Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Side 21

Tölvumál - 01.10.1996, Side 21
Október 1996 2. mynd Að stýra námsferli Skematísk mynd KENNSLU- MARKMIÐ T I M I I upphafi er námsferlinu stýrt með tíðum vísbendingum og viðgjöf sem smám saman er dregið úr erfærnin nálgast kennslumarkmiðið. hversu nákvæmar upplýsingar við þurfum. Stundum er nægilegt að nemandinn kunni að lesa og skrifa, í öðru tilviki þyrftum við e.t.v. að vita hversu vel hann er læs á klassíska músrk. Það er síðan verk kennarans eða kennslufonitsins að skapa þær aðstæður að hegðun nemandans breytist smátt og smátt frá því sem hún var á stöðuprófinu þangað til að hún fellur að þeim kennslumarkmiðum sem sett voru í upphafi. Ihlutun okkar með því sem við köllum kennslu er að stýra vinnuferlinu þannig að nemandinn vinni og leysi viðfangsefnin á sem skemmstum tíma. Aö stýra vinnuferlinu Þótt sagt sé að nemandinn vinni á eigin hraða þá látum við það að sjálfsögðu ekki ráðast af hendingu hver vinnuhraði hans er. Markviss stjórn okkar miðar að því að vinnuferli nemandans verði sam- kvæmt stystu leið á milli punkt- anna upphafsfœrni og markfœrni. Upphafsfæmi breytist í markfæmi, markfærni og kennslumarkmið verða eitt og hið sama. Til að svo megi verða þarf að stýra fram- vindunni skref fyrir skref, greina hana stöðugt, mæla, meta og endurskoða. Með nútíma tækja- búnaði getum við fengið tölulegar og myndrænar upplýsingar um framvindu og árangur í rauntíma. Það eitt að sjá jafnóðum hvernig miðar hefur áhrif á vinnusemi og eykur vinnuhraðann. Það skiptir með öðrum orðum höfuðmáli að við prófum ekki bara í upphafi og lok kennslutímabilsins og látum svo skeika að sköpuðu með það sem gerist í millitíðinni, hvert stefnir og hvort markmiðið næst. Nákvæm stjórn á vinnuferl- inu er sérstaklega mikilvæg þegar byrjendum er kennt. Að kenna byrjanda Við hönnun kennsluforrits þarf að taka mið af stöðu nemandans og undangengnu námsferli hans. Á hann t.d. að baki góða reynslu og námsárangur úr skóla eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra og tekið þátt í umræðuhópum? Eða hefur hann takmarkaða formlega skólagöngu og er langt um liðið frá því að hann var í skóla? Er hann byrjandi í þeirri grein sem á að fara að kenna? Hefur hann flosnað frá námi? Allt þetta skiptir verulegu máli við gerð kennsluforrits og hvar nemandanum er valinn byrj- unarreitur í því jafnvel þótt loka- markmið allra nemendanna séu þau sömu. Á fyrstu stigum kennslunnar hlúum við að vinnuferli nemand- ans og mörkum smá og einföld skref í námsefninu með ítarlegum fyrirmælum og tíðum vísbend- ingum. Það er með kennsluforrit eins og önnur forrit, það verður ekki séð fyrir alla leka og á vinnslustigi þarf að prófa þau á nemendum. Lagfæringar á kennsluforritinu eiga að stytta tímann sem það tekur nemandann að fara yfir það, jafnvel þótt þrep- unum fjölgi. Við gerð kennslu- forritsins fylgjumst við stöðugt með framvindu efnisins og grípum inn í um leið og eitthvað ætlar að fara úrskeiðis. Dveljist nemand- anum við verkið, smækkum við skrefin og fjölgum þeim með því að bæta strax inn nánari fyrirmæl- um og nýjum vísbendingum. Meginreglan er: Ef lausn einhverra þrepa forritsins færir nemandann ekki nær kennslumarkmiðinu ber að sleppa þeim. Lausn þrepanna þarf m.ö.o. að fela í sér nýja þekk- ingu fyrir nemandann eða nýja notkun á gamalli. Takist vel til með hönnunina á forritinu er líklegra en ella að nemandanum takist líka vel til og flestar athafnir hans teljist tækar. Til að nemandinn geti unnið sig áfram eftir kennslufoiritinu gerum við þær kröf'ur að nær allar athafn- ir hans teljist tækar. Það má eig- inlega segja að þannig sé lausn hverrar verkeiningar við kennslu- forritið eins konar PRÓF. Nem- andinn fær upplýsingar jafnóðum sem segja honum hvernig gekk og hvort lausnin teljist tæk. Tækar lausnir breyta námsefninu og opna nemandanum jafnframt aðgang upp á næsta þrep. Það er ekki full- Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.