Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 3
 Efnisyfirlit 5 Ávarp Jóhanns Gunnarssonar við setningu ráðstefnunnar Skólastarf og upplýsingatækni Ritstjórnarpistill 7 í krafti upplýsinga Guðbjörg Sigurðardóttir 9 Tölvutæknin í Grunnskólanum í Borgarnesi Þór Jóhannsson 13 Tölvuvæðing grunnskólanna f Reykjavík Þórður Kristjánsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 16 Uppiýsingatækni í kennaramenntun Stefnumótunarstarf Kennaraháskóla íslands Anna Kristjánsdóttir 17 Norræna skólanetið - Óðinn Lára Stefánsdóttir 19 Vex vilji þá vel gengur nokkrar grundvallarreglur atferlisfræðinnar við hönnun kennsluefnis Guðríður Adda Ragnarsdóttir 26 Tölvur í sérkennslu fyrir nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika Ólöf Guðmundsdóttir 27 Rafræn útgáfa námsgagna hjá Námsgagnastofnun Sveinn Kjartansson 31 Tölvuvædd upplýsingaöflun á skólasöfnum Kristín Björgvinsdóttur 35 Áhrif upplýsingatækni á námsgreinar Guðmundur Ingi Jónsson 36 Verðlaunaverkefnin Kolbrún Hjaltadóttir Sigrún Jóhannsdóttir Harpa Hreinsdóttir Georg Douglas Hvernig verðum umhverfi - veruleiki nútíma grunnskólabarna árið 2010 þegar þau koma út í atvinnulífið? Hvað eigum við að kenna þeim? Hvernig eigum við að undirbúa þau? Skólastarf og upplýsingatækni er heiti ráðstefnu sem Skýrslutæknifélag íslands hélt í samvinnu við Kennaraháskólann og 3F Félag tölvukennara. Að uppistöðu til er efniviður þessa blaðs frá þessari ráðstefnu. Hana sóttu fjölmargir kennarar, skólamenn og aðrir áhugasamir einstaklingar um þetta málefni og var hún mjög vel heppnuð. Tenging okkar við umheiminn vegur hér þungt á metum. Þá er athyglis- verð viðleitni til að nýta tæknina öllum til hagsbóta bæði þeim sem sýna afburðagetu en ekki síður hinum sem lakar standa að vígi. Þetta hlýtur að teljast jákvæð þróun og merki þess að menn vilji láta tæknina þjóna öllu samfélaginu. Það er umhugsunarefni hve ör tækniþróunin er. Þannig er það sem nothæft er í dag iðulega úrelt á morgun. En sá lærdómur sem við hljót- um að draga af þessu er að haldbesta menntunin, sem við getum fært ungum sem öldnum, hlýtur að felast í því að gera öllum kleift að takst á við nýjungar. Eflaust er nokkuð til í því að sú menntun sem mestu skilar einstaklingnum, í heimi örra tæknibreytinga, er sá skilningur sem eftir situr þegar einstakar staðreyndir eru gleymdar. Ef svo heldur fram sem horfir þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Greinilegt er að hugur er í kennurum og greinilegur framfaravilji. Eftir þessa ráðstefnu hef ég sannfærst um að við getum verið bjartsýn á að hin unga kynslóð fái víðast hvar góða og fjölbreytta innsýn í tæknina og þá fjölbreytni sem hún býður upp á og verði þar með undirbúin undir þá veröld sem bíður hennar. Ingibjörg Jónasdóttir v ________________________________________________________) TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Heimasíða SÍ: http://www.skima.is/sky/ Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Ingibjörg Jónasdóttir Aðstoðarmenn: Svanhildur Jóhannesdóttir Þórður Kristjánsson Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.