Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 15
Október 1996 ráðuneytisins um notkun upplýs- ingatækni í skólastarfi kemur að góðum notum í því starfi sem framundan er við að móta stefnu Fræðslumiðstöðvar. Þar eru fjöl- mörg atriði sem vert er að huga að, en samt sem áður er mikilvægt að Fræðslumiðstöð og grunnskólar Reykjavíkur móti sína eigin stefnu og taki til sérstakrar athugunar hvernig nýta megi upplýsinga- tæknina enn frekar en nú er í kennslu og í stjórnun. Tölvunet grunnskólanna hefur þróast út frá notkun skólasafnanna á skrán- ingarkerfi Skýrr og einnig hafa skólastjórnendur nýverið fengið aðgang að bókhaldi Reykjavfkur- borgar og hafa því betra yfirlit yfir rekstrarútgjöld skólanna en áður. Notkunin er því nokkur í stjórn- uninni og raunar má segja að nú þegar sé farið að leggja línurnar um töluvert aukna notkun á tölvu- netinu í stjórnunarstarfinu. Menntamálaráðuneytið hefur verið að undirbúa gagnabankann Völvu um skólakerfíð og sá gagna- banki á vafalaust eftir að nýtast vel til að auka aðgengi að upplýs- ingum um skólastarf á Islandi og sem tæki til að auka hagkvæmni í rekstri. Til þess að nota þennan gagnabanka er nauðsynlegt að skólarnir hafi aðgang að Inter- netinu og mun það verða skoðað nú á næstu vikum hvort víðnet skólanna sé nægilega öflugt til að þessi notkun geti gengið snurðu- laust. Jafnframt er gert ráð fyrir að á Fræðslumiðstöð verði byggð- ur upp sérstakur gagnabanki fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Væntan- lega munu skólarnir, þegar fram líða stundir, hafa aðgang að þeim upplýsingabanka um víðnetið. Um tölvukennsluna sem slíka höfum við enn sem komið er minni upplýsingar, en það er sá þáttur sem við teljum brýnt að leggja áherslu á. I því sambandi tökum við undir þær skoðanir sem fram koma í stefnu menntamálaráðu- neytisins um mikilvægi þess: 1) að áhersla verði lögð á að efla gerð íslensks kennsluhugbún- aðar með það fyrir augum að tölvunotkun verði almenn í öllum námsgreinum; 2) að efla endurmenntun og kennslufræðilega ráðgjöf til kennara; 3) að huga sérstaklega að endur- menntun bókasafnsfræðinga og safnakennara til að skólasöfnin geti gegnt hlutverki miðstöðvar upplýsingatækni. Hjá grunn- skólum Reykjavíkur ætti Skólasafnamiðstöð að geta gegnt lykilhlutverki og eru hug- myndir þar að lútandi að kom- ast á umræðustig. Þar sem stutt er síðan Fræðslu- miðstöð tók til starfa og skólarnir rétt að hefja störf má ljóst vera að ekki hefur gefist tími til að kynna starfsmönnum viðhorf tölvukenn- ara grunnskólanna eða annarra þeirra aðila sem eru að vinna að stefnumótun um notkun upplýs- ingatækni í skólastarfi. Nú í haust og vetur verður því leitað eftir viðhorfum þessara aðila og í sam- vinnu við þá mótuð stefna Fræðslumiðstöðvar og grunn- skólanna í Reykjavík. Þórður Kristjánsson, er skólastjóri Seljaskóla og fyrrverandi rekstrar- stjóri Skólaskrifstofu Reykjavíkur Guðbjörg Andrea Jóns- dóttir er forstöðumaður þróunarsviðs Frœðslu- miðstöðvar Reykjavíkur Það hefur löngum tíðkast hjá Kennaraháskólanum að senda kennaranema í svo- kallaða skólakynningu og æfingakennslu. í slíkum heim- sóknum lenda kennaranem- arnir gjarnan í ýmsum uppá- komum, enda veigra nemendur sér lítt við að hrekkja þá. Fyrir nokkrum árum fóru þrír karlkyns kennaranemar í skólaheimsókn í Vogaskóla í þeim tilgangi einum að tölta rnilli bekkja og sjá hvernig starfíð gengi fyrir sig þar á bæ. Nemarnir þrír voru að sjálf- sögðu beðnir að segja til nafns í hverri stofu, sem þeir og gerðu. Enn áðurnefndra nema hefur löngum verið stoltur af nafni sínu, kannski mest- megnis vegna þess hversu sjaldgæft það er. í einum bekknum hefur þessi kennara- nemi upp raust sína og segist heita Stígur. Snýr þá einn nemandi sér að honum og segir glottandi: „Kallaðu mig bara Suðurlandsbraut.“ Er kennai'i í fjölbrautaskóla einum kom inn í stofuna sína til kennslu var búið að krota á töfluna: „Kennarinn er dauður." Hann lét sér ekki bregða heldur tók sér krít í hönd og bætti við: „En kennir samt.“ Það vafðist fyrir nemanda nokkrum að tíðbeygja sögnina „að synda“. Hann komst klakklaust frá nútíð sagnarinnar, en þátíðin var „syndgaði“. Tölvumál - 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.