Bókasafnið - 01.02.1978, Qupperneq 17

Bókasafnið - 01.02.1978, Qupperneq 17
PÁLL SIGURÐSSON Minning Páll Sigurðsson var fæddur 25. ágúst 1905 og andaðist 4. júlí 1977. Hann starfaði í Borgarbókasafni Reykjavíkur frá haust- nóttum 1939, þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir um áramót 1975—1976. Allan þennan tíma vorum við samstarfsmenn. Þó að hann væri allra manna hlédrægastur fer ekki hjá því að þeir sem svo lengi starfa saman kynnist vel, einkum þar sem við unnum saman á útlánsvöktum um alllangt árabil. Það var gott að vinna með Páli. Hann var ætíð á sínum stað, ætíð jafnrólegur, ljúfur og kurteis hver sem í hlut átti enda kom það fram þegar hann hætti störfum, að margir lánþegar söknuðu hans. Hann var oft haukur í horni, þegar upp- lýsinga var leitað um ljóð, eða fornan ís- lenskan fróðleik. í þá daga var ekki um nein hjálpargögn að ræða við það starf. Það var einungis minnið sem gilti. Hann var vel les- inn, enda gæddur mjög góðri greind, þó að sjúkleiki á æskuárum hamlaði honum frá að stunda framhaldsnám í menntaskóla þó hugur hans stæði þar til. Hann átti einnig allgott bókasafn, þó ekki væri það mikið að vöxtum. Það ánafnaði hann bókasafninu á Sauðárkróki. í fórum sínum átti Páll einnig góða kímnigáfu, sem hann beitti þó ætíð á sinn ljúfmannlega hátt, enda ekkert fjær geðslagi hans en illkvittni, en vel kunni hann að meta það sem broslegt var. Páll stofnaði aldrei sitt eigið heimili, en bjó alla ævi í sambýli við sín nánustu skyld- menni. Föður sinn missti hann í bernsku en bjó með móður sinni meðan hún lifði. Þá fluttist hann til systur sinnar og eftir lát hennar bjó hann með syni hennar, en mun ætíð hafa verið aufúsugestur á heimilum systradætra sinna. Hann starfaði lengi ævi að bindindismál- um innan góðtemplarareglunnar og mun þar sem annarsstaðar hafa eignast góða vini. í bók fornri stendur, að sælir séu hógværir og það hygg ég að hafi átt vel við um Pál; og mun sá ekki sælastur af sínum verkum, ef með sanni má segja, að sá sem genginn er, hafi stundað hvert sitt verk eftir bestu getu, starfað að áhugamálum, sem öðrum horfa til velferðar og umgengist sína samferða- menn með tillitssemi og prúðmennsku. Herborg Gestsdóttir 17

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.