Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 10
Október 1996 f tvo heila vetur hittust kenn- arar reglulega ásamt leiðbeinanda og ræddu um skólastarfið, nánast frá A til Ö. Kennarahópurinn var langt frá því að vera einlitur í skoðunum en þegar upp var staðið var viðhorfsbreytingin gagnvart hlutverki kennarans í skólasamfél- aginu dýrmætust, að mínu mati. Það, að hver og einn kennari hefði raunverulega um það að segja hvernig hinir gera. Sameiginleg ábyrgð allra varð til varðandi stefnumörkun á hinum ýmsu svið- um. Þar á meðal í tölvumálunum. Nú kom öllum allt við. Vélritunarkennarinn (ath. ekki tölvukennarinn), sem einnig kenndi ýmsar bóklegar greinar í unglinga- deildinni, vildi hætta að láta krakk- ana burðast með ritvélar í skólann og nýta tölvurnar í staðinn. Stærðfræðikennari á miðstigi vildi fá aðgang að tölvustofunni fyrir sinn bekk í forritunarmálinu Lógó m.a. til að ná námsmark- miðum í rúmfræðinni. Spurningar fóru að vakna um það hvort tölvukennarinn eða vélritunarkennarinn ættu ekki að leyfa krökkunum að setja upp rit- gerðir sínar í samfélagsfræði í ritvinnslukennslunni eða vélritun- artímunum. Þannig, smám saman, jókst þekking kennaranna á því hvernig þessi tækni gæti nýst hinum „námsgreinunum“ og veggir náms- greinarinnar „tölvur“ tóku að bresta. Almennir bekkjarkennarar voru famir þykjast hafa vit á tölvu- málum enda ekki furða því margir þeirra voru nú búnir að fjárfesta í tölvu og þær farnar að verða snar þáttur í skipulagningu kennsl- unnar. Sú ákvörðun kennarahópsins sem spratt út úr starfsleikninám- inu að hver bekkjarkennari skyldi gefa út bekkjarnámskrá átti hvað mestan þátt í því að kennaramir lærðu að notfæra sér sífellt öflugri ritvinnslu í tölvum. Hver kennari bar ábyrgð á uppsetningu og út- gáfu bekkjarnámskrárinnar fyrir sinn bekk. Svona til gamans má geta þess að mikill innbyrðis metingur varð um það hver væri með fallegustu forsíðuna og voru veittar viðurkenningar. Þetta hleypti kappi í hópinn og teikni- forrit og myndabankar komust í tísku og enn jókst þekking hópsins á möguleikunum. Samkeppni þessi datt síðan uppfyrir þegar einn kennaranna varð uppvís að því að leita á náðir auglýsingastofu í bænum!! Það taldist svindl. Tölvukennarinn hvarf skyndilega Það var ákveðið reyðarslag þegar tölvukennarinn hætti störf- um við skólann vorið 1991. Ekki fékkst annar sams konar og kenn- arahópurinn taldi sig ekki kunna að kenna á tölvur, þ.e. Basic, töflu- reikni og stýrikerfið. Við vorum lent í svipuðum aðstæðum og fjöldi skóla, þ.e. að sá aðili sem ábyrgð bar á tækjakostinum og kunni alla „tækni-klækina“ hvarf skyndilega af sjónarsviðinu og enginn annar var í stakk búinn til að taka við. Almennir bekkjarkennarar sátu uppi með allt góssið og var engin önnur tölvunotkun í gangi næsta veturinn en sú að þeir kennarar sem höfðu verið að bjóða nemend- um upp á að nota ritvinnslu í ritgerðum og Lógó í stærðfræði héldu áfram sínum þreifingum. Einnig bárust okkur tvö eða þrjú „stór“ kennsluforrit í líffræði og landafræði, nokkurs konar alfræði- fomt á þröngum sviðum og voru þau strax virkjuð íkennslu af fag- greinakennurum efstu bekkjanna. Að tölvuvæða „neðan frá“ Haustið 1990 réðust til skólans nokkrir nýútskrifaðir kennarar. Þar á meðal 2 úr stærðfræðivali KHÍ. Þar kynntust þeir m.a. því hvað kennsluforrit geta haft að segja í stærðfræðinámi. Tveir þessara kennara höfðu skrifað lokaritgerð í KHI um tölvunotkun á yngsta- og miðstigi grunnskólans. Á þeim þekkingargrunni var ráðist í að kaupa 6 BBC-tölvur. Kennslu- fomtin voru frá svokölluðu Tölvu- vinafélagi og mátum við þau þannig að þau hentuðu helst byrj- endabekkjum og miðstiginu og voru tölvurnar því staðsettar þar. Ráðinn var fagstjóri til að sinna þessari uppbyggingu og sem dæmi um verkefni þá greindi hann kennsluforritin í takt við þau mark- mið sem almennur bekkjarkennari setti í bekkjarnámskrár þannig að auðvelt væri að para saman mark- mið með viðfangsefnum bekkja og markmið kennsluforrita. Til dæmis var markmið bekkjarnámskrár í stærðfræði að nemandinn öðlaðist skilning áuppbyggingu tugakerfís- ins. Þá gatkennarinn auðveldlega fundið það markmið í forrita- pakkanum og kynnt sér og notað forritið. Haldnir voru fundir með kennurum 1.-4. bekkjar þar sem farið var yfir hvernig hugsanlegt væri að nota svona kennsluforrit markvisst í kennslu. Erfiðlega gekk í fyrstu og notk- unin var mest „gulrótarnotkun“, eins og við kölluðum það, þ.e. ekki markviss eftir viðfangsefni bekkjar heldur fengu krakkarnir að leika Þegar börn, sem nýbyrjuð eru að læra dönsku, eru beðin um að snúa íslenskum setningum yfir á dönsku getur ýmislegt spaugilegt litið dagsins ljós, eins og sannaðist þegar 12 ára gamall drengur var beðinn um að þýða „Hvern sjáum við á myndinni?“ yfir á dönsku. Þýðing hans var svona: „Vern ser vi a la graf?“ 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.