Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 23
Október 1996 4. mynd Röð verkeininga Námsefninu er raðað í verkeiningar. Hver eining felur í sér aðdraganda, hegðun nemandans og afleiðingar hennar. Með öðrum orðum, það er tilviljun háð hvernig viðrnið um færni nemendanna dreifast. Þegar kennari leggur þekking- arpróf fyrir nemendur sína úr því efni sem hann var að kenna er slembidreifing einkunna eitt aðal viðmiðið sem hann hefur um að prófið sé vel samið og endurspegli færni nemendanna og stöðu þeirra innbyrðis. Upplýsingar um færni nemenda er alltaf gagnlegt að fá, þannig að ljóst sé hvernig landið liggur. Við getum hins vegar velt því fyrir okkur hvort slembidreif- ing einkunna, eftir að kennslu lýk- ur á afmörkuðu námsefni, endur- spegli árangursríka kennslu. Aö vita hvaö nemandinn kann nemandi tekur skyndilega undir sig stökk, hendist eftir næstu áföngum, getur jafnvel sleppt sumum, og er tilbúinn til að vinna áfram á allt öðrum og „erfiðari“ stað í forrit- inu. Við þetta má bæta að þar sem ekki er að finna göt og gloppur í færni nemandans á því námsefni sem hann vann með er auðvelt að byggja ofan á þekkingu hans hvar sem hann er staddur í vinnuferlinu. Þegar kennsluefnið er komið inn í tölvurnar með þeim hætti sem hér er lýst, að hver nemandi getur gengið að ögrandi viðfangs- efni hvar sem hann er staddur, þá breytist allt verklag um leið. Kennarinn verður verkstjóri sem stýrir frammistöðu nemendanna. Að breyta einkunnakerfinu Slembidreifing einkunna í kennslu er algengast að kennrinn fjalli um og fari yfir ákveðið námsefni fyrir nemendur í tilteknum bekk eða áfanga. Allir nemendurnir eiga að fylgja kenn- aranum eftir. Fyrir suma nemend- ur er yfirferðin of hröð og fyrir aðra er of miklum tíma varið í lítið efni. Vinna leggst á kennarann við að finna viðbótarefni handa þeim síðamefndu en stuðningskennsla er úrræði hinna fyrrnefndu. Flestir nemendurnir falla þó í þriðja hóp- inn. Ef geta þeirra er borin við getu hinna hópanna sýnir hún meðalfærni á meðalvinnuhraða. Það er ekki síður mikilvægt fyrir kennarann en það er fyrir nemandann að hægt sé að greina og meta með hlutlægum (objective) hætti árangur kennslunnar. Hugsum okkur að námsefni í til- tekinni grein sé til á fimm kennslu- forritum. Við röðum forritunum í rökrænt og efnislegt samhengi eins og þrepunum innan þeirra, með það „léttasta“ fyrst. Við gefum okkur líka að í hverju forriti þurfi 5. mynd Slembidreifing einkunna Skematísk mynd Slembidreifing einkunna Einkunnir Nemendur eni misvel á vegi staddir í námsefninu þegar við hefjum kennsluna. Þeim nemendum sem þegar liafa náð markfœrni í efni kennsluforritsins er vísað áfram íforritin sem nœst koma í röðinni og hafa „flóknari “ kennslumarkmið. Tölvumál - 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.