Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 11
Október 1996 sér í tölvunum ef þau stóðu sig vel í námsbókunum. En með aukinni reynslu komust kennarar á sporið með gildi þessara forrita. Önnur óvænt þróun átti sér stað með þessar BBC-tölvur í neðstu bekkjunum sem varð til þess að þessi tölvukaup verða að teljast hin þörfustu í dag. Með í forritapakk- anum var nýtt, einfalt ritvinnslu- forrit sem nefnt er Trítill. Þetta forrit er sérhannað til notkunar fyrir yngri böm og var algjör auka- bónus. Þarna voru kennararnir á heimavelli ef svo mætti segja, þekktu möguleika ritvinnslunnar og tengdu vinnu bekkjanna í ritun strax Trítli. Sögugerð á tölvu í neðstu bekkjunum blómstraði. Kennarahópurinn hafði aldrei velt þeirri spurningu upp hvaða áhrif það hefði ef neðstu bekkirnir hefðu aðgang að ritvinnslu. Hvaða áhrif lyklaborð og ritvinnsluforrit gætu haft á lestrarnám barna? Slíkar vangaveltur lágu í loftinu en ekki var ráðist með neinum form- legum hætti í að svara þeim. Kenn- ararnir báru þó mikið saman reynslu sína og þótti sýnt að tölv- urnar í byrjendabekkjunum væru komnar til að vera. Þegar líða tók á þennan vetur þótti staða mála orðin ansi sérstök. Það var verið að „tölvuvæða neðanfrá", eins og einhver sagði. A ekki frekar að einbeita sér að þeim nemendum sem hafa meiri möguleika á að læra á þessi tæki? Allir kennarar eru „tölvukennarar“ Miklar umræður fóru fram í hópnum um notkunarmöguleika PC-tölvanna í efstu bekkjunum. Úr ritgerð um köttinn: „Fyrir ofan munninn eru tálknin, en þau eru mjög lyktnæm.“ Miðstigskennarar vildu einnig komast að í ritvinnslu í tölvu- stofunni. Þessar aðstæður urðu til þess að ákvörðun var tekin um að reyna að gera sem flesta kennara sjálfbjarga í tölvustofunni með bekkjum sínum. Gekk þetta eftir en tæknileg vandamál hömluðu verulega þessari tilraun. í tvo vetur reyndum við að halda úti þessari tölvustofu þannig að bekkjar- kennarar gátu kallað á aðstoð ef nauðsynlega þyrfti vegna tækni- legra vandamála en þeir sáu alfarið um innihald og framkvæmd þess sem verið var að nota tölvurnar í. Ekki verður rakið hér hvað kom fyrir blessaðar tölvurnar en m.a. gerðu vírusar mikinn usla þannig að tölvurnar urðu stöðugt erfiðari viðfangs. Tölvustofunni var lokað öðrum en „ofurhugum“ í liði kennara. Það sem gerði útslagið var þegar einhverjir nemendur, sjálfsagt með miklu meiri þekkingu á stýrikerfunum en við kennararnir, komu málum þannig fyrir að þegar kveikt var á nokkrum tölvanna komu eintóm fúkyrði blikkandi á skjáinn. Fengist hefur staðfest að tveir sökudólganna stefna nú hraðbyri að því að gerast einhvers konar fræðingar í tölvumálum. Þessa tvo vetur er líklegt að hugtökin „vélritunar-“ og „tölvu- kennari“ hafi dáið út í hugum kennara. Astæðan var sú að notk- unin var stöðugt að færast yfir á hinar hefðbundnu námsgreinar og tölvurnar áttu aðeins að vera tæki sem nýttust þeim. Tæknin var að verða að tæki til að ná markmiðum en ekki markmið í sjálfu sér. Þetta viðhorf átti síðar meir eftir að hafa mikil áhrif á tölvustefnu skólans. Úr ritgerð um „vatnið": „Vatnið er nauðsynlegt. Ef ekkert vatn væri, gætum við ekki lært að synda og þá myndum við drukkna.“ Þróunin er samstarfs- verkefni allra Á þessum tíma fóru að heyrast fyrstu raddirnar um að við yrðum að fara að hugsa dæmið til enda, þ.e. frá 1. bekk og upp úr. Aðallega voru þetta vangaveltur út frá þeirri hugmynd að ef krakkarnir væru með ritvinnslu i fyrstu bekkjunum og seinna meir á miðstigi hvað yrði þá um fingrasetninguna. Færi hún ekki forgörðum og festust krakk- arnir ekki í éinhverri vitleysu? Þróunin var langt frá því að leggjast af þrátt fyrir erfiðleika í tölvustofunni. Margir kennara- fundir voru lagðir undir tölvumál næstu misserin til að grafast fyrir um það sem við vildum gera í tölvumálum skólans. Málin voru rædd fram og aftur og sjónarmiðin samræmd. Dæmi um spumingar sem tekn- ar voru til umræðu eru: - Hvaða áhrif hefur ritvinnslu- notkun í bekk á kennsluna / námið og hverju mundi hún breyta um úrvinnslu eða val verkefna í bekknum? - Er eingöngu verið að kenna ungum krökkum vélritun svo að það nýtist þeim í 8. bekk og ofar, t.d. í ritgerðavinnu í samfélagsfræði og íslensku? Er þá ekki best að framkvæma þessa kennslu þar? - Verður vélritunarkennslan hrein viðbót við bekkjarstarfið (námið) eða er hægt að spinna notagildi ritvinnslu saman við á eðlilegan hátt? - Hvað með skriftarkennsluna? Ættum við að eyða minni orku í hana þar sem það er vitað að nútíma Islendingurinn notar Úr ritgerð um hafið: „I hafinu umhverfis Island er allt fullt af risastórum smáfiskum.“ Tölvumál - 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.