Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 32
Október 1996
í sumum skólum hefur þó safn-
kennslan verið fastur liður í
kennslu í námstækni um árabil.
Þessi upplýsingaöflun var afar
staðbundin og einhæf, en auðvitað
var þá eins og nú, hægt að benda
nemendum á aðrar upplýsinga-
leiðir, s.s. önnur bókasöfn og
stofnanir.
Hvernig er svo staðan í
dag?
Nú eru langflest bókasöfn
framhaldsskólanna búin að tölvu-
væða spjaldskrárnar og skrárnar
víðast nettengdar innanhúss.
Ennfremur eru langflest bóka-
söfnin fyrir allöngu búin að taka
Internetið í sína þjónustu og er
vandfundin sú starfstétt í skólum
sem er þakklátari fyrir þá tækni-
þróun en einmitt við bókasafns-
fræðingar.
Ef ég segi frá aðstæðum í mín-
um skóla, sem eru að mörgu leyti
mjög til fyrirmyndar frá sjónarhóli
bókasafnsins, þá háttar þannig til
að tölvuver skólans með 50-60
tölvum er við hliðina á bóka-
safninu. Þar af eru 8 tölvur sem
ekki eru notaðar í kennslu og eru
hugsaðar til m.a. að leita í bóka-
safnskerfinu. Nemendur hafa að-
gang að tölvu með geisladiskadrifi
og skanna og allar tölvur hafa
internetsaðgang frá heimasíðu
skólans.
Gott samstarf er á milli bóka-
safnsfræðinga og tölvukennara og
góður skilningur á að auka hæfni
nemenda í upplýsingatækni.
Sú venja hefur skapast hjá þeim
kennumm skólans, sem beina nem-
endum sínum hvað mest á safnið,
að þegar verkefni eru lögð fyrir
nemendur og tryggt að þeir skilji
hvers er krafist af þeim við lausn
verkefnisins, fær kennarinn eina til
tvær kennslustundir á bókasafninu,
þar sem bókasafnsfræðingur fjall-
ar um leiðir við upplýsingaöflun
og nemendum er hjálpað af stað
við leit að upplýsingum.
í vetur var aðaláherslan lögð á
leit í tölvuskrá bókasafnsins sem
nær bæði yfir alla bókaeign safns-
ins og valdar greinar í bókum og
tímaritum. Nemendum var sýnt
hvernig hægt er að nota tölvu-
væddar skrár annarra bókasafna
hér á landi, aðallega Gegnissafn-
anna (sem eru m.a. Landsbóka-
safn-Háskólabókasafn, bókasafn
KHÍ o.fl.). Þetta teljum við góða
æfingu fyrir beinlínuleit í gagna-
bönkum. Beinlínuleit getur orðið
dýr ef notandi kann ekki undir-
stöðuatriðin í slfkri leit.
Einnig var nemendum kennt að
nota margmiðlunardiskana sem
við eigum og að flytja inn í ritgerð-
ina upplýsingar af diskunum.
Nemendum var ennfremur bent
á Internetið en þeir fengu enga
beina kennslu í upplýsingaöflun
þar. í ýmsum áföngum kynntum
við samt nemendum leitarleiðir í
m.a. Lychos og Yahoo og það gaf
góða raun sem vert er að fylgja
eftir.
Við tókum líka eftir því að
margir aðrir nemendur öfluðu sér
umfangsmikils efnis á netinu og er
því ljóst að við verðum að taka upp
formlega kennslu í upplýsinga-
öflun á því, kenna nemendum að
vinna úr og meta fengnar upp-
lýsingar og síðast en ekki síst að
kenna nemendum að gera heim-
ildalista yfir það efni sem þannig
fæst.
Eg má til með að koma hér með
stutta reynslusögu.
f Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla er m.a. hefðbundið sjúkra-
liðanám. Auk þess er starfandi
sjúkraliðum boðið upp á eins miss-
eris fullt nám á ýmsum sérsviðum.
Til þess að eiga kost á launuðu
námsleyfi þurfa sjúkraliðar að
hafa starfað tiltekinn lágmarkstíma
á sjúkrastofnunum og nemendur
því oft komnir á eða yfir miðjan
aldur, sem þýðir að þeir hafa e.t.v.
lokið námi sínu á meðan sjúkra-
liðanámið fór fram á sjúkrahús-
unum. Það getur þá einnig þýtt að
nemendurnir hafa ekki stundað
formlega skólagöngu síðan þeir
luku skyldunámi fyrir jafnvel ára-
tugum. Það heyrir til algerra und-
antekninga ef þessir nemendur
okkar hafa komið nálægt tölvum,
en eitt af því fyrsta sem þeim er
att útí í skólanum hjá okkur, oftast
í fyrstu eða annarri viku, er að
skrifa ritgerðir á tölvu og leita upp-
lýsinga í tölvum. Venjan er að
byrja á tölvuskrám safnsins en
síðan er kennd upplýsingaöflun af
margmiðlunardiskum og af ver-
aldarvefnum.
Konurnar sem voru hjá okkur
s.l. vor (þetta eru ennþá allt konur)
báðu Guð sinn að hjálpa sér þegar
þeim var þetta ljóst, hvort við
værum alveg kolrugluð! Það var
ákaflega gaman að fylgjast með
þeim úr fjarlægð, en þó í talsverðri
nálægð, á meðan sjálfsöryggi
þeirra jókst og þær réttu sífellt
meira úr sér með hverri vikunni
sem leið og er skemmst frá að
segja, að þessa raun stóðust þær
með mikilli prýði.
Bókasafnsfræðingar fram-
haldsskólanna verða varir við
mikinn mun á færni nemenda við
upplýsingaöflun. Sumir eru sjálf-
bjarga, ieita fanga víða, meta
heimildir, eru færir um að greina
á milli slakra og góðra heimilda
og tileinka sér innihald heimild-
anna fljótt. Aðrir snúa sér hjálpar-
vana og biðjandi til bókasafns-
fræðinganna. Þeir hafa ekki til-
einkað sér þessa tækni, e.t.v. vegna
þess að þeir hafa ekki fengið nema
litla tilsögn áður á skólagöngu
sinni í upplýsingaöflun, ef þá
nokkra. Oft finnast okkur nem-
endur sem eru að koma beint úr
grunnskóla alveg bjargarlausir á
bókasafninu, en það er auðvitað
ekki alveg rétt. Þau sem hafa
fengið kennslu og þjálfun við upp-
lýsingaleit í grunnskóla eru mun
fljótari að taka við sér á fram-
haldsskólasafninu. Ég hef trú á, að
þeim nemendum sem hafa til-
einkað sér færni í upplýsingaleit
og við notkun og úrvinnslu gagna
vegni betur í framhaldsnámi og
32 - Tölvumál