Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.10.1996, Blaðsíða 24
Október 1996 nemandinn að leysa 100 atriði og það gefi 10 í einkunn. Einkunnin 10 þýðir að nemandinn hafi lokið tilteknu kennsluforriti en 5 þýðir að hann hafi lokið helmingnum af því. Ljúki nemandinn öllum for- ritunum fær hann 10 í hvert skipti, eða 5 sinnum. Nemandinn keyrir kennsluforritið áfram og stýrir hraðanum sjálfur. Hætti hann að vinna stöðvast kennsluforritið og þar með framvindan á námsefninu. Ráði nemandi yfir færni sem krafist er í fyrstu þremur forrit- unum og fyrri hluta þess fjórða eru einkunnir hans í námsgreininni 10 + 10+ 10 + 5 og við vitum hvað hann kann. Hvenær nemandi fær Villudreifing í góðu kennsluforriti á að vera jöfn og lág og líkur á villum eiga að vera þær sömu hvar sem nemandinn er staddur í því. Hvað viljum við sjá að loknu dagsverki? Við hönnun kennsluforrits reynum við að koma í veg fyrir að nemandinn geri villur. Til þess beitum við m.a. AHA+ reglunni. Með henni getum við fylgt eftir þeim markvissa ásetningi að sem flestum gangi vel en ekki aðeins um fjórðungi nemenda. Við getum líka fylgt eftir þeim markvissa 6. mynd Breytingar á fœrni nemenda Skematísk mynd Flestirnemendurná markfœrni þarsem vinna nemandans íhverjum ramma forritsins er einskonar próf 10 í einkunn er því í raun spurn- ing um tíma. Þeir sem eru fljótir að ljúka við efnið eru fyrri til að fá 10 en hinir og fá það væntanlega oftar. Það er bæði flókið og tímafrekt að hanna forrit sem KENNIR vel. Það er alveg sérstaklega seinlegt að skrifa kennsluforrit þar sem mikið er af vísbendingum og við- gjöf, þ.e. kennsluforrit fyrir byrj- endur. Það er óhætt að miða við að hönnun á góðu kennsluforriti og reynsluprófanir á því taki um 100 klst. fyrir efni sem tekur nemand- ann um klukkustund að vinna. ásetningi að leyfa ekki öðrum 25- 30 % að detta út og síðan helmingi allra nemendanna að dóla við að leysa sum viðfangsefni og önnur ekki. Með því að beita í kennslunni þeim verkfærum sem tiltæk og þekkt eru, þar á meðal AHA+ reglunni, þá fáum við fleiri nem- endur í þann hópinn sem mælist efstur á kvarðanum og færri í hina hópana sem neðar mældust. Kennsluleikni okkar eykst einn- ig með æfingunni sem þýðir að kennslumarkmiðin nást á skemmri tíma en áður var. Hverjum og einum nemanda mun fara fram og sumum mjög mikið. Kennsluforrit sem hönnuð eru samkvæmt kennslutækni atferlisfræðinnar gagnast jafnt í staðkennslu, fjar- kennslu og sjálfsnámi fyrir nem- endur á öllum aldri. Mikil kennslu- reynsla og áratuga rannsóknir á þessari kennslutækni sýna einnig mælanlegan og varanlegan árang- ur. Ef við leggjum niður fyrir okkur hvað við viljum sjá að loknu dagsverki hlýtur það meðal annars að vera að nemendurnir kunni það sem átti að kenna þeim. Samantekt Hér hefur verið fjallað um kennslutækni atferlisfræðinnar og hvernig hún nýtist. Sérstaklega var fjallað um gagnsemi hennar við hönnun kennsluforrita. I því sambandi var minnst á athuganir á upphafsfærni, og mikilvægi kennslumarkmiða, ítarlegra fyrir- mæla, tíðra vísbendinga og við- gjafar. Færð voru rök fyrir því, að væri vinnuferlinu stýrt nákvæmlega með AHA+ reglunni og rökrænni röðun verkeining- anna, væri líklegt að nemandinn hefði alltaf viðfangsefni við hæfi. Einnig var því lauslega lýst hvernig breyttar forsendur gera okkur kleift að breyta einkunna- kerfinu. Hugmyndir að nánara lesefni eru birtar á næstu síðu. GuðríðurAdda Ragnars- dóttir er atferlisfrœð- ingur 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.