Bókasafnið - 01.11.1985, Page 18
Almenningsbókasöfn
með hverri mynd, en ákveðnar
lágmarksupplýsingar er nauðsyn-
legt að skrá. Miðstöð myndskrán-
ingar í Noregi setur þessar reglur:
1. myndefni, af hverju er myndin
og hvar hún er tekin.
2. ljósmyndari, nafn, fd. og ár,
heimili, atvinna.
3. nafn, aldur og heimili þess,
sem gaf upplýsingarnar.
4. nafn, aldur og heimili eiganda
myndarinnar.
5. tæknileg atriði varðandi
myndatökuna.
6. athugasemdir.
En hvort sem upplýsingarnar
eru fleiri eða færri, er nauðsynlegt
að staðla þær, því það auðveldar
alla úrvinnslu.
Pað getur reynst býsna erfitt að
nafngreina fólk eða þekkja staði á
gömlum myndum. Págeturverið
vænlegt að leita til eldra fólks,
jafnvel efna til sérstakra mynda-
kvölda, þar sem lítill hópur
vinnur saman að því að skrá
vitneskju sína um myndirnar í
umsjá bókavarðar.
Myndir, myndplötur og filmur
eru viðkvæmar og vandmeð-
farnar og eftirtökur eru dýrar.
Þess vegna þarf að vanda allan
umbúnað svo þær skemmist ekki
við geymslu og notkun. Umslög,
albúm og möppur eru heppilegar
umbúðir, en það verður að gæta
að sýrustigi pappírs, plasts og líms
sem notað er.
Hljómbönd og myndbönd er
best að geyma í þar til gerðum
skápum eða skúffum, og skyggn-
ur er þægilegt að geyma í sér-
stökum skáp, þar sem hægt er að
skoða þær án þess að taka þær út
úr skápnum.
Smáprent, ljósrit og úrklippur
er ágætt að geyma í blaðakössum
eða hengimöppum. Athuga þarf
að dagblaðapappír gulnar fljótt sé
hann ekki varinn fyrir birtu.
Kortum og plakötum er hægt
að koma fyrir í hengigrind, þá
þarf ekki að rúlla þeinr saman eða
brjóta saman.
Pað fer svo eftir húsrými, efnis-
magni og öðrum aðstæðum hvort
öllu efni sem tilheyrir átthagasafn-
inu er komið fyrir í sérstakri deild,
eða hvort t.d. bækur eru hafðar
með öðrum bókum safnsins, og
vísað til þeirra í spjaldskrá. En
hvaða fyrirkomulag sem haft er,
þá er nauðsynlegt að gera sérstaka
spjaldskrá fyrir þennan efniskost.
Og rétt er að minna á að almenn-
ingsbókasafn hefir fleiri skyldum
að gegna, sem ekki má vanrækja.
Þetta á aðeins að vera einn þáttur í
starfsemi þess.
Nidurstöður
„Markmið átthagasafns er ofnr ein-
falt. Því ber að þjána héraði sínu á
saina liátt og þjóðhókasafnið þjóð-
inni. “
HAROLD NICOLS:
Local studies librarianship
Það hefur lengi verið sagt að
fáar þjóðir væru jafn meðvitaðar
um uppruna sinn og sögu og
íslcndingar. Og víst er að áhugi á
ættfræði og persónusögu hefur
lifað með þjóðinni allt frá land-
námsöld og lifir góðu lífi enn í
dag. Og líklega hefur áhugi fólks
á sögu sinni og umhverfi aldrei
verið almennari en nú. Átthaga-
félög blónrstra, ættamót eru
fjölsótt. Ætta- og stéttatöl eru
öruggar sölubækur. Endurminn-
ingabækur koma út í tugatali á
hverju ári. Sögufélög hafa verið
stofnuð í mörgum byggðar-
lögum, en markmið þeirra cr yfir-
leitt að safna, gefa út og varðveita
sögulegt efni úr héraðinu. Bæjar-
félög efna til útgáfu á sögu sinni.
Eitt veglegasta dæmi um það er
Eskja — saga Eskifjarðar eftir Einar
Braga. Á síðustu árum hefur
umhverfissaga orðið snar þáttur í
samfélagsfræðikennslu í skólum.
Slík viðfangsefni eru svo nálæg
reynsluheimi nemenda, að þeir
vinna þau allajafna af miklum
áhuga og vinnugleði, og eru jafn-
framt þess eðlis að þau hljóta að
auka skilning þeirra á uppbygg-
ingu og starfi samfélagsins í víðari
merkingu.
Margt eldra fólk, og raunar
ungt fólk líka, unir við ættfræði-
grúsk og söfnun þjóðlegs fróð-
leiks af ýmsu tagi.
Sameiginlegt öllu þessu starfi er
það, að nauðsynlegt er að hafa
aðgang að fjölbreyttum heimild-
um. Fæstir þessara notenda hafa
aðstöðu til að leita þcirra um
langan veg, m.a. vegna þess að
sjá flestum er þetta tómstunda-
starf.
Þau atriði sem hér hefur verið
drepið á, sýna að mínu áliti ljós-
lega að átthagasöfn eiga fullan rétt
á sér. Ég hygg raunar að fjölbreytt
átthagadeild í almenningsbóka-
safni myndi laða að marga, sem
annars hefðu ekki lagt leið sína í
safnið. Slíkt safn, sem eykur
þekkingu manna á umhverfi sínu
og sögu þess, gerir þá meðvitaðri
um eigin stöðu í samfélagi sínu og
um leið fróðari um þátt byggðar
sinnar í þjóðlífmu, hefur færst nær
því markmiði, sem skilgreint er í
1. gr. laga um almenningsbóka-
söfn, nr. 50/1976, en þar segir
svo: „Almenningsbókasöfn eru
mennta-, upplýsinga- og tómstunda-
stofnanirfyrir almenning.. “
Heimildir
Berggren, Hans: En kortfattet vejledning om
arkivering af billeder. Kbh., Dct konge-
ligc Bibliotck, 1980.
Lokalhistorie i skolen. En artikkelsamling.
Rcd. av Hans Try. Oslo, Norsk Lokal-
hist. Institutt, 1978.
Lokalhistoriske samlingér. Formál, innhold,
organisasjon. Rcd. av Rolf Fladby og
Harald Winge. Oslo, Norsk Lokalhist.
Institutt, 1975.
Lokalsamlinger i folkebiblioteker. Rcd. av
Lars Hanscn Juvik og Olav Zakariasscn.
Oslo, Statcns Bibliotcktilsyn, 1980.
Lög uin almenningsbókasöfn, nr. 50/1976.
Moller, John, og Thurso, Ernst: Local
historical archives - a thcme witli varia-
tions. Scandinavian Public Library
Quarterly 12 (3) 1979 :106-12.
Nicols, Harold: Local studies librarianship.
London, Binglcy, 1979.
Qvale, Per: Arkiv og bibliotek. Bok og
bibliotek 47 (6) 1980:462-65, 473.
Reglugerð um almenningsbókasöfn, nr. 138/
1978.
Zakariassen, Olav: Norwegian interest in
local history and the public libraries.
Scandinavian Public Library Quarterly 10
(4) 1977:116-24.
18
BÓKASAFNIÐ