Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 13

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 13
Október 1996 Tölvuvæðing grunnskólanna í Reykjavík Eftir Þórð Kristjánsson og Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur Hér verður í stuttu málifjallað um það hvernig yfirvöld borg- arinnar hafa búið að grunnskól- unum í Reykjavík hvað varðar tölvukost. Því verður lýst hvaða áherslur voru lagðar og út frá hvaða forsendum var gengið. Þá verður skýrtfrá því hvaða hugmyndir frœðsluyfir\>öld hafa nú um þessi mál með tilliti til breyttra aðstæðna þegar allur rekstur grunnskólans er kominn til sveitarfélaganna. Árið 1990 var gerð könnun á tölvueign allra skóla á landinu. Könnunin var framkvæmd af þá- verandi fræðsluskrifstofum. Þar kom í ljós að grunnskólarnir í Reykjavík stóðu nokkuð aftarlega hvað varðaði tölvukost. Vélarnar voru fáar og gamlar. Þó kom fram að víða var unnið athyglisvert starf með nemendum þar sem tölvur voru notaðar, en greinilegt var að tækjaskortur háði kennurum. Þá má geta þess að víða á landsbyggðinni höfðu skólarnir tengst Islenska Menntanetinu, en slíkt var næsta fátítt í Reykjavík. Á árunum 1992 og 1993 varð breyting á þessum málum er borg- aryfirvöld keyptu til skólanna á annað hundrað vélar í tveimur áföngum. Þá var og sú stefna mót- uð að setja upp nettengdar tölvu- stofur í skólum með unglingadeild- um. Á þessum tíma var einnig gerð- ur samningur um tengingu allra skólanna við Islenska menntanetið. Samfara þessum tölvukaupum var settur á laggirnar samstarfs- hópur á vegum borgarinnar, Fræðsluskrifstofunnar, Kennara- háskólans, tölvukennara og ísl- enska menntanetsins, er skyldi gera tillögur að hvernig kennurum nýttist þessi vélakostur og skipu- leggja námskeið fyrir þá. Segja má að með þessu hafi verið lagður ákveðinn grunnur að tölvueign skólanna. Síðustu ár hefur endurnýjunin því miður gengið heldur hægt fyrir sig en þó hefur miðað í rétta átt og nefna má að nokkuð átak hefur verið gert í að tækjavæða ritara og skóla- stjómendur. Þessi hægagangur orsakast þó ekki af áhugaleysi heldur fremur af því að á árinu 1994 var tekin sú ákvörðun að nettengja saman alla skólana. Samfara því hefur verið unnið að því að koma upp staðarnetum í skólunum. Þessari framkvæmd er ekki enn að fullu lokið og hún hefur verið dýr og því dregið úr öðrum fjárfestingum á sviði tölvumála. Víðnetið eða Skólanetið er svona uppbyggt (sjá mynd): Allir skólarnir eru tengdir saman innbyrðis og við Skóla- skiifstofu - Fræðslumiðstöð og við Ráðhús Reykjavíkur, Skýrr og tölvudeild borgarverkfræðings. Frh. á nœstu síðu Frh. affyrri síðu myndum af nemendum og vinna þær síðan áfram í tölvunum. Einnig er ætlunin að útfæra hugmyndir um notkun töflureikna á miðstiginu til að ná ýmsum markmiðum í stærðfræði. I vetur mun enn ein nýjungin líta dagsins ljós. Fyrirtækið Borg- arplast átti stórafmæli á árinu og gaf fyrirtækið skólanum eitt bekkj- arsett af svo kölluðum Ritþjálfa. Svo virðist sem þetta tæki geti nýst vel í allskyns textavinnu og til þjálfunar í fingrasetningu. Við hugsum okkur Ritþjálfann á mið- stiginu, nánar til tekið í 5. og 6. bekk þar sem stefna okkar kveður á um að fingrasetning eigi að lærast. Á þessari yfirferð sést að tölvu- flóran í Grunnskólanum í Borgar- nesi er býsna fjölbreytt. BBC- tölvur og einn Arkimedes á neðsta stiginu, Ritþjálfinn í 5. og 6. bekk og svo Macintosh margmiðlunar- tölvur í tölvuveri. Með þennan tækjakost munu kennarnir í Borg- amesi í sameiningu halda áfram að læra á tæknina, kynna sér nýjar leiðir og síðast-en ekki síst velta því fyrir sér hvernig þeir geta sem best undirbúið nemendurna fyrir það hlutskipti að vera nýtir borg- arar upplýsingaþjóðfélagsins. Þór Jóhannsson er kennari við Grunn- skólann í Borgarnesi Tölvumál - 13

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.