Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 45

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 45
September 1993 Dæmi um upphaf tölvuvæðingar Islenskir skólar Anna Kristjánsdóttir Tölvuvæðing lætur fá svið mann- legs lífs ósnert. Atvinnulíf hefur breyst vegna hennar og mun að líkindum breytast enn meir í fram- tíðinni. Daglegt líf heimila hefur breyst fyrir tilkomu fjölþættrar tölvutækni og veigamiklir mála- flokkar sem varða allan almenn- ing svo sem heilbrigðismál og menntamál bera einnig merki um hana hvort á sinn hátt. í tilefni yfirlitssýningar Skýrslutækni- félags íslands í samstarfi við Ár- bæjarsafn og Þjóðminjasafn skal hér freistað að rekja í stuttu máli sögu tölvuvæðingar í íslenskum grunn- og framhaldsskólum og þeim stofnunum sem þeim tengj- ast, en mjög verður stiklað á stóru. Undir tölvuvæðingu eru þó flokkaðir margmiðlar og fjar- skipti sem byggja á tölvuvæð- ingu. Frumskref stigin Árið 1971 hóf Háskóli íslands að bjóða fram nám til BS gráðu í stærðfræði og innan þess var að finna reiknifræði. Nokkrir þeirra sem luku þessu námi lögðu síðan stund á uppeldis- og kennslufræði og fóru til kennslu í framhaldsskólum. Brautryðj- endur í að kenna á tölvur og um tölvur í framhaldsskólum er einkum að finna í þessum hópi. Kennsla þeirra var unnin við erfiðar aðstæður en einkenndist fyrst af forritun og voru verkefnin gjarnan á sviði stærðfræði en þróaðist síðan út í almennari verkefni og reyndi minna á stærð- fræðiþekkingu. Fyrstu nám- skeiðin sem haldin voru fyrir framhaldsskólakennara á sviði tölvufræða gefa glögglega til kynna áherslur á hverjum tíma og þær aðstæður sem rnenn bjuggu við í vélbúnaði og hugbúnaði en þau fjölluðu um eftirfarandi: 1973 Námskeið í Fortran II 1974 Námskeið í APL 1978 Töluleg greining 1979 Rafeindatækni 1980 Vélbúnaður og hugbún- aður og BASIC forritun. 1982 Karel the Robot og PASCAL forritun. 1983 Ritvinnsla og gagna- grunnur. Vert er að taka eftir þeirri breyt- ingu semverðurum 1980.BASIC foiritun tekur við af tæknilegri málum enda einkatölvan koinin fram á sjónarsviðið. Notkunar- svið eru farin að fá meiri athygli eins og kynningin á Karel the Robot gefur til kynna og nám- skeiðið 1983. Og segja má að tímabært hafi verið orðið að fara í alvöru að ræða um tölvu- notkun í skólum. Fyrstu skrefin sem stigin voru tengd grunnskóla voru námskeið fyrir kennara sem haldin voru 1978 og 1979 í samstarfi endur- menntunardeildar Kennarahá- skóla íslands og Reiknistofnunar Háskóla Islands. Þetta voru fyrstu kennaranámskeiðin þar sem BASIC var kennt, nýkomið á eina tölvu RHI. En forritun fékk aðeins um 50% tímans. Auk þess var fjallað lítillega um gagna- vinnslu, þróun tölvutækninnar, tölvunotkun í erlendum grunn- skólutn og í íslenskunt mennta- skólum og kynning var á tölvu- notkun í fyrirtækjum. Þá var varið tíma í umræður um hugsanleg áhrif tölvuvæðingar á skólastarf. Einstaka grunnskólar eignuðust tölvur á næstu árum og hófu áhugasamir kennarar að fikra sig áfram. Kennsla var mest á ungl- ingastigi en undantekningar voru þó á því. Upp úr 1980 var ljóst að brýn þörf var orðin á að fjalla um þessi mál af meiri festu, athuga hvað var að gerast í skólum og styðja það starf sem einstaklingar í skólum og kennaramenntun höfðu þegar sett af stað. Urn þetta leyti var einnig ljóst að hugbúnaðargerð sem sérstaklega miðaði við nám og kennslu skipti miklu máli. Sérstök forrit til nota í skólastarfi var þá að finna í ýmsum nágrannalöndum og þótt þau þættu líklega fátækleg til fara í dag leyndist margur gull- molinn undir fábreyttri ásýnd. í nokkrum nágrannalöndum, t.d. 45 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.