Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 8
Október 1996 ár hafa nokkrar menntastofnanir rutt veginn í fjarkennslu. Mikil- vægt er að styðja þessa frumherja til áframhaldandi þróunar. Koma þarf upp gagnabanka sem geymi hugbúnað, námsefni og ýmis gögn og upplýsingar fyrir fjarkennslu. Vegna fyrirsjáanlegrar þróunar í fjarkennslu þarf að tryggja næga flutningsgetu, öryggi og aðgegni að fjarskiptakerfinu innan lands og milli landa. Fuilorðinsfræðsla - símenntun Bent hefur verið á að upplýs- ingasamfélagið geti þróast þannig að til verði tveir ólíkir hópar, þeir tölvulæsu sem þekkja og nota upp- lýsingatæknina og hinir sem hafa litla eða enga þekkingu á tækninni. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þarf að vekja athygli al- mennings á upplýsingatækninni og gefa öllum kost á að afla sér hag- nýtrar þekkingar og þjálfunar. Almenningsbókasöfn verða þróuð í að vera rafrænar'upplýsinga- miðstöðvar sem styðja símenntun. Finna þarf leiðir til að nýta upp- lýsingatækni til að efla símenntun á öllum sviðum. Tækjabúnaður og stýrikerfi Byggja þarf upp tölvubúnað í skólum landsins. Allar kennslu- stofur, vinnuherbergi og skrif- stofur þurfa að tengjast staðarneti og staðarnetið að tengjast Inter- neti. Sett verði í útboðsreglur að keyptur verði tölvubúnaður með íslenskum notendaskilum Win- dows. Rekstur og notkun tölvukerfa Mikilvægt er að hver skóli hafi umsjónarmann með vél- og hug- búnaði og þarf hann að hafa tölvu- þekkingu eða aðgang að tölvu- þekkingu. Ekki er síður mikilvægt að starfsfólk skóla hafi greiðan aðgang að kennslufræðilegri þekk- ingu um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Yfirmenn skóla þurfa að styðja starfsfólk í því þróunar- starfi sem framundan er og veita foreldrum upplýsingar um breyt- ingar sem verða á skólastarfi. Skólasöfn Skólasöfn verða miðstöðvar upplýsingatækni í menntastofnun- um. Tryggja þarf greiðan aðgang að upplýsingaveitum heimsins og byggja upp tölvuvæddar skrár yfir gögn allra safna. Huga þarf sérstaklega að endurmenntun starfsfólks á skólasöfnum til þess að það geti leiðbeint kennurum og nemendum við upplýsingaleit. Samskipti og upplýsingaveitur Internetið er öflugur sam- skiptamiðill sem oþnar nýjar leiðir í samskiptum og sam- vinnu milli fólks, óháð búsetu. Nýta þarf þessa möguleika Internetsins í skólastarfi og tryggja að hægt verði að nálgast þar upplýsingar um íslenskar menntastofnanir, faggreinar, kennslu o.fl. Nauðsynlegt er að bjóða starfsfólki menntastofn- ana upp á endurmenntunar- námskeið um Internetið. Sú þjónusta sem íslenska menntanetið hefur veitt er mikilvæg og má ekki falla niður. Kennslumiðstöð Kennarahásköia íslands • almennur stuðningur við notkun upplýsingatækni í skólastarfi • almenn ráðgjöf. upplýsingaþjónusta og aðstoð við kennara • almenn ráðgjöf, upplýsingaþjónusta og aðstoð gegnum tölvunet • aðstaða til að skoða hugbúnað og annað námsefni • leiðbeiningar og aðstoð sem veitt er á vettvangi, í skólum landsins Fagfélög Uennara HugbúnaÖarhús Menntanet mámsgagnastofnun Umsjón með: • verkefnastjórnun í gerð kennsluhugbúnaðar grófhönnun kennsluhugbúnaðar gerð kröfu- og útboðslýsinga eftirlit með verkefnum mati á kennsluhugbúnaði mati á umsóknum um styrki til þróunar á kennsluhugbúnaði dreifingu hugbúnaðar til menntastofnana Kjjarnaskólar ráðgjöf við hönnun kennsluhugbúnaðar tilraunakennsla á kennsluhugbúnaði ráðgjöf til Námsgagnastofnunar við mat. val og innkaup á kennsluhugbúnaði ráðgjöf fyrir notendur (á afmörkuðu sviði) Kennslufræðileg aðstoð við kennara (á afmörkuðu sviði) kennsla á námskeiðum á vegum kennaramenntunarstofnuna Verkaskipting og samvinna Kjarnaskóla, Kennslumiðstöðvar og Námsgagnastofnunar Frh. á næstu síðu 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.