Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 37
Október 1996 Harpa Hreinsdóttir: Fornfræði á Vesturlandi Fomfræði á Vesturlandi er safn vefsíðna sem unnar voru í íslensku við Fjölbrautaskóla Vesturlands, skólaárið 1995- 1996. Veffang Fornfræða á Vesturlandi er http:// rvik.ismennt.is/~harpa/forn/ fvest.html. Allt efni á þessum síðum er unnið af nemendum og kom í stað annarra ritunarverkefna sem hafa tíðkast í áföngunum ÍSL 103 og ÍSL 313. Markmiðin með því að nota Vefinn (WWW) til að birta verkefni nemenda voru þau - aðhvetjanemendurtilaðleggja sig fram við vinnu sína - að æfa nemendur í að meta texta hver annars og sýna ábyrgð í því mati - að kynna nemendum nýja tækni. Vefurinn var sem sagt einungis verkfæri til að ná þessum mark- miðum en aldrei var ætlunin að kenna nemendum sérstaklega að nota Vefinn eða skrifa htm-skjöl. Hins vegar lærði nokkur hópur nemenda hið síðarnefnda af áhuga einum saman og nánast allir lærðu að leita á vef. Tvítugur nemandi við skólann sá fyrst um að koma efninu inn á Vefinn en kennari tók svo við því verki í byrjun nóvem- ber og sá um það til loka skóla- ársins, sem og bréfaskipti, sem voru töluverð. Efnið sem nemendur unnu fjallaði um Laxdælu, Egils sögu, Snorra-Eddu og Snorra Sturluson. Þetta var efni af ýmsum toga, t.a.m. textar um persónur sagn- anna, kort sem sýna sögusvið, teikningar af persónum og atburð- um, bréf samin í orðastað persóna o.s.fr. Til að rekja söguþráð Egils sögu og Laxdælu voru búin til fréttablöð þar sem nýjustu fréttir frá 9. og 10 öld birtust jafnóðum. Einnig voru búin til slúðurfrétta- blöð, uppfull af ábyrgðarlausu slúðri um aðalper- sónur og kónga- fólk! Þegar nem- endur höfðu per- sónulega reynslu af sögustöðum skrifuðu þeir um hana, t.d. skrifaði stúlka, sem alin er upp í Rauðanesi, pistil um stein Skalla-Gríms en steinninn sá er einmitt í næsta ná- grenni. Hún tók líka ljósmyndir af steininum og fleiri nemendur tóku líka ljósmyndir af sögustöðum í ná- grenni við heimili þeirra. Nemendur unnu verkefnin í hópum og máttu oftast velja milli verkefna. Síðan sá dómnefnd, skipuð nemendum, um að meta verkefnin og velja úr þegar margar útgáfur voru af sama verkefninu. Alls tóku um 140 nemendur þátt í þessu verki, 114 á haustönn og 30 á vorönn. Næstum hver einasti nemandi í þessum stóra hópi lagði sig allan fram og rikti mikil vinnugleði í hópunum, sérstaklega á vorönn. Kennsla hefur mér sjaldan þótt jafn skemmtileg og einmitt þetta síðasta skólaár. Tækin sem við höfðum var ein tölva og mótald í kennslustofu. Kennari tengdi tölvuna við sjón- varp þegar hópi nemenda var sýndur afrakstur hverrar vinnu- lotu. Þessar vefsíður vöktu mikla athygli, einkum erlendis, og barst fjöldi bréfa með fyrirspurnum um ODDNY allt mögulegt, auk hróss sem okkur þótti auðvitað gott að fá! Tvisvar sinnum komu erlendir gestir til að sjá vinnuna, við tókum þátt í alþjóðlegu ljósmyndaverk- efni sem hét 24 Hours in Cyber- space, opnugrein um þetta verkefni birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins og loks var gerður stuttur þáttur sem birtist í Dagsjósi. Þessi athygli hvatti nemendur mjög til dáða, sem von var. Framhald þessa verkefnis verð- ur unnið á Laugarvatni, þar sem kennari hefur skipt um vinnustað og starfar nú við Menntaskólann að Laugarvatni. Nemendur þar munu vinna fleiri síður um ýmsa forna texta, sem tengjast því sem gert var á Akranesi. Verkefnið heitir nú „Fom fræði“ og er á http:/ /rvik.ismennt.is/~harpa/forn. Tölvumál - 37

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.