Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 32
September 1993 DOS/VSE, var alls ekki viðun- andi stjórnkerfi lengur. Því var nú skipt út fyrir MVS/XA, einnig frá IBM. Samvinnsla Samvinnsla hófst árið 1991. Það ár fóru tvö slík kerfi í rekstur. Mikil þróun er nú í biðlara/ miðlaratækni og öðrum skeyta- sendingum milli tölva. Á síðasta ári hófst rekstur á EDI, þ.e. skjalalausum samskiptum milli tölva. Þeim fjölgar ört sem nýta sér þá tækni. Ársins 1993 verður líklega síðar minnst m.a. vegna tengingar við gagnabanka Evrópubandalagsins. Þróun tölvustóls Margar kynslóðir af tölvum hafa verið í notkun hjá Skýrr síðan fyrsta 370 vélin kom árið 1973. Fram yfir 1980 var nokkrum sinnum skipt í stærri 370 vélar eða þær stækkaðar sem voru í notk- un. Árið 1981 fengu Skýrr nýja móðurtölvu af gerðinni IBM 4341, model 1. Ein vél al' þeirri gerð er enn í notkun. Auk hennar hafa Skýrr haft nokkrar aðrar IBM vélar úr 43 seríunni sem hafa verið stækkaðar og endurnýjaðar hvað eftir annað. Árið 1987 kom enn ný gerð af móður- tölvu til fyrirtækisins, IBM 3090. Nú er aðalmóðurtölva Skýrr af þeirri gerð, IBM 3090-200J, og er verið að stækka minni hennar í 256 MB. Auk þess keyra Skýrr IBM 4381, model 92E, gömlu 4341 vélina, þrjár míkró VAX tölvur og HP 9000 töl vu, auk staðarneta, gátta og fleiri tölva. Á flestra borðum eru nú einmennings- tölvur, bæði hjá starfsmönnum Skýrr og notendum í netinu. Framtíð tölvumiðstöðva Á áttunda áratugnum fór val- kostum í tölvuvæðingu fyrirtækja og stofnana fjölgandi og um 1980 komu einmenningstölvur fram á sjónarsviðið. Hvað eftir annað hefur endalokum stórra tölvu- miðstöðva verið spáð, þar sem ný tækni geti nú leyst þær af hólmi. Þróunin í heiminum virð- ist þó ekki benda til að svo verði í bráð. Hvert nýtt tæknispor hefur ekki aðeins aukið möguleika á staðbundinni upplýsingavinnslu heldur einnig víkkað þjónustu- svið tölvumiðstöðvanna. Mönnum er að verða Ijósari þörf á samræmingu í meðferð og við- haldi upplýsingasafna. Öryggis- Úr vélasal Skýrr 1972 mál eru yfirleitt betur leyst mið- lægt, bæði afritun og aðgangs- stýring. Erfitt og dýrt er að byggja upp á mörgum stöðum sérhæfða þjónustu þar sem tækniþekking er mikilvægur þáttur. Eftirlit með kostnaði og með réttri meðferð upplýsinga er auðveldara þar sem heildaryfirsýn næst. Athuganir aðila eins og t.d. Gartner Group gefa til kynna að miðlæg upp- lýsingavinnsla sé mun ódýrari en dreifð þegar litið er á alla þætti. Búast má við aukinni samnýtingu tölvumiðstöðva og minni tölva, þ.e. áframhaldandi þróun í formi hvers kyns samvinnslu, fremur en því að hver aðili loki sín viðfangsefni innan eigin veggja. Þjóðbraut upplýslnga Upplýsingakerfin sem Skýrr hafa þróað tengjast hvert öðru á ýmsan hátt og skiptast á upplýs- ingum innbyrðis. Mörg fyrirtæki í einkarekstri sækja upplýsingar og skila inn í þau með tengingu við Skýrr. Þekking og yfirsýn yfir hin flóknu upplýsingaskipti þjóðfélagsins hefur byggst upp hjá Skýrr í gegnum tíðina. Nú er einn mikilvægasti þátturinn í þjónustunni að greina og hanna viðamikil upplýsingakerfi sem notuð eru á landsvísu. Langt er 32 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.