Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 34
September 1993
Saga Reiknistofnunar Háskólans
Oft hefur maður heyrt eða séð
skrifað að Reiknistofnun hafi
verið stofnuð 1976. Meira að
segja var hátíðlega haldið upp á
tíu ára afmæli stofnunarinnar 4.
apríi 1986. En sagan er í raun og
veru lengri, eða allt frá 1964, og
er í þremur hlutum. Má með
sanni tala um að Reiknistofnun
hafi farið í gegnum þrjú æv-
iskeið: Reiknistofnun hin eldri,
Reiknistofnun hin nýrri, og þar á
milli Reiknistofa Raunvísinda-
stofnunar.
Reiknistofnun hin
eldri
Reiknistofnun hóf starfsemi sína
1964 í kringum IBM 1620 vél
sem Framkvæmdabankinn gaf
Háskólanum í tilefni af tíu ára
afmæli sínu, 10. febrúar 1963.
Kaupverð var þá 2,8 milljónir
króna, eftir að reiknaður var inn
sá 60% afsláttur sem IBM veitti
vísindastofnunum frá raunverði.
Armann Snævarr sem þá var há-
skólarektor sagði við afhendingu
gjafabréfsins að þetta væri ein
mesta gjöf sem Háskólanum
hefði nokkru sinni borist. Raf-
heilinn, eins og fyrirbærið var
kallað í dagblöðum, var settur
upp í desember 1964 í kjallara
húss Raunvísindastofnunar sem
þá var enn í byggingu. Bersýni-
lega var ekki hægt að kalla tæki
þetta "tölvu" þar sent það orð
hafði ekki enn verið fundið upp.
Það kom fyrst fram árið 1965 í
samtali milli Sigurðar Nordals
og Magnúsar Magnússonar.
Magnús var ennfrenrur fyrsti
forstöðumaður stofnunarinnar.
Til glöggvunar skal það tekið
fram að þegar IBM 1620 var
fyrst sett upp var hún með 20 KB
minni og inntaks/úttaks tækin
voru ritvél, gataspjaldalesari og
gatari. Semsagt, seguldiskarvoru
ekki enn komnir og ekki heldur
prentari. Síðan var minnið
stækkað úr 20 í 60 KB, segul-
diskur kom, með fyrsta vísi að
frumstæðu stýrikerfi, og prentari.
Reiknistofnun Mark II
íkringum 1973 varReiknistofnun
færð til í skipulagi, og gerð að
stofnun innan Raunvísindastofn-
unar Háskólans. Það fyrirkomu-
lag virðist ekki hafa heppnast
sérstaklega vel, eins og best sést á
því að forstöðumaður kom strax
með tillögu um að Reiknistofu
Raunvísindastofnunar yrði skipt
í Reiknifræðistofu og Reikni-
þjónustu. Forstöðumenn stofn-
unarinnar á þessu tímabili voru
þeir Þorkell Helgason, Oddur
Benediktsson og Jón Þór
Þórhallsson. Vélbúnaðurinn var
áfram IBM 1620.
Reiknistofnun hin
nýrri
Nýjasti kafli í ævisögu Reikni-
stofnunar byrjaði við komu IBM
360/30 vélar árið 1976. Með
sérsamningi við IBM á íslandi
fékk Reiknistofnun endurgjalds-
Douglas A. Brotchie
laus afnot af tölvunni í þrjú ár
(sem síðan urðu fjögur). Skipu-
lagsbreyting átti sér stað á sama
tíma og reglugerð var gefin út af
Menntamálaráðuneytinu 11.
rnars 1976 um starfsemi stofnun-
arinnar. Þar er hlutverk hennar
skilgreint í þremur liðum:
- Annast rekstur reiknimið-
stöðvar við Háskóla íslands
til úrvinnslu verkefna kennara
og nemenda og annarra starfs-
manna ...
- Annast reikniþjónustu fyrir
aðila utan Háskólans ...
- Gangast fyrir námskeiðum og
fyrirlestrum til kynningar á
nýjungum ...
Sú reglugerð var í gildi í fjórtán
ár, eða þangað til ný reglugerð
var gefin út 14. rnars 1990 eftir
langan aðdraganda og undir-
búning. f henni er hlutverkið
útvíkkað nokkuð og við tekur
ný skilgreining í átta liðum.
Meðal annars bættist þar við að:
- vera háskólaráði og einstökum
deildum til ráðuneytis um
upplýsinga- og tölvutækni ...
- byggjauppogrekaupplýsinga-
og gagnanet fyrir Háskóla
íslands, og annast þjónustu við
notendur;
- koma upp og reka, í nánu
samráði við deildir, aðstöðu
fyrir nemendur allra deilda til
kennslu og náms ...
- fylgjast með alhliða þróun í
tölvutækni ...
- hafa yfirsýn yfir eign, notkun
og þekkingu Háskóla íslands
á tölvubúnaði ...
- tryggja vitneskju starfsmanna
34 - Tölvumál