Bókasafnið - 01.02.1978, Page 31

Bókasafnið - 01.02.1978, Page 31
háskóla íslands, að haldin séu námskeið fyrir kennara, sem starfa, eða hyggjast starfa í. skólasöfnum, þar sem höfuðáhersla verði lögð á kennslufræðileg og uppeldisleg markmið skólasafna". Þannig var eitt af fyrstu viðfangsefnum félagsins í samvinnu við Kennaraháskóla íslands að efna til námskeiðs fyrir kennara sem starfa á skóla- söfnum, þar sem höfuðáhersla yrði lögð á hinn kennslufræðilega þátt safnanna. Viku- námskeið var svo í júní 1976. Þátttakendur voru 30 víðsvegar af landinu. Aðalfyrirlesari var Kurt Hartvig Petersen námskeiðsstjóri frá danska kennaraháskólanum. í framhaldi af námskeiðinu var haldin ráðstefna á veg- um félagsins og Sambands íslenskra barna- kennara um nauðsyn skólasafns í skóla- starfi. Aðalfyrirlesari var Kurt Hartvig Petersen. Einnig flutti Jónas Pálsson skóla- stjóri erindi um nauðsyn skólasafna í skóla- starfi og Kristján Gunnarsson fræðslustjóri talaði um skólasöfn í Reykjavík. Fundar- stjóri var Helgi Jónasson fræðslustjóri í Reykjanesumdæmi. Á ráðstefnunni voru eftirfarandi ályktan- ir samþykktar samhljóða: Skorað er á viðkomandi yfirvöld: 1. Að komið verði upp miðstöð fyrir öll skóla- og bókasöfn á landinu, sem annist ýmsa sameiginlega þjónustu og sjái m.a. um flokkun, skráningu og frágang bóka og annarra safngagna. 2. Að komið verði upp kennslugagnamið- stöðvum við fræðsluskrifstofur umdæm- anna, sem annist m.a. kennslufræðilega ráðgjöf við uppbyggingu, rekstur og skipulag skólasafna. Þar verði einnig dýrari kennslugögn og tæki, sem skól- arnir geti haft aðgang að. 3. Fundurinn leggur áherslu á að starf skólasafnvarðar er fyrst og fremst kennslustarf og því skorar fundurinn eindregið á Kennaraháskólann að taka upp kennslu í þeirri grein. Bæði sem skyldugrein og sem valgrein að auki fyrir þá sem hyggjast starfa í skólasöfnum. Ennfremur var lögð áhersla á, að við hönnun skólabygginga verði tekið tillit til skólasafna. Félagið hafði strax í upphafi samband við Danmarks Skolebibliotekarforening og á vegum þess fóru nokkrir félagsmenn í námsferð til Danmerkur sumarið 1976 til að kynnast dönskum skólasöfnum og mið- stöðvum. Mörg ár eru síðan fyrst var rætt um nor- rænt samstarf á sviði skólasafna. En það var þó ekki fyrr en haustið 1976 að nokkrir sænskir og danskir skólasafnverðir hittust, og ákveðið var að halda norrænt mót skóla- safnvarða í Uddevalla í Svíþjóð sumarið 1977. Á þessum undirbúningsfundi sam- þykktu fundarboðendur ályktun þess efnis Framhald á bls. 40 31

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.