Áramót - 01.03.1906, Blaðsíða 42
46
ritregla Valdimars Ásmundssonar, og gjörði stíla tvisvar í
viku.
Bjarni Anderson og G. B. Högnason lásu á víð og dreif
úr Þjóðsögum dr. Jóns Þorkelssonar. framan af ritreglum
Valdimars, og gjörðu stíla, þó ekki reglulega; lét eg þá
hafa skriflegar æfingar í kenslustundunum.
Sundberg, Nelson og Nyström lét eg lesa Sweet’s
Primer, og alla leskaflana í henni, aö öðru leyti kendi eg
þeim íslenzkuna eins og dautt mál.
Eftir nýár bættust 3 íslenzkir nemendur við hina„ svo að
þeir urðu 7 alls; þeir voru: Sigtryggur fsfeld, Sigrún Fred-
erikson og Jóhanna Högnason.
Þeim skifti eg niður á milli deildanna þannig, að Jó-
hanna Högnason og Sigrún Frederikson settust í II. deild,.
og Sigtryggur ísfeld í III. deild.
Kenslunni seinni hluta skólaársins var hagað þannigr
Guðný Hofteig lauk við Egilssögu, og tvílas flest kvæð-
in, einnig las hún þau Eddu kvæði og önnur kvæði, sem
finnast í Wimmers Oldnordisk Læsebog: Vafþrúðnismál,
Þrymskviðu, Vegtamskviðu, Helgakviðu Hundingsbana hina
fyrri, Hákonarmál, og útdrátt úr Hávamálum. Hún lauk
einnig við málfræði Wimmers og gjörði þrjár ritgjörðir á
viku.
Carl J. Olson, Sigrún Frederikson og Jóhanna Högna-
son lásu helztu kvæðin í Sýnisbókinni eftir Melsted,helming
fyrsta heftis sögu íslands eftir sama höfund, allar ritregl-
ur Valdimars Ásmundssonar, og höfðu skriflegar æfingar á
töflunni í hverri kenslustund, og gjörðu einstöku sinnum
ritgjörðir.
Bjarni Anderson, G. B. Högnason og Sigtr. fsfeld lásu
sem áður kafla hér og þar i Þjóðsögum dr. Jóns Þorkels-
sonar, komust yfir meiri hlutann í ritreglum Valdimars og
luku við hálfa íslendingasögu fyrir byrjendur eftir B. Mel-
sted. Skriflegar æfingar höfðu þeir í hverjum tíma, ert
ritgjörðir fáar.