Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 25
Október 1996 Guðríður Adda Ragnarsdóttir: Hugmyndir að nánara lesefni, merkt l, 2, og 3 eftir áætlaðri þyngd: 2 Borsook, T., & Higginbotham- Wheat, N., 1991. Interactivity: What is it and what can it do for computer-based instruc- tion? Journal of Educational Technology. 31 (10), 11-17. 3 Bruce, G.S. 1996. Quality con- trol: The key to effective train- ing design. Performance Man- agement Magazine. 14, (2), 12- 15. 3 Cooke, N.L., 1984. Misrepre- sentations of the behavioral model in pre-service teacher education textbooks. In W.L. Heward, T.E. Heron, D.S. Hill, & J. Trapp-Porter (Eds.), Fo- cus on behavior analysis in edu- cation (pp. 197-217). Colum- bus, OH: Merrill. 2 Deutsch, W., 1992. Teaching machines, programming, com- puters and instructional tech- nology: The roots of perform- ance technology. Performance & Instruction. Februarv. 14-20. 3 Engelman, S., & Carnine, S., 1991. Theory of Instruction: Principles and applications. Oregon: ADI Press. ISBN 1- 880183-80-3 1 Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 1993. Að kenna með tölvum og samskiptum þeirra á milli. Lesbók Morgunblaðsins. 12. júní, bls. 2. 1 Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 1993. Fjarkennsla með tölvu- samskiptum. Lesbók Morgun- blaðsins. 19. júní, bls.10. 3 Hannafin, M.J., & Peck, K.L., 1988. The design, development and evaluation of instructional software. New York: Macmil- lan. 2 Journal of applied behavior analvsis. 1992, 25, (1). Allt heftið, sem tileinkað var „þeirri ki'eppu sem Skólinn er í; grein- ingu vandans, mati og leiðum til lausna“. 1 Ragnheiður Briem, 1986. Þriðja sjónarmiðið - um tölvur í kennslu. Nv menntamál. 4 (2), 20-23. 2 Skinner, B.F., 1984. The shame of American education. Ameri- can Psvchologist. 39, (9), 947- 954. 2 Vargas, J., 1986. Instructional design flaws in computer-as- sisted instruction. Phi Delta Kappan. June, 738-744. I Þorlákur Karlsson, 1990-1992. Sparnaður framtíðarinnar: Skilvirkari tölvukennsla með fjörun tilsagnar. Islensk félagsrit. tímarit Félagsvísindadeildar Háskóla fslands. 2.-4., 47-58. Hugleiðingar undirbúningsnefndar meðan á undirbúningi ráðstefnunnar stóð Einkenni upplýsingaþjóð- félags eru m.a. þau að við- fangsefni, sem fengist er við, spanna stærra svið en fyrr, teygja anga sína víðar og mörk þeirra eru óljósari en áður. Mikil þróun á sér þannig stað á jöðrum áður afmarkaðra sviða. I upplýsingaleit gerist það oft að hugmyndir kvikna að útvíkkun, breyting verður á upprunalegri áætlun og kostur gefst á að skoða mun nánar eitthvað sem ekki varð séð fyrir í upphafi. Nauðsyn þess að kunna að afmarka sig helst í hendur við þörfina á að vera vakandi fyrir hinu óvænta. Verkaskipting og sam- ráð verða enn nauðsynlegri en áður við að öðlast yfirsýn og taka ákvarðanir. Þessi einkenni nútímalífs ættu að setja svip sinn á við- fangsefni og vinnubrögð skól- anna. Ástæða er til að fækka samhengislausum smáverkefn- um. Sum þeirra hafa miðast við undirbúning að lífi í allt annars konar þjóðfélagi en við lifum nú í og geta því nánast horfið. Önnur eru ennþá mikil- væg, einkum þau sem efla hugsun og yfirsýn, en með hermiforritum og öðrum leikj- um má auka fjölbreytni og dýpt í vinnu við þau. Þetta fer allt nokkuð eftir eðli viðfangs- efnanna og ekki er átt við að tölvuforritin séu notuð ein og sér. Nútímaskólinn bæði verður að og getur gefið rótum við- fangsefna og samhengi mun meiri og betri gaum en hægt var meðan mikill hluti vinn- unnar fór í að æfa seinvirkar framkvæmdir og að ná tökum á kunnáttu sem nú er annað- hvort úrelt eða unnt að ná á fjölþættari, magnaðri og hrað- ari hátt. Hér er átt við marg- rniðlun sem nær í sívaxandi mæli inn á heimilin og nokkru hægar inn í skólana. En jafnframt því sem möguleikar skóla verða fleiri hlýtur krafan að verða greinilegri um að þeir leiði börn og unglinga farsæl- lega inn í upplýsingaþjóð- félagið með möguleikum þess og ábyrgð. Tölvumál - 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.