Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 7
Október 1996 í krafti upplýsinga Eftir Guðbjörgu Sigurðardóttur Menntamálaráðuneytið hefur mótað ítarlega stefnu á sviði upplýsingamála. Stefnan er birt í ritinu: I krafti upplýsinga - Tillögur menntamálaráðuneytis um menntun, menningu og upplýsingamál sem kom út í mars 1996. Fjölmargir komu að þessu verki en mest hvíldi á verkefnis- stjórn og þremur nefndum sem leiddu vinnuna. Formaður verk- efnisstjórnar var Asdís Halla Bragadóttir. Guðbjörg Sigurðar- dóttir var formaður nefndar um menntamál, Hrund Hafsteins- dóttirformaður nefiidar um menn- ingarmál og Kristín Jónsdóttir formaður nefndar um mennta- málaráðuneytið og upplýsinga- tœkni. Hér á eftir eru kynnt nokkur áhersluatriði sem varða menntun en ekki er svigrúm til að kynna aðra þœtti ritsins. Menntun og upplýsingasamfélag Menntastofnanir hafa það veigamikla hlutverk að búa nem- endur undir líf og starf í samfélagi framtíðar. Brýnt er að þær þróist í takt við breytingar sem verða í samfélaginu og beiti vinnubrögð- um eins og þau gerast best á hverj- um tíma. Islendingar verða nú að nýta sér möguleika upplýsinga- tækni til að bæta menntun í land- inu. Aherslu þarf að leggja á sí- menntun sem geri öllunr kleift að endumýja og aðlaga þekkingu sína nýjum aðstæðum, flytja sig milli starfa eða skapa ný störf. Upplýs- ingatæknin mun verða órjúfan- legur hluti skólastarfs og þarf að taka tillit til þess við endurskoðun laga, reglugerða og námsskráa. Hugbúnaður Þörf er á myndarlegu átaki í út- gáfu kennsluforrita, tölvutengds námsefnis og margmiðlunardiska á íslensku því Islendingar verða sjálfir að búa til námsgögn sem snertá íslenska tungu, sögu og nátt- úru. Einnig skal leitað fanga erl- endis og þýða og aðlaga gott efni sem hentar íslenskum aðstæðum. Á næstu árum munu Náms- gagnastofnun og kjarnaskólar gegna lykilhluverki í öflun hug- búnaðar fyrir grunn- og fram- haldsskóla (sjá mynd). Námsefnishöfundar með góða fagþekkingu, reyndir kennarar og hugbúnaðarsérfræðingar þurfa að koma að gerð kennsluhugbúnaðar og lögð verður áhersla á að bjóða út hönnun og forritun. Kennaramenntun Fyrirsjáanlegt er að upplýs- ingatækni muni hafa veruleg áhrif á kennslu námsgreina á öllum skólastigum. Vinnubrögð í skóla- starfi munu breytast og einnig inn- tak námsins að talsverðu leyti. Nauðsynlegt er að gera grunnnám- skeið í upplýsingatækni að skyldu- námskeiðum fyrir alla kennara- nema og fjalla, í öllum greinum kennaramenntunar, um áhrif tækn- innar á viðkomandi grein, vinnu- brögð og inntak. Endurmennlunar- námskeið fyrir starfandi kennara þurfa breytast á sama hátt. Starfandi kennarar og kenn- araefni þurfa stuðning í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Kennslumiðstöð Kennaraháskóla Islands er ætlað slíkt stuðnings- hlutverk á öllum skólastigum (sjá mynd). Sérmenntun Mikilvægt er að á íslandi vérði framboð á fjölbreyttu sérnámi á sviði upplýsingatækni. I því skyni er hvatt til uppbyggingar masters- náms við HI og sérnáms við VI og TVI. Sérnárn á þessu sviði þarfn- ast stöðugrar endurskoðunar og þróunar. Einnig þarf námið að tengjast náið atvinnulífi og rann- sókna- og þróunarstarfi. Tilraunaverkefni Tilraunir á notkun upplýsinga- tækni í skólastarfi eru nauðsyn- legar til þess að tryggja að þær breytingar sem skólayfirvöld vilja koma á nái fótfestu og að þær verði til þess að bæta menntun í landinu. Byggja þarf upp sérþekkingu og reynslu í völdum skólum, kjarna- skólum, sem síðan miðla reynslu sinni til annarra. Kjarnaskólar munu m.a. tilraunakenna kennslu- hugbúnað og vinna í nánu samráði við Námsgagnastofnun og kenn- aramenntunarstofnanir (sjá rnynd). Fjarnám og fjarvinnsla Fjarkennsla verður notuð til að jafna aðstöðu til náms. Undanfarin Tölvumál - 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.