Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 46

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 46
September 1993 Bretlandi var um að ræða sérstakt átak til að auðvelda kennurum unglinga og síðar bama að nota tölvur í starfi með nemendum sínum. Skipuleg þróunarverkefni sérfræðinga í námsgreinum, kennara og forritara fóru þar brátt að skila afrakstri sem fólk í ná- grannalöndum gat horft öfundar- augum til. Með þessum hugbún- aði varð umræðan um mögu- leika tölva sem kennslutækja og á hvern hátt þessi tæki gætu haft áhrif á nám bama og unglinga á allan hátt raunhæfari. Áður en lengra er haldið er rétt að beina sjónum aðeins nánar að íslenskum skólum. Grunn- skólar í landinu era yfir 200, sumir með nemendur allt frá 6 að 16 ára aldri, aðrir takmarkað aldurs- skeið. Um þriðjungur þeirra hefur 50 nemendur eða færri og aðeins tveir ná 1000 nemendum. Islenskir grannskólar eru því mj ög ólíkir og vart hægt að bera saman aðstæður frá einum skóla í annan. Þeir starfa þó allir eftir sömu aðal- námskrá. Framhaldsskólar eru tæplega50. Stærðþeirra ereinnig mismunandi svo og sérhæfing. Námskrá þeirra er með nokkuð öðrum svip en námskrá grunn- skóla, þar er nær eingöngu um að ræða umfjöllun um námsgreinar. I námskrám er m.a. að finna fyrir- mæli um innihald náms og nokkur umfjöllun um kennsluhætti og námsgögn. Fráeinstaklings- framtaki til yfirsýnar í ársbyrjun 1982 skipaði mennta- málaráðherra fimm manna starfs- hóp sem líta skyldi á tölvur og skólastarf. Dr. Oddi Benedikts- syni var falið að veita hópnum forystu. Hópurinn kannaði stöðu tölvuvæðingar í skólakerfinu, bæði á grunnskólastigi og fram- haldsskólastigi og lagði fram tillögur varðandi stefnumótun, framkvæmdir og kostnað bæði hvað snerti starf í grunn- og fram- haldsskólum en einnig þær sem lutu að menntun kennara á þess- um skólastigum, endurmenntun starfandi kennara og þörf á lengra framhaldsnámi. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu til mennta- málaráðuneytis vorið 1982 og lokaskýrslu í árslok ásamt urn- fangsmikilli samantekt á því sem varþáaðgerastískólum. Skýrslan var því miður aldrei gefin út og innihald hennar lítið kynnt opin- berlega. Hins vegar hafði hún veruleg áhrif í starfi þriggja hópa sem skipaðir voru árið eftir til að líta nánar á afmarkaða þætti, m.a. kennaramenntun, og einnig í framkvæmdum kennaramennt- unarstofnana og víðar. Ákvörðun um samræmd tölvu- kaup fyrir framhaldsskóla 1984 hafði talsverð áhrif og náðu þau einnig til grunnskóla. Mennta- málaráðuneyti ákvað þá að koma að hálfu til móts við skóla með kaup innan ákveðinna marka. Nokkuð voru skiptar skoðanir um þetta val á töl vukosti og tókust þar einkum á hinar bresku BBC tölvur og hinar bandarísku Apple Ile sem urðu ofan á. Sumir skóla- menn vildu líta meira til framtíðar og festa kaup á PC tölvum frá IBM sem voru nýkomnar á mark- að en talsvert dýrari. Eftir á séð má segja að þarna hafi skólamenn strax skipst í þá þrjá vélbúnaðar- flokka sem greinilegir hafa verið undanfarinn áratug þótt afl hafi margfaldast, aðgengileiki oghug- búnaðarframboð. Aðstaða framhaldsskóla breyttist eins og hér segir talsvert og gerði þeim kleift að bjóða nemendum í vaxandi mæli fræðslu á þessu sviði. Einna mesta eftirtekt vakti þó líklega þróun Verzlunarskóla íslands sem ákvað skömmu eftir World Conference of Computers in Educationa í Sviss 1981 að leggja mikla áherslu á þennan málaflokk. Grunnskólar áttu meira á brattann að sækja varðandi tölvukaup en framhaldsskólar en skilningur manna var þá almennt enn lítill á möguleikum tölvubúnaðarínámi ogkennslu. Litu margir fremur á að fræðsla af þessum toga byggi nemendur fyrst og fremst undir beina þátttöku í atvinnulífi eða framhaldsnámi en að þessi tæki væru gagnleg til náms almennt. I kjölfar kennaranámskeiða fóru augu manna þó að opnast smáin saman. Tölvur tíndust hins vegar inn í grunnskóla sem gjafir félaga- samtaka eða foreldra eða vegna ákvörðunar sveitarstjórna. I broddi fylkingar voru oft áhuga- samir og starfsfúsir kennarar. Ýmislegt varð til stuðnings þess- um kennurum og má nefna hálfs mánaðar fræðsludagskrá, Tölvur og grunnskóli, sem Kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar stóð fyrir í ársbyrjun 1984 og átti þar samstarf við Kennaraháskóla íslands, menntamálaráðuneyti, fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir- lestrar, innlendir og erlendir, fræðslufundir, sýning á vélbún- aði, hugbúnaði og lesefni var meðal þess sem í boði var. Um svipað leyti hófst samstarf nokkurra áhugamanna um ísl- enskun frumskipana forritunar- málsins Lógó en það var hannað við MIT til þess að skapa þrosk- andi námsumhverfi á sviði stærð- fræði og fleiri námsgreina. Þetta starf markaði tímamót í sögu ísl- ensks hugbúnaðar fyrir skólastarf og er um margt einstakt sé litið á allt í samhengi, íslenskun hug- búnaðar, kennslubækur um Lógó og markvissa tilraunakennslu. 46 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.