Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 32
BRAUD FRA BLONDUOSI M» A NORDURPOUNN — Franskir ævintýramenn ætla að aka á sn jóbílum á pólinn og hafa brauðið í nesti Hópur ævintýramanna frá Frakk- landi, sem er að leggja af stað í öku- ferð á snjóbílum á norðurpólinn kemur til með að gæða sér á íslenzku brauði á því ferðalagi. Pöntuðu þeir sérstaklega í ferðina brauð frá Brauð- gerð Húnfjörðs á Blönduósi og hafa þeir með sér þaðan um 50 kg af svo- kölluðum kjarnabrauðum, sem þar eru fram leidd. Frakkar þessir komu hingað í fyrra og voru þá nokkuð í fréttum vegna flutninga á vörum og vistum til Grænlands vegna þessarar ævintýra- ferðar sinnar. Þeir komu svo aftur hingað fyrir skömmu og flutti vél Flugfélags Norðurlands þá til Scores- bysunds á Grænlandi, þar sem þeir höfðu komið tækjum sínum fyrir í vetur. Óskuðu þeir þá eftir því að taka með sér héðan brauð sem hefði mikið og gott geymsluþol. Tókst loks að út- vega þeim það á Blönduósi en þar hefur brauðgerð Húnfjörðs sérhæft sig í að baka slík brauð og afgreiða þau i þar til gerðum umbúðum. Þeir hjá Flugfélagi Norðurlands flugu í vikunni tii Scoresbysunds með varahluti í snjóbilana sem kapparnir ætla á. Voru þeir þá að gera sér vonir um að geta lagt af stað einhvern næstu daga. Ætla þeir fyrst upp jökulinn til Thule þar sem þeir eiga geymt elds- neyti á bílana og þaðan halda þeir svo á pólinn. Ef þessi ferð tekst verða þeir fyrstir manna til að fara akandi á snjóbílum á norðurpólinn. -klp- Neí þetta eru ekki menn í sjávarháska sem þama sjist um borO í ktta bátnum. Þarna eru á ferðinni björgunarmenn frá Siysavarnafóiaginu og Land- helgisgæzlunni. Í blíðunni í gærmorgun brugðu þeir á leik á shysavarnabátn um Gísla Johnsen skammt út af Laugarnesinu i Reykjavik. TF-Rán, þyrla Landhetgisgæziunnar, var með i leiknum og var verið að æfa björgun manna \ úr skipi i sjávarháska. Sfikar æfingar eru ekki óaigengar, þegar stund gefst millistriða, enda eins gott að vera í góðri þjátfun þegar tii alvörunnar kemur. (D V-mynd E.Ó.t Sérleyfisdeilan á Austíjörðum veldur vandræðum: NBTAEN AD FLYTJA AHOFNINAISNJOHL —þegar skipverjar á Ársæli vildu fara frá Egilsstöðum til Eskifjarðar Ástandið í samgöngumálum á Aust- fjörðum er nú orðið mjög bagalegt að sögn Rúnars Pálssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Austfjörðum. Sem kunnugt er hafa sérleyfishafar á Austfjörðum hætt akstri um sinn til þess að mót- mæla því að aðrir aki inn á „þeirra” leiðir. Rúturnar hafa fram til þessa tengt byggðarlögin á Austfjörðum við flugið til Egilsstaða. Fundur sérleyfishafanna og sam- gönguráðherra er fyrirhugaður í dag, föstudag, þar sem reynt verður að finna lausn á málinu, enda bitnar verk- fallið talsvert á íbúum á Austurlandi. -Emil Eskifirði. Eimskipafélag íslands lætur gera úttekt á óhöppum: Hafnarfjarðartogarinn Ársæll Sigurðsson kom til Eskifjarðar úr siglingu. Hluti áhafnarinnar, sem hafði verið í fríi, ætlaði með flugi til Egils- staða og þaðan til Eskifjarðar. Fagri- dalur var ófær og því ekki hægt að fá leigubíla. Hafa valdið félaginu tjóni og álitshnekki Sveinn Sigurbjörnsson, einn sérleyfishafanna, var beðinn að ná í áhöfnina á snjóbíl og flytja til Eski- fjarðar. Hann neitaði að sækja áhöfn- ina, enda standa sérleyfishafarnir fast á sínu. í stað þess að fljúga til Egilsstaða, flugu skipvcrjarnir til Hafnar í Hornafirði Þaðanfór