keyptar handahenni tværreiknivélar, önnur samlagningarvél skrif- andi, sem aðallega var notuð við úrvinnslu verzlunar- skýrslna, en hin margföld- unar- og deilivél. Höfðu slík tæki eigi áður verið notuð hér við hagskýrslugerð. Munu þetta vera hinar fyrstu reiknivélar, er fluttust hingað til lands. Margföldunarvélin nefndistTrinks-Brunsviga, og var hún bæði stærri, þyngri og hávaðameiri en vélar þær, sem nú eru notaðar, en hún var sterk er enn í notfæru standi." 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.