Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. 11 Eiaar M4r GuAmundsson tekur hér við verölaununum úr hendi Eiriks Hreins Finnbogasonar, en til hægri má sjá þá Kristján Karlsson og Brynjólf Bjarnason, framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins. (DV-mynd Bjarnleifur) Almenna bókaf élagið veitir viðurkenningar: ékk 70 þúsund fyrir fyrstu skáldsögu sína Hæsta viðurkenning sem veitt hefur verið fyrir íslenzkt bókmenntaverk, eða 70 þúsund krónur, voru í gær afhentar ungu skáldi og rithöfundi, Einari Má Guðmundssyni, fyrir skáldsöguna Riddarar hringstigans. Það var Almenna bókafélagið sem þessa viðurkenningu veitti en félagið ákvað á 25 ára afmæli sínu, árið 1980, að verja 100 þúsund krónum til bókmenntaviðurkenningar fyrir áður óprentað íslenzkt bókmenntaverk. Mátti það vera í hvaða formi sem var og rann skilafrestur út um síðustu ára- mót. Höfundar sendu verk sín inn undir dulnefni og alls bárust 35 hand- rit, ljóð, skáldsögur, leikrit og fleira. Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð var þeim Eiríki Hreini Finnbogasyni, Gísla Jónssyni og Kristjáni Karlssyni, ákvað að upphæðin skyldi skiptast milli tveggja höfunda. Einar fékk sem fyrr segir 70 þúsund krónur, en séra Bolli Gústavsson í Laufási fékk 30 þúsund krónur fyrir handritið Vorganga í vindhæringi. Ákveðið var að veita eina viðurkenningu til viðbótar að upphæð 20 þúsund krónur en hana hlaut ungur Reykvíkingur, ísak Harðarson, fyrir ljóðabókina Þriggja orða nafn. Einar Már Guðmundsson er 27 ára gamall og stundar nám í almennum bókmenntum við Kaupmannahafnar- háskóla. Eftir hann hafa áður komið út þrjár ljóðabækur á islenzku og ein á dönsku. Riddarar hringstigans er frumraun hans í skáldsagnagerð. Hann kvað bókina vera lýsingu á atburðum, unhverfi og persónum í nýju hverfi í Reykjavík á sjötta áratugnum. „Þetta er ekki æviágrip nokkurs manns og engin persóna í bókinni er til á skatt- skrá,” sagði Einar. „Frásagnar- aðferðin byggist eiginlega á því að full- orðinn maður talar þarna með rödd lítils stráks og lýsir nýjum heimi, „Hverfinu”. Sagan er ein heild, en hver kafli er þó sjálfstæður.” Handrit séra Bolla er bæði í bundnu og óbundnu máli og einnig dregur hann upp myndir úr lífi barns. „Þetta er eiginlega á mótum ljóðs og sögu og ég styðst þarna við atburði og persónur sem ég þekki frá bernskuárum mínum á Oddeyri við Eyjafjörð,” sagði séra Bolli, „en textinn er í hæsta máti veraldlegur,” bætti guðsmaðurinn við. í umsögn dómnefndar um ljóðabók ísaks Harðarsonar segir að hún sé eftirtektarverð tilraun til að Iýsa í nútímalegum ljóðum leit ungs manns að andlegri staðfestu og guðstrú. Ekki vildi höfundurinn alveg kannast við þá skilgreiningu en kvað erfitt fyrir sig að segja um hvað ljóðin fjölluðu í raun og veru. Til þess væru þau of nátengd honum sjálfum. „Ætli þetta geti ekki kallazt lýsing á almennri leit að lífstil- gangi,” sagði þessi ungi höfundur. Allar bækurnar þrjár verða gefnar út af Almenna bókafélaginu í haust. -JB. Eskifjörður: FER FYRRUM F0R- INGIALLABALLA INN FYRIR ÍHALD? Veður skipast fljótt í lofti pólitíkur svo sem kunnugt er. Nú hefur verið gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins á Eskifirði fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Annað sæti listans skipar nú Hrafnkell A. Jónsson sem var fyrsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins á Eskifirði fyrir síðustu kosningar. Alþýðubandalagið náði þá tveimur mönnum í bæjarstjórn og Sjálfstæðis- flokkurinn einnig. Fari likt og síðast má því búast við að Hrafnkell sitji áfram í bæjarstjórninni, en á öndverðum kanti. Fyrsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins er Guðmundur Á. Auðbjörnsson málarameistari. í þriðja sæti er Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri. 4. Ragnhildur Kristjáns- dóttir húsfrú. 5. Georg Halldórsson skrifstofumaður. 6. Anna Ragna Benjamínsdóttir ferskfiskmatsmaður. 7. Skúli Sigurðsson vélvirki. 8. Friðrik Þorvaldsson nemi. 9. Vilhjálmur Björnsson vörubifreiðarstjóri. 10. Snorri Jónsson útgerðarmaður. 11. Jóna Mekking Jónsdóttir verzlunar- maður. 12. Guðmundur Stefánsson sýsluritari. 13. Ragnheiður Hlöðvers- dóttir búðarmær og 14. Karl Símonar- son vélvirkjameistari. Emil, Eskifirði. Listi óháðra á Vatnsleysu Listi Óháðra kjósenda í Vatns- Jeysustrandarhreppi, H-listi, var á- kveðinn í prófkjöri sl. sunnudag. Listinn er þannig skipaður: 1. Kristján Einarsson eftirlitsmaður, 2. Vilhjálmur Þorbergsson bílstjóri, 3. Sæmundur Þórðarson skipstjóri, 4. Hreinn Ásgrímsson skólastjóri og 5. María Jónsdóttir húsmóðir. -ÓEF. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIIHÚSINUI í J15HÚSINU 0PIÐ DEILDUM TIL KL.10 I KVÖLD NÝJAR VÖRUR í ÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúloga hagstæðir greiðsluskilmálar ð flestum vöruflokkum. Allt niður í 20% út- borgun og lánstimi allt afl 9 mánuðum. JIS Jón Loftsson hf. /A a a a a a I Ciiiij iHD l , H í ; 'ca UíJOlV Hringbraut 121 Sími 10600 0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.