Bókasafnið - 01.02.1978, Síða 6

Bókasafnið - 01.02.1978, Síða 6
ÞÓRIR RAGNARSSON: Ráðstefna um upplýsingamál Föstudaginn 28. okt. 1977 var haldin ráð- stefna um upplýsingamál á Hótel Loftleið- um. Var hún haldin á vegum Rannsókna- ráðs ríkisins og með fulltingi NORD- FORSK. Kjörorð hennar var: UPPLÝS- INGAR ERU VERÐMÆTI. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessari ráðstefnu. Stuðst er að nokkru leyti við fréttatilkynn- ingu sem Rannsóknaráð sendi fjölmiðlum af þessu tilefni. Aðdragandi Árið 1975 skipaði Rannsóknaráð ríkisins nefnd til þess að gera tillögur um skipulag upplýsingaþjónustu í raunvísindum og tækni hérlendis. Skilaði nefndin tillögum sínum ári síðar og birtust þær í skýrslu sem kom út á vegum Rannsóknaráðs undir heit- inu Skipulag upplýsingamála á íslandi. Helstu tillögurnar voru raktar í 1. tbl. Bókasafnsins 1976 (bls. 13). Ráðstefnan á Hótel Loftleiðum fjallaði um upplýsingastarfsemi hér á landi í raun- vísindum, tækni og skyldum greinum og voru niðurstöður fyrrnefndrar skýrslu eink- um lagðar til grundvallar. Jafnframt var kynnt tæknileg upplýsingaþjónusta eins og hún er rekin erlendis. Gestir Gestir á ráðstefnunni voru um 90 talsins. Voru það fulltrúar frá ýmsum opinberum stofnunum svo sem bókasöfnum, rann- sóknastofnunum og stjórnvöldum, enn- fremur fulltrúar frá félagasamtökum og at- vinnufyrirtækjum. Þrír erlendir gestir sóttu ráðstefnuna. Það voru K. Ingemann Pedersen verkfræðingur frá Dansk teknisk oplysningstjeneste, Dan Fink arkitekt forstöðumaður Bygningstekn- is studiearkiv í Kaupmannahöfn og Sauli Laitinen forstöðumaður upplýsingadeildar við hina tæknilegu rannsóknastofnun ríkis- ins í Helsingfors. Þeir Dan Fink og K.I. Pedersen notuðu tvo daga á undan ráðstefnunni til þess að fara í rannsóknastofnanir og iðnfyrirtæki og kynna sér hvernig menn öfluðu upplýsinga í þessum stöðum. Einnig sátu þeir félagar fund með framkvæmdanefnd Rannsókna- ráðs. Var m.a. rætt um stofnun tæknilegrar upplýsingaþjónustu á íslandi og nauðsyn þess að setja á fót hérlendis fastanefnd um upplýsingamál. Sauli Laitinen kom hingað til lands einkum í þeim erindum að kynna tölvuleit að upplýsingum. Verður nánar vikið að henni síðar. Dagskráin Efni ráðstefnunnar verður í stuttu máli best lýst með því að nefna erindi þau sem 6

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.