Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 29
Október 1996
Norrœnn tungumáladiskur
Sýnishorn bókxnennta á færeysku,
samísku og grænlensku verða einn-
ig á diskinum og óskað hefur verið
eftir að íslendingar sjái um kynn-
ingu fombókmennta.
Hérlendis verður lögð áhersla
á að diskurinn nýtist í kynningu
allra grannmálanna og bókmennta
grannþjóðanna og því sé ekki
ástæða til að þýða danska, norska
eða sænska efnið.
Norrænn diskur til
tungumálakennslu
Fimm norræn skólabókaforlög
hafa tekið sig saman um að fram-
leiða margmiðlunardisk til tungu-
málakennslu. Ákveðið var að byrja
á að hanna disk til enskukennslu
en meiningin er að hægt verði að
nota sömu undirstöðu til að búa
til diska til kennslu í öðrum tungu-
málum. Diskinn á að vera hægt að
nota sem ítarefni með hvaða
grunnefni sem er og verður einkum
ætlaður 14-16 ára nemendum.
Áhersla er lögð á að efnið í heild
verði áhugavekjandi, fallegt, hafi
húmor, sé ekki of flókið og nýtist
nemendum með mismunandi getu.
Alfræði íslenskrar
tungu
Markmiðið er að gefa málnot-
endum á öllum aldri, allt frá grunn-
skóla til háskóla, tækifæri til þess
að leita fróðleiks af sem allra flestu
tagi um tunguna. Viðfangsefni
verksins verður íslensk tunga í
víðasta skilningi.
Framtíðarhlutverk
Námsgagnastofnunar
Snemma á sl. vori gaf mennta-
málaráðuneytið út skýrslu „I krafti
upplýsinga“. Þar kemur fram mjög
metnaðarfull stefna ráðuneytisins
í upplýsingatækni og hlutverk
Námsgagnastofnunar er þar skil-
greint sem „lykilhlutverk“ í öflun
hugbúnaðar fyrir grunn- og fram-
haldsskóla - og mikil þörf á að gera
myndarlegt átak í útgáfu kennslu-
forrita.
Hér er tæpt á nokkrum atriðum
úr skýrslunni þar sem Námsgagna-
stofnunar er getið og hvers vænst
er af henni:
- Námsgagnastofnun þarf að
gegna lykilhlutverki í öflun
hugbúnaðar fyrir grunn- og
framhaldsskóla.
í því felst:
- Verkefnastjórnun í gerð
kennsluhugbúnaðar.
- Grófhönnun kennsluhugbún-
aðar.
- Gerð kröfu- og útboðslýsinga.
- Eftirlit með verkefnum.
- Mat á kennsluhugbúnaði.
- Mat á umsóknum um styrki til
þróunar á kennsluhugbúnaði.
- Dreifing til menntastofnana.
- Krafa um breytta áherslu í upp-
Tölvumál - 29