Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 18
Október 1996 um blöðum, þar á meðal Politiken og Ekstra bladet. Nú hefur verið gerður samningur við UNI-C (http://www.uni-c.dk/), danska tölvumiðstöð um menntun og rann- sóknir, um tæknilega umsjón en ráðuneytið hefur áfram umsjón með innihaldi og efni. Saman standa þessir aðilar að uppbygg- ingu nets sem kallast Sektornet (http://www. sektornet.dk/) sem mun byggja upp þjónustu við menntastofnanir. í Finnlandi hófust formleg tölvunetasamskipti skólanna árið 1993. Fræðslumálastofnunin sér um uppbyggingu netsins (http:// www.edu.fi/) en frá heimasíðu þess má tengjast Eystrasaltsríkjun- um. Fyrst farið ér að nefna það, er gaman að skoða skólanetið í Eistlandi (http://www.edu.ee), sérstaklega hugmyndir þeirra um s.k. Tiger leap. í Færeyjum hefur verið sett upp skólanetið Sleipnir (http:// www.sleipnir.fo/) en það fékk styrk úr vestnorræna sjóðnum. Umsjón með innihaldi netsins hefur Landsmiðstöðin sem er nokkurs konar Námsgagna- stofnun og kennslumiðstöð í einni stofnun. Tæknibúnað- urinn er á Fróðskaparsetrinu sem er háskóli þeirra Fær- eyinga. Færeyingar byggja erfitt land og því er síma- samband við litla bæi oft ótryggt. Unnið er að úrbótum og ætti að vera nokkuð þægilegt að komast í samskipti og samstarf við færeyska skóla og kennara. Erfitt hefur verið fyrir Græn- lendinga að tengjast Intemetinu, en Internetið var opnað almenningi þar í janúar 1996. Lítið sem ekkert er komið af upplýsingum fyrir grænlenskt skólanet en skoða má síðu grænlensku heimastjórnar- innar (http://www.gh.gl/) og menntamálaráðuneyti heimastjóm- arinnar (http://www.gh.gl/UK/ HOMERULE/Mce.htm). A Islandi hefur íslenska menntanetið (http://www. ismennt.is) séð um íslensku hlið skólanetsins. I upphafi var það því einkafyrirtæki sem sá alfarið um íslenskt skólanet en eftir breytingar síðast liðið sumar er menntanetið fluttist inn í Kennaraháskóla Isl- ands er netið komið undir mennta- málaráðuneyti þ.e. bæði tæknileg þjónusta og innihald íslenska skólanetsins. Tölvusamskipti í norskum skólum hafa tíðkast lengi og voru Norðmenn líklega fremstir á þessu sviði þangað til upp úr 1990 er bakslag kom vegna rangra ákvarð- ana um þróun. Norska náms- gagnastofnunin (http://www.nls. no/) hefur fengið það hlutverk að sjá um innihald netsins en Telenor (http://www.skoleveien.telenor.no) Upplýsingaveita þeirra er mark- viss og uppbygging vefsins öflug. Líklega má segja að eins og staðan er í dag sé vefurinn þeirra áberandi bestur. Norræna skólanetið - Óðinn hefur verið mikilvægur liður í uppbyggingu skólaneta á Norður- löndunum og þá sérstaklega vegna samstarfs milli Norðurlandanna. Samræmingar og tengingar milli netanna eru smekklegar og virðast löndin hafa náð því markmiði að styrkja hvert annað í uppbyggingu Internets í menntamálum á Norð- urlöndunum. Lára Stefánsdóttir er kerfisfrœðingur TVI og sjálfstœtt starfandi um tæknilega útfærslu. Norska skólanetið er liður í framkvæmda- áætluninni „Upplýsingatækni í norskri menntun" (http://odin. dep.no/kuf/publ/it-plan/) sem stendurtil ársins 1999. Ríkisstjórn Svíþjóðar fól Skol- verket (http://www.skolverket.se/ skolnet/index.html) að sjá um að þróa sænska skólanetið í apríl 1994. Hér er átt við innihald og útfærslur en tæknileg þjónusta er á frjálsum markaði. Segja má að Svíar, sem voru ekki farnir að vinna mikið með tölvusamskipti í skólum á þessum tíma, hafi tekið stórt stökk á ekki lengri tíma. Úr landafræðiprófi: „Hverjir eru helstu atvinnu- vegir Svisslendinga?“ Svar: „Þeir stunda mikið land- búnað s.s. eplagerð, auk þess sem kýrnar mjólka vel.“ Úr ritgerð nemanda um Jón biskup Arason: „ ... en hann sat á Hjólum í Haltadal.“ 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.