áhöfnin með rútu til Eskifjarðar, sem er um 300 km leið. Þeir sem komu með togaranum og fóru í frí sátu síðan í rútunni sömu leið til baka. Stjórn Eimskipafélags Islands hefur fengið tvo menn til að gera úttekt og ganga frá skýrslu yfir þau miklu tjón sem orðið hafa á skipum félagsins á undanförnum árum. Eru það þeir Arn- Ijótur Björnsson, lagaprófessor við Há- skóla íslands, og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimanna- skólans. Bréf varðandi þessa ákvörðun stjórnarinnar hefur verið sent öllum yfirmönnum félagsins og segir þar m.a. að þessi tjón hafi valdið félaginu miklum beinum og óbeinum skaða, og hafi einnig orðið því mikill álitshnekk- segir í bréfi stjómarinnar til yfirmanna á skipunum Hafi stjórnin rætt um þessi tíðu tjón og óhöpp með það i huga hvort ekki væri hægt að grafast frekar fyrir um orsakir þeirra og hvað væri til ráða til að koma í veg fyrir slíka tjónatíðni í framtíðinni. Farið er fram á það í bréfinu að þeir skipstjórnarmenn sem óski eftir að koma fram sjónarmiðum sínum vegna þessarar rannsóknar og skýrslugerðar láti í sér heyra. Tjón þau og óhöpp sem stjórnin vill láta kanna nánar eru sex talsins og eru þau þessi: MÚLAFOSS — árekstur i Kattegat í febrúar 1977. SKEIÐSFOSS — strand í Húnaflóa í júní 1979. BRÚARFOSS — árekstur út af Ný- fundnalandi í september 1980. GOÐAFOSS — vélarstöðvun á Arnar- firði í janúar 1981. BERGLIND — sökk eftir árekstur i júlí 1981. TUNGUFOSS — sökk í óveðri á Ermarsundi í september 1981. Reiknað er með að skýrslan verði til- búin i júní nk. og verður hún þá lögð fyrir stjórn Eimskips og dreift til yfir- manna á skrifstofu og á skipunum. -klp- frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Banaslys í Fáskrúðsfirði Banaslys varð kl. 17.30 í gær í Staðarskriðum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Range Rover bifreið fór út af veginum og valt niður snarbrattar skriður. Stöðvaðist bifreiðin i stórgrýtisfjöru 120—140 metrum neðan vegar. Bifreiðarstjórinn var einn í bifreiðinni og lézt hann samstundis. Mikil hálka var á veginum er slysið varð. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. — Ægir, Fáskrúðsfirði. Kópavogskrakkar: Fá ekki að busla lengur ískolpinu Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa heitið því að nýtt holræsi verði tekið í notkun um miðjan apríl næstkomandi og þannig leysa af gamalt sem bagað Iféfur starfsemi siglingaklúbba unglinga með skolpmengun. Heilbrigðisnefnd Kópavogs hafði áður ákveðið að heimila ekki starfsemi siglingaklúbba fyrr en viðunandi Iausn væri fengin á máli þessu. Taldi nefndin mengun frá holræsi því, sem endar við bryggjusporð siglingaklúbbanna, alveg óviðunandi. -KMU. Stjomumessan: Áfjótðahundr- að miðar seldustígær Það var greinilegt í gær að mikill spenningur er fyrir Stjörnumessunni, úrslitunum í vinsældavali DV. Klukkutíma eftir að miðasalan á Broadway opnaði í gær höfðu selzt rúmlega 350 miðar. Þeir fáu miðar sem eftir eru verða seldir á Broadway í dag milli kl. 16 og 18 og ef einhverjir verða eftir i kvöld þá verða þeir til sölu á Broadway á morgun, laugardag, milli kl. 16ogl8. pr hressir betur. I I I ■ 1 ■ ■ I ■ I I I I I I I I I I I I Sagt er aö margir sjái nú aftír því aö hafa æst Hjörieif upp í að fara ioksins aö taka ákvaröankí ýmsum méktm. c ískalt Seven up. ■ i i i l I i ■ ■ I i I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.