Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 34

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 34
Október 1996 safninu að veraldarvefnum, tölvu- skrám íslenskra bókasafna, a.m.k. þeirra sem rekin eru af hinu opin- bera og mér finnst óskaplega öfundsvert að sjá hjá grannþjóðum okkar á Norðurlöndunum efnis- skrár dagblaða og tímarita á geisladiskum sem koma út upp- færðir nokkrum sinnum á ári! og þessir geisladiskar eru til á öllum skólasöfnum þar ytra!!! Beinlínuleit í gagnabönkum verður sífellt algengari og nemend- ur okkar verða einnig að tileinka sér fæmi á því sviði meðraunveru- legum aðgangi að slíkum bönkum, en það kostar peninga. Nú er boðaður enn meiri sparnaður í framhaldsskólum. Vonandi verður ekki klipið mikið af þjónustu bóka- safnanna. í maí sl. sótti ég ráðstefnu bókasafnsfræðinga í skólum á Norðurlöndum á vegum Iðunnar, sem er einn angi af starfsemi Norr- ænu ráðherranefndarinnar. Þar voru samankomnir um 50 bókasafnsfræðingar, skólasafna- kennarar, starfsmenn fræðslu- skrifstofa og tölvufólk og margt fróðlegt kom fram. Enn hafa fyrirlestrar og niður- stöður ráðstefnunnar ekki verið birtar, en verður vonandi fljótlega. Einnig verða niðurstöðumar birtar á heimasíðu Iðunnar (http:// sofie. tic. dk/proj ekt/ idun/). Það kom m.a. fram að við hér á landi erum í stórum dráttum að fást við sömu hluti í tölvu- væðingu safnanna og kennslu í upp- lýsingatækni og það sem best gerist á Norðurlöndum, við erum að mörgu leyti í fremstu röð. Danir virðast þó komnir lengra í kennslu- fræðilegum rann- sóknum - í grunn- skólum a.m.k. Einn daginn voru hópumræður og var viðfangsefni hópsins sem ég var í, skólasafnið árið 2010. Meðal þess sem við ræddum var þessi munur, sem ég gat um áðan - á nemendum sem hafa stuðning heima í tölvunotkun og þeirra sem engan aðgang hafa að tölvum utan skólans. Sumir í hópn- um sögðust hafa orðið óþægilega varir við þennan mun og færi hann ört vaxandi. Alger samstaða var í hópnum um nauðsyn þess að þeir starfs- menn sem hyggðust starfa á skóla- söfnum hefðu menntun bæði sem bókasafnsfræðingar og kennarar, þ.e. að nauðsynlegt væri fyrir bókasafnsfræðing að bæta við sig námi í uppeldis- og kennslufræði á sama hátt og kennari yrði að bæta við jafnmörgum einingum í bókasafnsfræði. Annað áhyggjuefni voru algerir yfirburðir enskunnar sem tölvu- máls. Margir höfðu heyrt af aðferðum okkar íslendinga með sívirka og -vakandi nýyrðasmiði og vildu koma slíku fyrirkomulagi á heima fyrir. Það sem kom verkefnisstjóra Iðunnar helst á óvart var að við notuðum lítinn tíma til að ræða kennslu í upplýsingatækni á skólasöfnum. Var honum bent á að við værum svo löngu búin að axla ábyrgðina á henni og kortleggja hlutverk okkar í því ferli að það væri eiginlega óþarft að ræða það að svo komnu máli. Helst væri óafgreitt að hve miklu leyti við viljum ritskoða þann aðgang sem nemendur okkar hafa að upplýs- ingum og sýndist sitt hverjum. En hversu ánægð sem við vorum með þróun mála í tölvu- væddri upplýsingaöflun, áttum við öll erfitt með að sjá fyrir okkur framtíðarbókasafnið án fagurbók- mennta. Eins og ég gat um áðan voru hópumræðurnar um skólastarfið árið 2010. Hver þorir að segja fyrir um hvemig málum verður háttað eftir 14 ár, miðað við hve hröð þróunin hefur verið síðastliðin 14 ár? Ekki ég!! Kristin Björgvinsdóttir er bókasafnsfrœðingur og starfar íFjölbrauta- skólanum við Armúla 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.