Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 5
ÐAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Stjörnumessa DV eftir tæpa viku: Ekkert sparaö til að gera Stjömu- messma sem gjæsi- legasta úr garði —segir Þorgeir Ástvaldsson, einn aðalkynnir Messunnar ,,Það verður vandað mjög til allra hluta á Stjörnumessu til að gera hana sem glæsilegasta úr garði, enda engu til sparað,” sagði Þorgeir Ástvaldsson, aðal- kynnir Stjörnumessu, þegar við hittum hann að máli í gær, en unnið er af kappi þessa daga til að allt verði tilbúið fyrir daginn stóra. „Það þarf ekki að fara mðrgum orðum um staðinn Broadway, þar er allt eins og bezt verður á kosið fyrir hátíð af þessu tagi. Aðstæður allar til hljómleikahalds eru eins ákjósanleg- ,ar og hægt er. Þá eru hljómflutnings- tæki og Ijósabúnaður allur af beztu og fullkomnustu gerð. Broadway er stór staður og kemur það sér vel, þvi aðsókn er gifurleg, enda hafa færri komizt- að en vilja undanfarin ár. Einnig má geta þess, að í Broadway er séð fyrir öllu, til dæmis sézt jafn- vel á sviðið, hvar sem setið er í salnum.” Það er 50 manna dómnefnd auk lesenda DV, sem ráða úrslitum vin- sældavalsins á Stjörnumessu, þar sem kosið verður um hljómsveit árs- ins, söngvara og söngkonu ársins, lag og lagahöfund ársins, textahöfund og tónlistarmann ársins, svo og verða veitt verðlaun mest seldu hljómplötu ársins og sérstökum heiðursgesti. „Reynt hefur verið að haga vali dómnefndar þannig, að val á þeim sem stóðu upp úr og létu mest að sér kveða í heimi dægurtónlistar á ís- landi verði sem trúverðugast,” sagði Þorgeir. „Dægurtónlistin var óvenju fjölbreytt síðastliðið ár, svo það verður mjög forvitnilegt að sjá, hver útkoman verður í vinsældavalinu. Þetta verður stórkostleg skemmt- un,” sagði Þorgeir, „Stjörnumessa heitir hún og stjörnumessa skal það verða. ” -KÞ. I Þorgeir Ástva/dsson verður kynnír Stjömumessu og mun njóta aðstoðar hins stóra og stæði/ega Magnús- ar Óiafssonar. Placido Domingo Óperusöngvarinn Placido Domingo og popparinn John Denver leiða saman hesta sina á plötunni Perhaps Love. Samstarf þessara ólíku tónlistarmanna hef- ur skilað einstökum árangri, því Perhaps Love er ein mest selda platan i Bandaríkjunum, Bret- landi og á íslandi í dag. Við vorum að taka upp enn eina sendinguna af þessari frábæru plötu. Littu við í dag. Laugavogi 66 — Glœsibæ — Austurstræti 23. Sími fró skiptiborði 85055. slolnorhl Simar 85742 og 85055. Jeppinn sem fer ótmðnar sióðir. Verð kr. 115.000.- Sveinn Egiisson hf. Skeifan 17. Sími 85100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.