Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Tillaga Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra: STEINUlJJiRVEIlKSMIÐJA VERBIA SAUDARKRÓKI - þingmenn Suðurlands mótmæia harðlega og saka Hjörleif um að hagræða sannUiii»ni.m Hjörleifur Guttormsson iðnaðrráð- herra lagði til, á ríkisstjórnarfundi í gær, að ríkið tæki þátt í að reisa og reka steinullarverksmiðju á Sauðár- króki í samvinnu við heimamenn. Alþingi samþykkti í fyrra að leggja fram 40% af hlutafé væntanlegrar steinullarverksmiðju en tók ekki af- stöðu til staðsetningar. Sem kunnugt er hafa Þorlákshöfn og Sauðárkrókur verið þeir tveir staðir sem barizt hafa um verksmiðju þessa og reyndar eru þegar til félög á báðum stöðunum um slíka verksmiðju. Sem nokkurs konar sárabætur til Sunnlendinga lagði Hjörleifur til að fyrirtæki þeirra, Jarðefnaiðnaði hf., yrði endurgreiddur sannanlegur útlagð- ur kostnaður vegna undirbúnings að stofnun verksmiðjunnar í Þorlákshöfn, allt að 600 þúsund krónum. Fylgir því skilyrði að það fjármagn verði notað til að koma sem fyrst fótum undir annað iðnfyrirtæki á vegum félagsins. Eins og fram hefur komið i fréttum flytja þingmenn Suðurlands saman Slæmt að Hjörleif ur hitti ekki á rétt er hann loksins vaknaði — segir Eggert Haukdal „Þingmenn Suðurlands eru búnir að leggja frani tillögu í þinginu um að steinullarverksmiðjan verði staðsett í Þorlákshöfn. Það er búið að liggja lengi fyrir að hagkvæmni er þar miklu meiri. Það þarf ekki að rekja það. Það er öllum löngu ljóst,” sagði Eggert Haukdal alþingismaður Sunnlendinga og stuðningsmaður rikisstjórnarinnar, er hann var inntur álits á ákvörðun iðnaðarráðherra um steinullarverk- smiðjuna. „Ráðherra er búinn að sofa á þessu í tvö ár. Hann hefði getað verið búinn að vinda sér í þetta mál fyrir tveimur árum en hann hefur sofið á málinu og ekkert gert. Og tekur ekki ákvarðanir í nein- um málurn. Það er slæmt þegar hann svo loksins vaknar af þessum Þyrnirósarsvefni að hann skuli þá ekki hitta á rétt,” sagði Eggert Haukdal. Hann var spurður um hvort hann myndi gera uppsteit innan stjórnarliðs- ins vegna ákvörðunar Hjörleifs. „Það liggur fyrir tillaga í þinginu og hún verður rædd. Tillagan fer svo til nefndar en verður svo væntanlega af- greidd. Við skulum sjá hver verða af- drif hennar. þingsályktunartillögu um að steinullar- verksmiðjan skuli rísa í Þorlákshöfn. Hafa þeir sameiginlega mótmælt harð- lega tillögu Hjörleifs og sakað hann um að hagræða sannleikanum með þvi að segja að útflutningur steinullar sé ekki raunhæfur. Hugmyndin um Þorláks- hafnarverksmiðjuna gerði enda ráð fyrir að flutt yrði út steinull samfara framleiðslu fyrir innanlandsmarkað. Áætlanir um Sauðárkróksverksmiðj- una miðast eingöngu við innanlands- markað. DV leitaði álits tveggja þingmanna Suðurlands á tillögu Hjörleifs iðnaðar- ráðherra. -KMU. Þeir voru hressir og kátir, Stefán Guðmundsson alþingismaður, frá Sauðárkróki, og Árni Guðmundsson, stjórnarformaður Steinullarfólags- ins á Sauðárkróki, í gær. Þeir sjást þarna á tali við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra. DV-mynd: Einar Ólason. Eggert Heukdal afdngtsmaður: Þeð hriktiri mörguþessa dagana. Það væri óeðlilegt í hæsta máta ef málið yrði afgreitt í ríkisstjórninni meðan þessi tillaga liggur fyrir. En við skulum bara sjá hvað setur. Það gæti vel verið að hrikti i stjórnarsamstarf- inu. Við Sunnlendingar unum ekki því þegar við erum búnir að vera með hag- kvæman iðnaðarkost og löngu tilbúinn að hann sé bara skyndilega tekinn frá okkur. Merkisfélag á Suðurlandi, Jarð- efnaiðnaður hf. er búið að vera að vinna að þessu urn árabil. Þegar þetta er tekið frá svæði sem vantar stóraukin atvinnutækifæri þá hljóta menn að skoða sitt mál. Það er nú margt sem hriktir í þessa dagana,” sagði Eggert Haukdal. VIÐ TELJUM Hjörleifurhefur ekki þingflokk- inn aðbaki sér — segirGarðar Sigurðsson „Hjörleifur hefur ekki þingflokkinn að baki sér,” sagði Garðar Sigurðsson, þingmaður Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi, um þá ákvörðun iðnaðarráðherra að leggja til að stein- ullarverksmiðjan rísi á Sauðárkróki. ,,En hann er sérfræðingur í því að vera seinn til ákvarðana. . . nema þær séu rangar,” sagði Garðar og var rok- inn á braut. -KMU. að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 244 GL ÁRG. '81 ekinn 13.000 km, sjálfsk. VOLVO 244 GL ÁRG. '79 ekinn 68.000 km, sjálfsk. VOLVO 244 GL ÁRG. '79 ekinn 16.000 km, beinsk. VOLVO 244 DL ÁRG. '78 ekinn 30.000 km, sjálfsk. VOLVO 343 DL ÁRG. '78 ekinn 41.000 km , sjálfsk. VOLVO 244 DL ÁRG. '78 ekinn 36.000 km, beinsk. VOLVO 245 DL ÁRG. '78 | ekinn 105.000 km, beinsk. 88.000 118.000 115.000 352Q0 VELTIR „Hjörle/fur er sórfrmðingur i því eð vera seinn til ákvarðana ... nema þær séu rangar," sagði Garðar Sigurðsson aiþingismaður. Opið laugardag kl. 10—16. OSTRDIGAP Osta- og smjörsalan stendur fyrir sérstakri ostakynn- ingu í samvinnu við Hótel Loítleiðir, nú um helgina. Á boðstólum verða hinir Ijúíustu réttir og hlaðið Víkingaskip aí ostum, t.d. hinir nýju kryddostar, ostakökur og ostaábœtir. Matur íramreiddur írá kl. 19.00. Borðapantanir í símum 22321-22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.