Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Franska sendiráðið i Rcykjavik hefur tilkynnt að boðnir séu fraro nlu styrkir handa lslendingum til háskólanáms i Frakklandi háskólaárið 1982—83. Styrkirnir skiptast þannig milli námsgreina: Fjórir styrkir i raunvisindum, þrir i listum og tveir i bókmenntum. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneylinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 15. april nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i ráðuneytinu. Þá bjóða frönsk stjómvöld fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu tiu styrki til háskóla- náms í Frakklandi næsta vetur. Eru styrkirnir eingðngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Næg frönskukunnátta er áskilin. Varðandi umsóknareyðublöð vísast til franska sendiráðsins, Tún- götu 22, Reykjavik, en umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 15. april nk. Mcnntamálaráðuncytið, 15. mars 1982. *Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjónsástandi: BMW 318 1982. Suzuki sendibifreið 1982. Honda Civic sjálfsk. 1981 og 1977. Toyota Cressida 2ja dyra sjálfsk. 1979. Lada 1500 1980. l Lada 1500 Combi 1980. j Lada 1600 1978 og 1979. Cortina 1300 1974. ' Cortina GT 1973. j BMW 318 1976. Mazda 818 1974. Austin Allegro 1978. ' Mustang 1969. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26 Hf., laugar- daginn 20. marz frá kl. 13 til 17. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 17 mánudaginn 22. marz. Brunabótafélag íslands. Neytendur Neytendur Neytendur Rammmn settur saman. Hver listí endar í 40 gréöm homí Tveir Hstar hvor i móti öðrum mynda þannig rétt hom. Litfum pímrttappa, sam einnig myndar horn, ar stungið inn i enda Hstanna. Koparvír festur á rammann. Einfalt gler tvöfaldað: NY RUÐA SETT í INNAN FRÁ — ekki þarf að taka gömlu rúðuna úr né nota stillansa eða krana ”Verðið er auðvitað misjafnt í hverju tilfelli. En við teljum okkur geta boðið þetta gler á allt að 50% lægra verði en það kostar að fá tvöfalt gler,” sagði Jón H. Sigurðsson. Jón hefur stofnað fyrirtækið Birtu sf. Á vegum þess er hann núna að setja gler í glugga fyrir fólk. Aðferðin sem hann notar til þess er ný hér á landi. Einföld rúða er sett innan við einfalt eða tvöfalt gler. Með því fæst tvöfalt eða þrefalt gler án þess að til þess þurfi að nota stillansa eða krana og án þess að taka þurfi glerið sem fyrir er úr glugganum. Þessi aðferð er fundin upp af tveim Pólverjum sem búa reyndar utan Pól- lands. Þeir heita Leslaw Becker og Ryszard Borys. Jón fær einkaleyfið á aðferðinni og allt efni sem þarf í verkið frá dönsku fyrirtæki sem annast dreif- ingu víða um Evrópu og í Bandarikjun- um. Aðferðin er í rauninni sáraeinföld. Við rúðuna sem fyrir er er límdur rammi úr állistum. Nýja rúðan er svo aftur límd við hann. Ramminn er að- eins minni en gamla rúðan, nýja rúðan sömuleiðis en þó stærri en ramminn. í bilið sem myndast miili álrammans og karma er sprautað silikoni og síðan settir þekjulistar úr plasti utan á. Búið. Einfalt gler er orðið tvöfalt. En handtökin við þetta verk eru mörg. Það fengum við að sjá er við sóttum Jón heim á dögunum. Hann var þá að setja í rúðu. Við fylgdumst með og spjölluðum á rneðan. Rammanum komiO fyrtr i gtuggmnum. Spennu hieyptá koparvírinn. Nákvæm tmál verður að taka Hyggist menn tvöfalda gler hjá sér með þessum hætti er það fyrsta sem þeir þurfa að gera að fá Jón í heim- sókn. Hann tekur nákvæmt mál af hverjum glugga og þá fyrst getur hann sagt til um hvað verkið kemur til með að kosta. Eftir þvi sem gluggarnir eru fleiri gengur verkið fyrr fyrir sig og er þar af leiðandi tiltölulega ódýrara. Állisd settur yfír kitdO. Hann hytur einnig rammann. (D V-mynd FriOþjófur. Ákveði menn að notfæra sér þess aö- ferð þarf að panta með nokkrum fyrir- vara. Eftir það getur sjálf vinnan hafizt. Rúðan sem fyrir er pússuð vel og vandlega þannig að ekki verði óhreinindi á milli glerja. Þá eru listarn- ir sem koma á milli glerjanna settir saman og látnir mynda ramma sem er aðeins minni en gamla rúðan. Listarn- ir eru að því leyti sérstakir að þeir eru holir að innan og með örfínni rauf sem snýr inn i gluggann. Inn i listana er hellt rakadrægu efni sem gerir það að verk- um að móða myndast ekki milli glerj- anna þó rakt hafi verið í lofti þegar nýja glerið var sett í. Á bakhlið listanna, það er að segja þá hlið sem snýr frá miðju gluggans, er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.