Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 3
Skýrslutæknifélag íslands 25 ára
I upphafi tölvualdar
Sýning
haldin í Geysishúsinu við Aðaistræti
dagana 3. til 19. september 1993.
í tilefni 25 ára afmælis SÍ ákvaö stjórn félagsins
og afmælisnefnd aö efna til sýningar á tölvubúnaði
og þróun hans á þessum 25 árum. Á tímamótum
sem þessum er oft nauösynlegt að staldra aöeins
viö og skoða hvað hefur gerst hér á íslandi í
tölvumálum.
Viö þurfum aö varöveita þau tæki sem hafa
valdið straumhvörfum í sögu tölvunotkunar hér á
landi. Viö þurfum að safna myndum af helstu
atburöunum og minnast þeirra tölvumanna sem
markaö hafa djúp spor. Komandi kynslóðir munu
hafa áhuga á þessari þróun og þaö er á okkar
ábyrgö aö varðveita sem best þessa sögu.
Ákveðið var aö leita til sérfróðra aðila og hafa
Þjóöminjasafn íslands og Árbæjarsafn hafa lagt
fram mikilvæga þætti við undirbúning og útlit.
Sýningin tekur til eftirfarandi þátta:
- Sýning á tölvubúnaði sem notaður hefur verið á
íslandi síöasta aldarfjórðung, frá gataspjalda-
vélum til ferðatölva af fullkomnustu gerð.
- Sýnd þróun ávélbúnaði ásíðastaaldarfjórðungi.
- Skýrr og Póstur og sími munu kynna dæmi um
þá þjónustu sem þeir veita og standa fyrir
sérstökum dagskráratriðum.
Ýmsar uppákomur verða auglýstar sérstaklega
og má þar meðal annars nefna:
- Ottó A. Michelsen og fleiri munu segja frá og
sýna hvernig gömlu vélarnar voru notaðar.
- Gerð sjónvarpsauglýsinga með aðstoð tölvu.
- Hvernig tölvutæknin getur verið sem hjálpartæki
fyrir fatlaða.
- Kynning á íslenska menntanetinu, en þaðbyggir
á nýjustu tækni í tölvusamskiptum.
- Tölvur notaðar við gerð tónlistar.
- Hugbúnaðargerð sem ný útflutningsgrein.
Er þetta aðeins hluti af því sem verður á boð-
stólum.
Undirbúning sýningarinnar hafa annast: Kjartan
Ólafsson, Ottó a. Michelsen, Frosti Bergsson,
Gunnar Linnet og Laufey Ása Bjarnadóttir af hálfu
SÍ, Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafnsins og Unnur
Björk Lárusdóttir frá Árbæjarsafni.
Ritnefnd Tölvumála hefur helgað sýningunni
þetta tölublað í heild sinni og fylgir það henni sem
sýningarskrá. Hér er fjallað um söguna og þróun
tölvumála undanfarinna ára í mörgum merkilegum
greinum.
Notkun tölvutækninnar í íslensku þjóðlífi er stað-
reynd í dag. En við erum aðeins að taka fyrstu
skrefin, 25 ár er ekki langur tími. Búast má við að
á næstu 25 árum verði þróunin enn hraðari en fyrstu
25 ár tölvutækninnar. Það má því með nokkurri
vissu segja að undanfarinn aldarfjórðungur marki
upphaf tölvualdar.
Það er von okkar að sá fróðleikur og munir sem
verða á sýningunni og skrif greinahöfunda í sýn-
ingarskrá verði til þess minna okkur öll á að varð-
veita minjar um upphaf tölvualdar.
Sýningin er opin virka daga kl. 9 -18 og um helgar kl. 11 -18.