Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 19
Október 1996 Vex vilji þá vel gengur nokkrar grundvallarreglur atferlisfræðlnnar við hönnun kennsluefnis Eftir Guðríði Öddu Ragnarsdóttur Útdráttur Kynntar verða nokkrar grundvallarreglur atferlisfrœðinnar við hönnun kennsluefnis. Fœrð verða rök að því að kennsluforrit sem lúta sh'kum reglum auki líkur á að nemandinn hafi ætíð námsefni við hæfi. Einnig verður hugað að breytingum á einkunnakerfinu sem hœgt vœri að gera í kjölfarið. Leitarorð: Computer mediated teaching, teaching machines, behavior analysis, instructional design, behavioral objectives, anticidents, shaping, fading, response contingent feedback . Hvernig getum við kennt betur? Ég óska Skýrslutæknifélaginu og undirbúningsnefndinni til hamingju með ráðstefnuna og þakka fyrir að ég fékk tækifæri til að fjalla hér um helsta hugðarefni mitt um ævina sem varðar spurn- inguna hvernig við getum kennt betur. Leit að svörum réði því upp- haflega að ég gerðist kennari, fór seinna í sálfræðinám og lagði stund á atferlisrannsóknir. Kennsla, sálfræði, atferlisrann- sóknir, hvað skyldu þessi svið eiga sameiginlegt? Jú, atferlisfræði er kennslu- og stjórntækni. Viðfangs- efni hennar lúta að hegðun og breytingum á henni. Hvort við köllum íhlutun okkar til að stýra hegðun þjálfun, tamningu, með- ferð, uppeldi, auglýsingar, áróður, ráðgjöf, kennslu, stjórnun eða bara samskipti, ræðst venjulega af efni og samhenginu hverju sinni. Hversdagsleg reynsla segir okkur að hegðun sé breytileg eftir aðstæðum. Atferlisvísindin segja okkur auk þess að, eins og annað í náttúrunni, lúti hegðun tilteknum reglum. Atferlisfræðin fjallar um þessar reglur og hvernig við getum fært okkur þær í nyt við kennslu 1. mynd Kennsluvél frá 1958 og stjórnun. Það getum við vissulega gert vélarlaust eins og við getum vaskað upp án þvotta- vélar. Vélarnar geta hins vegar létt okkur störfin, tekið af okkur rútínuvinnu og gefið okkur tóm til að hlusta á nemendur okkar, gleðj- ast með þeim og fylgjast með þeim vinna. Með vélum er hægt að stýra ýmsum áhrifaþáttum eða breytum af mikilli nákvæmni. Uppþvotta- vélar stýra hitastigi og vatnsmagni og hafa áhrif á þvottagæðin. Kennsluvélar stýra vinnusemi nemenda og hafa áhrif á námsár- angur þeirra. Eitt afbrigði afforverum tölvunnar sem smíðuð var aý'IBM til að kenna börnum réttritun og reikning (Ur Phi Delta Kappan 1986, 68, 2, 106.). Tölvumál - 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.