Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 6
Október 1996 svið í upplýsingatækninni. Enn skortir þó verulega á að auðvelt sé að tengjast hverjum sem er. Margt er enn ógert í stöðlun þótt áfangar hafi náðst. 3. Fjölbreytt úrval þjónustu og upplýsinga, fjölbreytt miðl- unarform, fjölbreyttir úr- vinnslumöguleikar. Sérfræðingar eru sammála um að hér sé þróunin rétt að hefjast. Þeir möguleikar sem felast í meðferð hvers konar efnis á staf- rænu formi verða nýttir til hins ítrasta. Tímatal Þróun upplýsingatækninnar má skipta í tímabil út frá tilteknum megineinkennum. Þetta er gagnlegt til að átta sig á því hvert stefnir og eins er fróðlegt að átta sig á stöð- unni einmitt núna séðri í þessu Ijósi. Ég leyfi mér að benda á kvarðann. Tímaásinn nær frá 1970 fram yfir 2030. Á Y-ásnum er not- endafjöldi, og er veldisvöxtur á kvarðanum (sjá mynd). Fyrsta tímabilið er kennt við fyrirtœkjatölvur, stórar, sérhæfðar og einangraðar. Næst er tímabil einstaklingstölvunnar, fyrst með stökum ótengdum tölvum, síðan í netum. Hvað sem segja má um aðra punkta á tímaásnum er unnt að marka upphaf þessa tímabils mjög nákvæmlega sumarið 1981, þegar IBM setti PC-tölvuna á markað. Þótl allmargar gerðir einmenningstölva, þar á meðal Apple, hafi þá verið fáanlegar í nokkur ár varð þessi atburður til þess að innleiða þær í fyrirtækin. I þriðja áfanga, tímabili almennr- ar samtengingar, hefst umræðan um hraðbrautir upplýsinga, en þær munum við sjá verða að veruleika á næstu áratugum. Hér eru skilin á milli fjarskipta- og upplýsinga- tækni að hverfa, kostnaður við fjarskipti og búnaðarkaup lækkar umtalsvert og samskiptaaðferðir landa á milli verða samræmdar. Samkvæmt myndinni er þetta tímabil nú rétt nýhafið. Um árið 2010 verður svo jarðvegurinn orð- inn frjór fyrir raunverulegt upplýs- ingasamfélag þar sem áhersla verður á innihald og þjónustu frek- ar en tækni. Margmiðlun ræður ríkjum. Takmarkanir á bandvídd verða horfnar. Pappírslaus við- skipti hafa hlotið almenna út- breiðslu. Öryggisráðstafanir hafa náð þeim þroska sem viðskiptalífið krefst. Almenningur mun hafa aðgang að margmiðlunarkerfum á jafnauðveldan hátt og hann hefur nú að sjónvarpi og síma. Hvort sem menn eru sammála um að kalla þetta fyrirbæri bylt- ingu eða ekki má ljóst vera að í hreyfingu þar sem notendafjöldi hundraðfaldast á hverjum tuttugu til þrjátíu árum (eins og ráða má af myndinni), er gífurlegt afl að leysast úr læðingi.Við Islendingar teljum okkur með nokkrum rétti sérfræðinga í því að virkja náttúru- öflin. Ef rétt er að staðið, ekki síst að menntun jafnt ungra sem ald- inna, tel ég að við eigum að geta virkjað afl upplýsingabyltingar- innar með þeim hætti að það verði okkur drjúg auðlind um ókomin ár. Megi þessi ráðstefna marka spor í þá átt. Jóhann Gunnarsson er lieiðursfélagi íSkýrslu- tæknifélagi Islands Skolastarf og upplýsingatækni Ráðstefnan Skólastarf og upplýsingatækni var haldin í samráði við Kennaraháskóla íslands og 3F Félag tölvu- kennara. Undirbúningsnefnd skipuðu: Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóli, frá Skýrslu- tæknifélagi íslands, formaður undirbúningsnefndar Anna Kristjánsdóttir, prófessor, frá Kennaraháskóla íslands Magnús Magnússon, kennari, frá 3F Félagi tölvukennara. Undirbúningsnefnd fór þess á leit við ritstjórn Tölvumála að eitt tölublað yrði helgað málefnum ráðstefnunnar og var því vel tekið. Ingibjörg Jónasdóttir, fræðslustjóri Búnaðarbanka íslands, var fengin til þess að ritstýra þessu tölublaði. Allt efni sem birtist í blaðinu er tengt ráðstefnunni og upplýsingatækni í skólastarfi. Ávarp menntamála- ráðherra Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, flutti ávarp á ráðstefnunni Skólastarf og upplýs- ingatækni. Ávarpið er birt í heild á heimasíðu menntamála- ráðherra: http//www.centrum.is/bb 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.