Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 31
September 1993 kom skipulögðu þeir vinnslurnar og skrifuðu helstu forritin. Síðan fóru þeir með alla spjaldabunkana til Danmerkur til að prófa forritin. Svo kom tölvan og þá fyrst var hægt að keyra forritin hér og það hafði víst bara gengið vel. Þessi saga gefur góða mynd af því hvað frumstæðar aðstæðurnar voru og hvað mikið átak það hefur verið að koma hinni nýju tækni á. Haustið 1968, sama árið og Skýrslutæknifélagið var stofnað, fengu Skýrr nýja tölvu. Hún var af gerðinni IBM 360. Þetta var stórt skref fram á við. Nýja tölvan var búin segulbandsstöðvum, seguldiskum og lesstöð fyrir gata- ræmur. Þessi tölva gat samt aðeins unnið eitt verk í einu eins og gamla 1401 vélin. Það var svo í ársbyrjun 1973 að Skýrr fengu IBM 370/135 tölvu, nýja kynslóð, mun öflugri en fyrirrennarann. Henni fylgdi stýrikerfið DOS og nú var unnt að keyra mörg verk samtímis. Hugbúnaöargerö Við gerð hugbúnaðar var for- ritunin aðalvinnan. A þessum árum voru öll forrit götuð í spjöld og forritun því mjög seinleg mið- að við það sem við þekkjum nú. Kerfisfræðingar hjá Skýrr skrif- uðu forritin á sérstök eyðublöð og "sendu þau í götun". A götunar- stofu Skýrr unnu 12-15 manns við að gata vinnslugögn við- skiptavina og forrit kerfisfræð- inganna í spjöld. Það var hávaða- söm vinna og erfið fyrir axlimar, enda var vöðvabólga í herðum og hálsi landlægur kvilli meðal þeirra. Þegar kerfisfræðingarnir fengu forritin sín til baka í spjöldum þurfti að prufukeyra þau. Komu þá oft frant einhverjir gallar, annað hvort kódunar- eða götunarskekkjur. Þáþurfti að láta gata ný spjöld fyrir þau sem voru gölluð og endurtaka prófunina. Talsverður tími gat liðið frá því að forrit var fyrst skrifað þar til endanleg útgáfa var tilbúin til notkunar. Disklingar og runuvinnslunur Um 1975 komu skráningarvélar sem skráðu á 8" disklinga til sögunnar. Það var mikil framför bæði hvað snerti vinnuskilyrði, villuprófun og afköst. Þó voru þeir til sem söknuðu spjaldanna og fannst þeir missa tengsl við gögnin sín. Ég man eftir einum manni sem fannst disklingarnir afturför og kvartaði um að hann gæti ekki lengur þreifað á færslunum sínum! Fram undir 1980 voru öll verk í formi runuvinnslna. Breytingar voru skráðar á eyðublöð og þeim safnað til götunar eða skráningar á disklinga. Eftir vikuna eða mánuðinn var svo allt lesið inn, villuprófað, leiðrétt með sama hætti og úrvinnslur keyrðar til loka. í flestum tilvikum er þetta fyrirkomulag stirt, þótt það geti hentað sumum viðfangsefnum. Sívinnsla og net Sívinnslan, sem hófst um 1980, var eitt af stóru framfarasporunum í tækniþróun hjá Skýrr. Nú sátu notendur við skjái sína og skráðu breytingar jafnóðum og þær urðu til. Fjarlægð skipti heldur ekki máli og í fyrsta sinn sátu notendur við sama borð hvar sem þeir voru á landinu. Til að byrja með voru eingöngu notaðar leigðar símalínur til að tengja notendur við Skýrr og netið var lokað SNA net. Ástand línanna var mismunandi eftir landshlutum og því ef til vill nokkuð orðum aukið að allir landshlutar hafi setið við sama borð. Eitt sinn þegar notendur víða af landinu hittust hjá Skýrr kom fram megn óánægja nokkurra þeirra með uppitíma línanna. Einn þeirra, frá kauptúni á Vest- fjörðum, lagði þó fátt til málanna. Ég sneri mér að honum og spurði hvort allt væri í lagi þar. "Nei," svaraði viðkomandi, "en við erum svo vön því að geta ekki hringt til Reykjavíkur heilu dagana að okkur finnst þetta ekkert tiltökumál". Þessirbyrjunarörðugleikar eru nú aðeins gamlar minningar. Netið er ekki lengur til trafala. Leigðu línumar í símakerfinu eru nú mjög áreiðanlegar. Tengingar hafa einnig færst í auknum mæli yfir á almenna gagnanetið og net Skýrr er ekki lengur lokað SNA net heldur opið öllum algengum gerðum búnaðar. Gagnagrunnskerfi og forritunarmál af fjóröu kynslóð Árið 1983 tóku Skýrr upp gagna- grunnskerfið ADABAS og með því forritunarmálið NATURAL. Það má telja með stærri framfara- sporum í sögu Skýrr því það gjör- breytti aðferðum við gerð sí- vinnslukerfa, stytti framleiðslu- tíma og jók stórlega möguleika við meðferð gagna. Nýtt stýrikerfi Um 1986 var sívinnsla orðin ráðandi hjá Skýrr og gantla DOS kerfið, sem hafði að vísu verið þróað mikið og hét nú orðið 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.